42-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 7. desember 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Björk Jóhannsdóttir varamaður.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 42

 

1.   Sorphirðuútboð 2017 – 1611384
Gestir
Hrafnhildur Tryggvadóttir – 08:30
Búið er að framlengja sorphirðusamningi við Íslenska gámafélagið fram í júní 2017 en fara þarf í nýtt sorphirðuútboð fyrir Borgarbyggð. Vegna áhuga sem kom fram á íbúafundi um úrgangsmál sem haldinn var í Hjálmakletti leggur nefndin til að farið verði í könnun meðal íbúa hvort hefja eigi söfnun lífræns úrgangs.
2.   Reykholt – hótel, deiliskipulagsbreyting – 1607019
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulagbreytingu vegna stækkunar hótels Reykholts, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð dags. 22. júní 2016. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun hótelsins til austurs. Tillagan var auglýst samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. ágúst 2016 til 5 október 2016 engar athugasemdir bárust. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
3.   LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi – 1612005
LAVA-Hótel Varmaland ehf sækir um leyfi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar að láta breyta gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Breytingin miðar að breittri landnotkun í verslun og þjónusta. í þjónustu og Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita leyfið. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Digranesgata 4 – breyting á deiliskipulagi – 1611373
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Digranesgötu 4 í Borgarnesi samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er unnið af Batteríið – Arkitektar dags. 25.11.2016 og felur m.a. í sér fjölgun innkeyslna frá Digranesgötu úr einni í tvær og stækkun byggingarreits á suðurhluta lóðar til austurs. Samþykkt að grenndarkynna meðal lóðarhafa við Digranesgötu og Brúartorg 6 í Borgarnesi. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Uxahryggjavegur (52): Borgarfjarðarbraut-Gröf, framkvæmdaleyfi – 1612017
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Uxahryggjavegar (52) Borgarfjarðarbraut – Gröf (3,8 km). Áætlaður verktími er janúar – september 2017. Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfið. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.   Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029 – 1610055
Á fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2016 var tillaga að því að hefja undirbúning að breytingu aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022 vegna legu þjóðvegar 1 vísað til úrvinnslu í umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela umhverfis- og skipulagssviði að hefja undirbúning að vinnu við að breyta aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna legu þjóðvegar 1 í gegnum Borgarnes.
7.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 125 – 1610015F
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 125. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir áréttar mikilvægi þess að afgreiðslur byggingarleyfa séu sendar sem fyrst til umsækjanda eftir afgreiðslufundi byggingarfulltrúa.
7.1 1605004 – Fjárhústunga 9 – byggingarleyfi, viðbygging
7.2 1604036 – Arnarholt 15B – byggingarleyfi, sumarhús
7.3 1602015 – Kiðárbotnar 3 – byggingarleyfi, nýbygging
7.4 1605058 – Móabyggð 7 fnr 233-4701 – byggingarleyfi, sumarhús
7.5 1606029 – Svignaskarð 37 – byggingarleyfi, orlofshús
7.6 1606001 – Lundar II – byggingarleyfi, frístundahús
7.7 1608059 – Hvítárskógur 7 – byggingarleyfi, frístundahús
7.8 1603086 – Tún – byggingarleyfi, gestahús
7.9 1604080 – Ásendi 4 – byggingarleyfi, viðbygging
7.10 1608007 – Hótel Reykholt fnr 223-9918- byggingarleyfi, stækkun
7.11 1610073 – Hraunbrekkur 35 – byggingarleyfi
7.12 1610076 – Vörðuás 17, 211-0019,Umsókn um byggingarleyfi
7.13 1610023 – Vörðuás 18 fnr: 211-0019 – byggingarleyfi, brottflutningur
7.14 1609119 – Árdalur lnr. 133819 – byggingarleyfi, frístundahús
7.15 1609091 – Stuttárbotnar 2 fnr. 210-8417 – byggingarleyfi, geymsla
7.16 1610238 – Varmaland – hótel fnr 223543 . – byggingarleyfi, breyting
7.17 1610092 – Hrísnes 7, fnr 224-2655 – byggingarleyfi, viðbygging
7.18 1609094 – Utandeild fnr. 235-7649 – byggingarleyfi, einbýlishús.
8.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 126 – 1611010F
Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 126. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
8.1 1510045 – Birkiflöt 16 – byggingarleyfi,frístundahús
8.2 1611294 – Varmaland – Hótel fnr.223543 – byggingarleyfi, breytingar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00