413-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 27. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 413

 

1.   Safnahús – Ársskýrsla 2016 – 1703094
Gestir
Guðrún Jónsdóttir – 08:15
Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar mætti til fundarins. Hún sagði frá námsferð sem hún fór í nýverið til Þýskalands.Ennfremur sagði hún frá því sem um er að vera í Safnahúsi um þessar undir. Byggðarráð þakkar Guðrúnu yfirferðina.

Þýskaland_2017_greinargerð

2.   Loftorka ehf., viðræður um lóð – 1703127
Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður Loftorku og Andrés Konráðsson framkvæmdastjóri mættu til fundarins. Rætt var m.a. um lóð Loftorku við Engjaás, lóð við Kveldúlfsgötu 29 og geymslusvæði við Bjarnhóla.
Byggðarráð samþykkir að vísa umsókn um stækkun lóðar til umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.
3.   150 ára verslunarafmæli Borgarness – 1701152
Dagskrá laugardagsins yfirfarin og rædd.

Hátíðardagskrá í Hjálmakletti1

4.   Hnoðraból – leikskóli á Kleppjárnsreykjum – 1704206
Framlögð teikning frá Pro Ark teiknistofu af væntanlegum byggingarframkvæmdum á Kleppjárnsreykjum. Byggðarráð ræddi framlagða teikningu og bókaði eftirfarandi: „Byggðarráð samþykkir að áfram verði unnið á grunni teikningar sem merkt er nr. 3 en þar er miðað við 340 fm. viðbyggingu sem rúmast innan fjárhagsáætlana“ Byggðarráð samþykkir ennfremur að skipa í byggingarnefnd á næsta fundi. Sveitarstjóra falið að gera erindisbréf fyrir nefndina.

Hnoðraból – teikning

5.   Arðgreiðsla 2017 – 1704200
Framlagt bréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu vegna ársins 2016 að upphæð kr. 6.995.768 að frádregnum fjármagnstekjuskatti.

Lánasjóður – arðgreiðsla

6.   Kveldúlfsgata 29 – umsókn um lóð – 1704190
Framlögð umsókn Ámunda Sigurðssonar, kt. 1108572689, til heimilis að Þórunnargötu 1, Borgarnesi, dags. 21. apríl sl. um lóð undir fjölbýlishús að Kveldúlfsgötu 29. Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að kanna stöðu lóðar m.t.t. fyrri úthlutunar og skipulagsskilmála.
7.   Brákarsund, úthlutun lóða – andmæli – 1704202
Framlagt bréf frá Sigursteini Sigurðssyni arkitekt FAÍ dags. 19.4.2017 þar sem mótmælt er úthlutun lóða við Brákarsund.

Sigursteinn Sigurðsson – andmæli

Sveitarstjóra falið að taka saman upplýsingar um stöðu skipulagsmála á svæðinu 
8.   Brákarsund 1-3, úthlutun lóða – andmæli – 1704204
Framlagt bréf Landnámseturs Íslands ehf og Egils guesthouse/Kaffi Brák þar sem mótmælt er úthlutun lóða við Brákarsund 1 og 3.

Brákarsund 1-3 – andmæli

9.   Háreksstaðir lnr. 134769 – stofnun lóðar, Háreksstaðapartur – 1704167
Framlögð umsókn Guðmundar Finnssonar, kt. 280750-4339, til heimilis að Grenihlíð 5, Varmalandi, 311 Borgarnes, um stofnun lóðar úr landi Háreksstaða í Norðurárdal – Háreksstaðapartur. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
10.   Hraundalsvegur, beiðni um úrbætur – 1704199
Framlagt erindi ásamt myndum dags. 21. apríl 2017, frá Ásgeiri Helgasyni f.h. Félags sumarhúsaeigenda í Syðri Hraundal (FSSH), vegna lélegs ástands vegar sem liggur í gegn um sumarhúsahverfið. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.
12.   Verkís hf – samningur um tímabundna verkstjórn – 1704220
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Verkís hf. um tímabundna verkstjórn Gísla Karels Halldórssonar á umhverfis – og skipulagssviði
11.   Fundargerðir 242. og 243. funda stjórna Orkuveitu Reykjavíkur – 1704210
Framlagðar fundargerðir funda nr. 242 og 243 frá stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.

Fundur 242

Fundur 243

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15