411-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 12. apríl 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi, Finnbogi Leifsson varamaður og Eiríkur Ólafsson.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 411

 

1.   Lions í Borgarnesi – afmælishátíð – 1702093
Byggðarráð færir Lionsklúbbi Borgarness og Lionsklúbbnum Öglu hamingjuóskir í tilefni stórafmæla og þakkar rausnarlega gjöf til íbúa sveitarfélagsins. Umhverfis – og skipulagssviði falið að annast uppsetningu bekkjanna skv. hugmyndum klúbbanna.
2.   Sambandsþing UMSB 2016 11.3.2017 – 1704029
Framlögð ársskýrsla UMSB fyrir árið 2016 ásamt samþykktum tillögum er snúa að Borgarbyggð.
Byggðarráð samþykkti að vísa tillögunum til fræðslunefndar.

Ársskýrsla UMSB 2016

Álýktun v. gerfigrasvalla

Áskorun v. mótorsport

Áskorun v. skotfélag

Hvatning v. opnunartíma sundlauga

Hvatning v. útileiktækja

Þakkir til Borgarbyggðar

3.   Landsmót UMFÍ 50+ 2019 – 1704031
Framlögð ályktun frá UMSB um að sótt verði um, í samstarfi UMSB og Borgarbyggðar, að halda Landsmót UMFÍ fyrir 50+ í Borgarbyggð
Byggðarráð lýsir yfir stuðningi við það að UMSB sæki um að halda mótið árið 2019.
4.   Lóðir við Brákarsund – umsókn – 1704060
Framlögð umsókn Fylkis ehf dags. 5.4.2017, um lóðir nr. 1 – 4 við Brákarsund ásamt kaupum á byggingarrétti lóðarinnar nr. 5 við sömu götu.
Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðum 1, 3 til umsækjanda og felur sveitarstjóra að ræða við umsækjanda um lóð nr. 5. Ekki er vilji til að úthluta lóðum 2 og 4.
5.   Bréf til byggðarráðs dags. 04.04.2017, ítrekun – 1704061
Framlagt bréf dags. 4.4.2017, frá Ásgeiri Sæmundssyni Arkarholti 11, 270 Mosfellsbæ, þar sem hann fer fram á ítarlegri svör við erindum sínum, áðursendum.
Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs ásamt byggingarfulltrúa falið að svara bréfritara ásamt því að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið af sveitarstjórn í júní og júlí 2016 um grenndarkynningu og breytingu á aðalskipulagi.

Bréf dags. 4.4.2017

6.   Einifell lnr. 134859 – stækkun lóðar, Einifell lóð, lnr. 194332 – 1704069
Framlögð umsókn Sigrúnar Ásu Sturludóttur um stækkun lóðar úr landi Einifells lnr. 134859, Einifell lóð lnr. 194332.
Byggðarráð samþykkir að heimila stækkun lóðarinnar.
7.   Brúarás ehf – erindi v. skipulags – og sorpmála. – 1704091
Framlagt erindi frá Brúarási ehf dags. 5.4.2017 varðandi skipulagsmál og gámasvæði.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar á umhverfis – og skipulagssviði.
8.   Útboð á sorphirðu 2016 – 2021, krafa um gögn – 1704073
Framlögð tvö bréf Forum lögmanna ehf f.h. Íslenska gámafélagsins ehf, dags. 3.4.2017 og 10.4.2017 þar sem m.a. er farið fram á sundurliðaða kostnaðaráætlun vegna sorphirðuútboðs 2016.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við aðra aðila sem stóðu að útboðinu um viðbrögð við þessum erindum.

Bréf Forum dags. 3.4.2017

Bréf Forum dags. 10.4.2017

9.   Áskorun v. skólaakstursútboðs 2017 – 1704072
Framlagt bréf fjögurra íbúa af Mýrum og fyrrum Kolbeinsstaðahreppi varðandi skólaakstur þaðan í Borgarnes.

Áskorun v. skólaaksturs

Gestir
Anna Magnea Hreinsdóttir – 09:25
Finnbogi leggur fram svohljóðandi tillögu: „Undirritaður leggur til varðandi skólaakstur, leið 2, að útúr þeirri leið verði tekinn akstur að Kálfalæk og leitað samninga við foreldra barna þar um akstur í veg fyrir skólabíl. Með því styttist leið nokkurra barna í skólabíl um 40 km. á dag“.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til úrvinnslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs.
10.   Tómstundaakstur af Mýrum – áskorun – 1704125
Framlögð tillaga Huldu Hrönn Sigurðardóttur og Finnboga Leifssonar um að tekinn verði upp akstur í tengslum við tómstundastarf vestan Borgarness.

Áskorun v. tómstundaaksturs

Gestir
Anna Magnea Hreinsdóttir – 09:35
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leggja fram tillögu um fyrirkomulag tómstundaaksturs í sveitarfélaginu í samráði við tómstundafulltrúa.
11.   Skólaakstur, útboð 2017 – 1606064
Framlögð gögn frá Ríkiskaupum þar sem greint er frá niðurstöðum útboðs á skólaakstri sem Ríkiskaup sáu um fyrir hönd Borgarbyggðar.
Gestir
Anna Magnea Hreinsdóttir – 09:25
Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir helstu þætti skólaakstursútboðsins sem Ríkiskaup sá um. Tilboð bárust tilboð í allar leiðir og eru þau í heildina undir kostnaðaráætlun. Lagt er til að samið verði við þá aðila sem eru með lægstu tilboðin og skiluðu inn gildum tilboðum. Byggðarráð samþykkir tillögu Ríkiskaupa og felur sviðstjóra fjölskyldusviðs og fjármála – og stjórnsýslusviðs að fylgja málinu eftir. Jafnframt verði endurskoðað fyrirkomulag á lengstu leiðum með það að markmiði að stytta aksturstíma.
12.   Greiðsludreifing gatnagerðargjalda – 1704115
Umræður um samþykkt á reglum um greiðsludreifingu gatnagerðargjalda.
Eiríkur Ólafsson staðgengill sveitarstjóra fór yfir samþykkt Borgarbyggðar um greiðsludreifingu gatnagerðargjalda. Byggðarráð samþykkir að breyta samþykktinni þannig:
a. Greiða skal a.m.k. 25% af gatnagerðargjaldi innan eins mánaðar frá lóðarveitingu
b. Greiða skal a.m.k. 25% af gatnagerðargjaldi innan 12 mánaða frá lóðarveitingu.
c. Greiða skal eftirstöðvar af gatnagerðargjaldi innan 18 mánaða frá lóðarveitingu.
Samþykkt samhljóða.
13.   Búsvæðamat á vatnasvæði Gljúfurár – 1704111
Framlögð gögn vegna búsvæðamats Gljúfurár í tengslum við endurskoðun arðskrár árinnar sem unnið er að.
14.   Markaðssetning ferðaþjónustunnar – kynningarbréf – 1703157
Framlagður tölvupóstur frá Icelandic Info þar sem þjónusta fyrirtækisins í ferðamálum er kynnt.
15.   Breyting á starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands – 1703219
Framlögð breyting á starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands.
16.   Giljahlíð lnr. 134404 – Stofnun lóðar, Rennur – 1704107
Framlögð umsókn Hildar Eddu Þórarinsdíttur og Guðmundar Péturssonar um stofnun lóðar í landi Giljahlíðar er beri heitið Rennur.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
17.   Hamrar lnr. 134722, stofnun lóðar, Hamrakot – 1704108
Framlögð umsókn Vilhjálms Diðrikssonar og Péturs Diðrikssonar dags. 6.4.2017 um heimild til að stofna lóð út úr landi Hamra í Þverárhlíð lnr. 134722, Hamrakot.
Byggðarráð samþykkir að lóðin verði stofnuð.
18.   Snjómokstur í uppsveitum Borgarfjarðar. – 1701149
Framlagt bréf Innanríkisráðuneytis dags. 7.4.2017, varðandi aukna vetrarþjónustu á vegum í uppsveitum Borgarfjarðar þar sem fram kemur að erindi Borgarbyggðar er hafnað.
Byggðarráð lýsir yfir mikilli óánægju með þessa afstöðu ráðuneytisins.

Bréf Innanríkisráðuneytis

19.   Krókur – afréttarmál – 1509059
Framlagt bréf frá Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni eig. Króks í Norðurárdal, dags. 4.4.2017, þar sem kynnt er sú ákvörðun eigenda Króks að hefja girðingarframkvæmdir.
Byggðaráð samþykkir að fela lögmanni að sjá um samskipti við bréfritara.
20.   Gosbrunnur og stytta – 1404090
Framlögð gögn vegna tilboðs í viðgerð styttu e. Guðmund f. Miðdal er staðsett var í Skallagrímsgarði.
Gestir
Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri – 10:15
Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnastjóri á umhverfis – og skipulagssviði fór yfir gögn varðandi endurgerð/viðgerð styttunnar. Byggðarráð samþykkir að taka tilboði Gerhard Konig myndhöggvara í viðgerð styttunnar.
21.   Sólbakki 17 – 19. Stækkun lóðar – 1702126
Framlagðar tillögur, unnar af Verkís hf, um stækkun lóðar Borgarverks ehf að Sólbakka 17 – 19.
Byggðarráð tekur jákvætt í lóðastækkun skv. tillögu nr. 1 að því gefnu að vegtenging að Kárastöðum verði tryggð og hugað verði að legu reiðvegar. Umhverfis – og skipulagssviði falið að stofna lóð og annast nánari útfærslu í samráði við umsækjanda.
22.   Aðalfundur Oks 10.4.20176 – fundargerð, ályktun – 1704124
Framlögð fundargerð Sjálfseignarstofnunar Ok dags. 10.4.2017 ásamt ályktun um málskot á úrskurði Óbyggðarnefndar til dómstóla.
Byggðarráð samþykkir niðurstöðu stjórnar Sjst. Ok hvað varðar málskot til dómatóla.
23.   Stofnun lögbýlis – Vindás lnr. 205887, beiðni um umsögn – 1704123
Framlögð beiðni Þverholtabúsins ehf. dags. 10.4.2017 um umsögn vegna fyrirhugaðrar umsóknar um stofnun lögbýlis á eyðijörðinni Vindási.
Byggðarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn um erindið og felur sveitarstjóra að svara bréfritara.
24.   Frá nefndasviði Alþingis – 114. mál til umsagnar – 1704121
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnumörkun og aðgerðaáætlun um kolefnishlutlaust Ísland, 114. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
25.   Frá nefndasviði Alþingis – 270. mál til umsagnar – 1704120
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 270. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
26.   184. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis – 1704119
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breyt. á sveitarstjórnarlögum (íbúakosningar), 184. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

27.   Frá nefndasviði Alþingis – 222. mál til umsagnar – 1704118
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 222. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is

28.   Frá nefndasviði Alþingis – 156. mál til umsagnar – 1704117
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um opnun neyðarbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli, 156. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 28. apríl nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is
29.   Fundargerð 848. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – 1703221
Framlögð fundargerð 848. fundar stjórnar sambands íslenskra sveitarfélaga
30.   Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur mánudaginnn 3. apríl 2017 – 1703148
Framlögð fundargerð aðalfundar Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn var 3.4.2017

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55