409-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 23. mars 2017 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 409

 

1.   Samanburður við fjárhagsáætlun 2016 – 1604088
Kynnt drög að frávikagreiningu launa fyrir árið 2016 sem sviðsstjóri stjórnsýslu – og fjármálasviðs er með í vinnslu.
2.   Dalsmynni, kæra til stjórnar fjallskilaumdæmis v. fjallskila 2015 – 1512027
Framlagður úrskurður sýslumanns dags, 16.2.2017, vegna kæru eiganda Dalsmynnis í Norðurárdal á álagningu fjallskilagjalda árið 2015. Þar kemur fram að kærunni er vísað frá.

Dalsmynni, kæra – úrskurður sýslumanns

3.   Safnahús – Ársskýrsla 2016 – 1703094
Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árið 2016 lögð fram.
Samþykkt að fá forstöðumann Safnahúss á fund byggðarráðs til að fylgja ársskýrslunni úr hlaði.

Ársskýrsla Safnahúss Borgarfjarðar 2016

4.   Safnahús – reglur um útlán safngripa – 1703093
Reglur um útlán safngripa Safnahúss Borgarfjarðar lagðar fram til kynningar.
5.   Safnahús – starfsáætlun 2017 – 2018 – 1703092
Starfsáætlun Safnahúss Borgarfjarðar fyrir árin 2017 og 2018 lögð fram.
6.   Verkefnistillaga vegna öryggis á Hringvegi um Borgarnes – 1703100
Framlögð tillaga Alta um verklag við gerð umferðaröryggisáætlunar vegna þjóðvegar 1 í gegn um Borgarnes. BBÞ fór yfir tilurð og efni tillögunnar.

Markmið vinnuhóps sveitarfélagsins og vegagerðarinnar er að finna leiðir til að bæta umferðaröryggi í gegn um Borgarnes. Vegagerðin og Borgarbyggð er sammála um að þjóðvegurinn í gegn um efri hluta Borgarnes hefur verið vanræktur og að þörf sé á aðgerðum þar t.d. um gangbrautir, umferðarljós og umferðarhraða. Markmiðið er að láta á það reyna að komast að ásættanlegri niðurstöðu um öryggismál á svæðinu og útfærslu þjóðvegarins, sérstaklega um efri hluta bæjarins.

Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun. Kostnaði við hana verður mætt með sérstökum viðauka við fjárhagsáætlun.

7.   Borgarnes 150 ára, lag og texti – 1703120
Kynnt gjöf frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness. Er það frumsamið lag og texti eftir Theódóru Þorsteinsdóttur skólastjóra skólans. Byggðarráð þakkar skólanum og Theódóru gjöfina og flutning þess við opnun ljósmyndasýningar í Safnahúsi Borgarfjarðar.
8.   Aðalfundur í Veiðifélagi Gljúfurár 2017 – 1703102
Fundarboð á aðalfund í Veiðifélagi Gljúfurár sem haldinn verður 03. apríl 2017.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúi Borgarbyggðar á fundinum verði Sigurjón Jóhannsson Valbjarnarvöllum.
9.   Aðalfundarboð 29.3.2017 – 1703117
Framlagt fundarboð á aðalfund Símenntunarmiðstövarinnar á Vesturlandi dags. 29.3.2017
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með umboð Borgarbyggðar á fundinum.
10.   Til umsagnar 120. mál frá nefndasviði Alþingis – 1703083
Framlögð umsögn sveitarstjóra um frumvarpið sbr. afgreiðslu 408. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir framlagða umsögn og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.
11.   Til umsagnar 234. mál frá nefndasviði Alþingis – 1703096
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgangna (innleiðing alþjóðlegra skuldbindinga, EES-reglur), 234. mál.
12.   Til umsagnar 204. mál frá nefndasviði Alþingis – 1703098
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Umhverfisstofnun (heildarlög), 204. mál.
13.   Til umsagnar 236. mál frá nefndasviði Alþingis – 1703097
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (frestun réttaráhrifa o.fl), 236. mál.
14.   Safnahús – 184. fundur 14.3.2017 – 1703091
Fundargerð 184. fundar starfsfólks Safnahúss Borgarfjarðar lögð fram.
15.   Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 240 og 241 – 1703111
Framlagðar fundargerðir stjórnar OR nr. 240 og 241.

240. fundur OR

241. fundur OR

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30