40-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 26. október 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Erla Stefánsdóttir varaformaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs, Guðveig Eyglóardóttir varamaður og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðssjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 40

 

1.   Urðarfellsvirkjun – vegabætur, framkvæmdaleyfi – 1610025
Ferðaþjónustan á Húsafelli óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir vegbótum á gamla þjóðveginn sem liggur um Reyðarfellsskóg og vegslóða sem liggur að inntakskanti fyrirhugaðrar Urðarfellsvirkjunar.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um efnistökuna.
2.   Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – 1609111
Gestir
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir Landlínum var á fundinum undir þessum lið – 08:45
Umhverfis- , skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 24. október 2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M2. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að haldinn verið íbúafundur miðvikudaginn 2. nóvember. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

tillaga-ad-breytingu-a-adalskipulagi-borgarbyggdar-2010-2022

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30