40-Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár

  1. fundur Fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 24. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Jóhannsson aðalmaður, Guðrún Fjeldsted aðalmaður og Þórhildur Þorsteinsdóttir aðalmaður.

 

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir Verkefnastjóri

Unnsteinn Elíasson mætti ekki.

 

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun Fjallskilanefndar BSN 2018 – 1711106
Drög að fjárhagsáætlun Fjallskilanefndar BSN lögð fram.
Fundurinn samþykkti fjárhagsáætlun fjallskilanefndar BSN fyrir 2018. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárframlag komi frá aðalsjóði vegna kostnaðar við smölun á Bjarnadal o.fl.
Verkefnastjóra falið að skila fjárhagsáætlun til fjármálastjóra.
 
2.   Álagning fjallskila skv. 42. gr. fjallskilalaga – greinargerð – 1711043
Greinargerð Bændasamtaka Íslands um álagningu fjallskilagjalda lögð fram.
Rætt um greinargerð Bændasamtaka Íslands og grein í Bændablaðinu um álagningu fjallskilakostnaðar. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að fylgja málinu eftir.
 
3.   Önnur mál Fjallskilanefndar BSN – 1711107
Nefndin beitti sér fyrir smölun í Skógræktargirðingu í Ystu-Tungu í samráði við Valdimar Reynisson, skógarvörð. Smalað var 1. október og smalaðist um 200 fjár. Nefndin telur að ástand á viðhaldi skógræktargirðingarinnar sé óásættanlegt og skorar á sveitarstjórn að fylgja þessu máli eftir.

Athuga þarf fyrir smalamennskur næsta haust, að ráðning leitarmanna í eftirleitir sé í samráði við formann nefndarinnar.

Þörf er á lagfæringum á bílastæðum við Svignaskarðsrétt.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30