399-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 22. desember 2016 og hófst hann kl. 08:15

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Björn Bjarki Þorsteinsson varaformaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 399

1.   Samanburður við fjárhagsáætlun 2016 – 1604088
Gestir
Eiríkur Ólafsson – 08:15
Lagt fram yfirlit um rekstur Borgarbyggðar yfir tímabilið jan-okt ásamt samanburði við fjárhagsáætlun 2016. Helstu niðurstöður eru að heildarniðurstaða er innan áætlunar þó launaliðir fari 4% umfram áætlun. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlagðar upplýsingar.

Frávikagreining jan-okt

2.   Tryggingar sveitarfélagsins – 1606052
Gestir
Eiríkur Ólafsson – 08:45
Lögð fram drög að samningi um heildartryggingar sveitarfélagsins við VÍS. VÍS var lægstbjóðandi í tryggingar Borgarbyggðar í opnu útboði fyrr í haust. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, sat fundinn undir þessum lið og skýrði framlögð drög að samningi. Byggðarráð samþykkti að ganga frá samningi við VÍS á framlögðum forsendum. Samningurinn gildir í tvö ár frá og með 1. jan. 2017 með sex mánaða uppsagnarfresti.
3.   Kjaramál tónlistarkennara – ályktun – 1612216
Framlögð ályktun dags 19.12.2016 frá kennurum Tónlistarskóla Borgarfjarðar varðandi stöðuna í kjaramálum tónlistarkennara. Samningsumboð sveitarfélagsins varðandi þennan kjarasamning liggur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga eins og í öðrum kjarasamningum sem gerðir eru á vegum sveitarfélagsins. Byggðarráð lýsir yfir áhyggjum yfir þeirri stöðu sem er uppi í þessum kjaraviðræðum og bindur vonir við að samningsaðilar nái að semja um niðurstöðu í viðræðunum hið fyrsta.

Berist til sveitarstjórnarmeðlima Borgarbyggðar og sveitarstjóra

4.   Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi – 1503031
Gestir
Guðrún Hilmisdóttir – 09:20
Anna Magnea Hreinsdóttir – 09:20
Rætt um stöðu mála er varðar hönnun viðbyggingar við Grunnskólans í Borgarnesi. Anna Magnea fræðslustjóri sat fundinn undir þessum lið (óvíst um aðra). Hún skýrði frá upplýsingum um stöðu verksins og kynnti teikningar þar að lútandi sem lagðar voru fram á fundi byggingarnefndar þann 19. des. sl. Fram kom að unnið er að undirbúningi samnings um byggingareftirlit vegna verksins við VERKÍS.
5.   Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 7.12.16 – 1612110
Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl.framlögð

Fundargerð 390. fundar

6.   Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði – 1401099
Framlagðar fundargerðir vinnuhóps um fjölfarna ferðamannastaði nr. 5. dags. 14.nóv. 2016 og nr. 6.dafgs 28. nóv. 2016 .

5. fundur ferðamálahóps

6. fundur ferðamálahóps

7.   Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir – 1611257
Framlögð fundargerð Byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi dags. 20.12.2016 ásamt aðaluppdráttum frá Arkitektastofunni Zeppelin

Fundur haldinn 20.12.2016

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55