39-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. október 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Erla Stefánsdóttir varaformaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður, Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs og Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 39

 

1.   Kæra v. deiliskipulags Borgarbrautar 55 – 59 – 1604035
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála sem felldi föstudaginn 23. september sl. úr gildi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna að Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. apríl 2016. Þar með hefur öðlast gildi á nýjan leik deiliskipulag Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar 8. mars 2007.
2.   Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – 1609111
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Breytingin fellst í að breyta ákvæðum og nýtingarhlutfalli á svæðinu sem er tilgreint Miðsvæði M í Borgarnesi. Í nýföllnum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er litið til þess að nýtingarhlutfall á lóðum innan svæðisins megi ekki fara yfir 1,0. Í áður samþykktu deilskipulagi leit sveitarfélagið á svæðið M sem eina heild þannig að nýtingarhlutfall á einstökum lóðum gætu farið yfir 1,0 og þessi túlkun gerði Skipulagsstofnun ekki athugsemd við.
Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
3.   Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulagi frá 2007 – 1609112
Fallin er úr gildi breyting á deiliskipulagi vegna lóðanna að Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar 14. apríl 2016. Þar með hefur öðlast gildi á nýjan leik deiliskipulag Borgarbraut 55-59 sem samþykkt var af sveitarstjórn Borgarbyggðar 8. mars 2007. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að láta breyta deiliskipulagi við Borgarbraut 55-59 á þann hátt að 55 og 57 verði skildar að en horft verði á skipulag lóðanna Borgarbrautar 57 og 59 í einni heild.Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
4.   Grunnskólinn í Borgarnesi – deiliskipulag – 1604104
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að láta deiliskipuleggja svæði merkt Þ3 á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, Gunnlaugsgata skólalóð og á þéttbýlisuppdrætti. Tekin verði saman lýsing á tillögunni til kynningar. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5.   Deiliskipulag fyrir svæði fyrir frístundabúskap á Hvanneyri – 1606113
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir frístundabúskap á Hvanneyri til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 10 ágúst 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Tillagan verði auglýst í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
6.   Fjárhagsáætlun 2017 – 1606055
Fjárhagsáætlun 2017 lögð fram. Samþykkt að skoða áætlunina milli funda.
7.   Langárfoss veiðihús fnr 211-2103 – ósk um nafnabreytingu. – 1609100
Framlögð beiðni um nafnabreytingu, að Langárfoss, veiðihús verði Ensku húsin við Langá. Samþykkt.
8.   Egilsholt 1 fnr 228-4166 – byggingarleyfi, stækkun – 1608117
Egilsholt 1 fnr 228-4166 – byggingarleyfi, stækkun – 1608117
Sigurður Einarsson kt. 140432-4749 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Kaupfélags Borgfirðinga kt. 680169-6679, vegna viðbyggingar að Egilsholti 1 samk. uppdráttum frá Nýju Teiknistofuni ehf. dags. 06.06.2016.
Erindinu var vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar til umfjöllunar þar sem að viðbyggingin er öll fyrir utan byggingarreit samk. deiliskipulagi verslunalóðar Egilsholti 1 Borganesi frá 10.03.2005. Viðbyggingin fer einnig alveg að lóðarmörkum íbúðarhúsalóðar á horni gatnanna Birkikletts og Fífukletts. Nefndin lítur þannig á að byggingin fari of nálægt lóðarmörkum og muni þar með rýra gæði íbúðahúsalóðarinnar. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd felur skipulags-og byggingafulltrúa að ræða við viðkomandi aðila um aðrar mögulegar útfærslur.
9.   Húsafell 5 fnr 210-8167 bílskúr – byggingarleyfi – 1608102
Þorsteinn Bergmann Sigurðsson kt. 070651-2979 sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr að Húsafelli 5 samk. uppdráttum frá Ómari Péturssyni kt. 050571-5569 dags. 22.08.2016. Ekki er til staðar deiliskipulag af svæðinu. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að grenndarkynna bygginguna fyrir eigendum Klettsflatar 1-3 og Ferðaþjónustunni Húsafelli.
10.   Vatnshamrar-aðveitustöð fnr 222-4477 viðbygging byggingarleyfi – 1608036
Helgi Hafliðason arkitekt kt. 020341-2979 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Rarik ohf kt. 520269-2669, vegna viðbyggingar að Vatnshömrum, samk. uppdráttum Helga Hafliðasyni dags. 21.06.2016
Umhverfis-, byggingar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Vatnshömrum. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
11.   Þursstaðir 1, 211-0678 – byggingarleyfi, smáhýsi – 1609025
Bjarni R. Valdimarsson kt. 110653-5739 sækir um byggingarleyfi fyrir byggingu 3ja smáhýsa að Þursstöðum 1 samk. uppdráttum frá Tækniþjónustunni ehf, dags. 10.08.2016.
Erindinu er vísað til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar til umfjöllunar þar sem að ekki er til staðar deiliskipulag af svæðinu.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir upplýsingum um fjarlægð og hæð lóða smáhýsanna frá sjávarmáli.
12.   Lóuflöt 3 fnr 233-4376 – byggingarleyfi, einbýlishús – 1609064
Magnús Birgir Jónsson kt. 240842-3279 sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi að Lóuflöt 3 Hvanneyri samk. uppdráttum frá Ómari Péturssyni kt. 050571-5569, dags. 08.09.2016. Fyrirliggur samþykki eigenda Lóuflatar 6 og Lóuflatar 8 á Hvanneyri og Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir erindið. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.

 

13.   IMPROVE – þátttaka íbúa í þróun þjónustu – 1604056
Framlögð gögn vegna þátttöku í IMPROVE verkefninu.
Hrafnhildur Tryggvadóttir koma á fundinn undir þessum lið og kynnti verkefnið. Improve verkefnið hluti norðurslóðaráætlun Evrópusambandsins NPA og miðar að því að auka íbúalýðræði í skipulagsmálum og eru Borgarbyggð og Háskólinn á Bifröst samstarfsaðilar í þessu verkefni. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd tilnefnir Erlu Stefánsdóttur sem tengilið nefndarinnar við verkefnið.
14.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 122 – 1609013F
Fundargerð 122. afgreiðslufundar byggingarfundar lögð fram til afgreiðslu eins og eftirfarandi liðir bera með sér.
14.1 1604014 – Borgarbraut 57-59 – byggingarleyfi
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 122. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 123 – 1609018F
Fundargerð 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og eftirfarandi liðir bera með sér.
15.1 1606094 – Skólastjórahús á Hvanneyri fnr 210-6048 – byggingarleyfi, breyting
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.2 1606081 – Digranesgata 2 fnr 227-9659 – byggingarleyfi, breyting
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.3 1608091 – Brókarstígur 24 fnr 233-5613 – byggingarleyfi, frístundahús
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.4 1608117 – Egilsholt 1 fnr 228-4166 – byggingarleyfi, stækkun
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.5 1608067 – Brennubyggð 47 fnr 233-4535 – byggingarleyfi geymsla
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.6 1608102 – Húsafell 5 fnr 210-8167 bílskúr – byggingarleyfi
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.7 1608036 – Vatnshamrar-aðveitustöð fnr 222-4477 viðbygging byggingarleyfi
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.8 1609025 – Þursstaðir 1, 211-0678 – byggingarleyfi, smáhýsi
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.9 1609064 – Lóuflöt 3 fnr 233-4376 – byggingarleyfi, einbýlishús
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.10 1608128 – Stuttárbotnar 20 fnr. 210-8437 – byggingarleyfi, niðurrif
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.11 1609011 – Sólbakki 10 – byggingarleyfi, stöðuleyfi gáma
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
15.12 1609021 – Vörðuás 17, 211-0019 – byggingarleyfi, brottflutningur
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 123. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
16.   Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 124 – 1610002F
Fundargerð 124. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til afgreiðslu eins og einstök mál bera með sér.
16.1 1609113 – Borgarbraut 59, fnr: 211-1075, byggingarleyfi
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd samþykkir samhljóða afgreiðslu 124. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15