38-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, miðvikudaginn 7. september 2016 og hófst hann kl. 08:30

Fundinn sátu:

Jónína Erna Arnardóttir formaður, Erla Stefánsdóttir varaformaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir aðalmaður og Guðrún S. Hilmisdóttir forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundargerð ritaði:  Guðrún S. Hilmisdóttir sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs

Dagskrá:

 

1. 1608038 – Borgarbraut 12 fnr 223-9772 – byggingarleyfi, breyting á notkun
Umsókn Maríu Júlíu Jónsdóttur dags. 10.ágúst 2016 um leyfi til að breyta jarðhæð hússins á Borgarbraut 12 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytinguna fyrir eigendum Borgarbrautar 4, 7, 13, 14 og meðeigendum að Borgarbraut 12.
 
2. 1608062 – Egilsgata 14 -fnr. 211-1293 viðbótarhæð, fyrirspurn
Hótel Borgarnes sendir fyrirspurn dags. 16. ágúst 2016 til umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar um leyfi til að bæta einni hæð ofan á miðbyggingu Hótels Borgarness Egilsgötu 14 þannig að hún verði jafnhá nýbyggingu hótelsins að Egilsgötu 16. Ekki liggja fyrir teikningar að fyrirhugaðri viðbyggingu. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir.
 
3. 1302035 – Einkunnir deiliskipulag
Endurskoðuð auglýsing umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. júlí um friðlýsingu fólkvangs í Einkunnum Borgarbyggð lögð fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir endurskoðaða auglýsinguna.
 
4. 1608121 – Englendingavík og uppbygging þar til framtíðar
Framlagður tölvupóstur frá Einari Valdimarssyni í Englendingavík dags. 27. ágúst 2016. Í tölvupóstinum leggja Einar og Margrét Rósa Einarsdóttir fram ýmsar hugmyndir um uppbyggingu í og við Englendingavík Skúlagötu 17 og 17a í Borgarnesi og áframhaldandi þróun staðarins. Óskað er eftir heimildum frá Borgarbyggð og mögulegu samstarfi við sveitarfélagið við framkvæmd ýmissa hugmynda sem reifaðar eru í tölvupóstinum. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd bendir á að Englendingavík er undir hverfisvernd flóa í Aðalskipulagi Borgarbyggðar þarf því að skoða vel allar framkvæmdir í fjörunni. Lagt til að farið verði betur yfir hugmyndirnar með tilliti til þess hvort þær eru framkvæmanlegar.
 
5. 1502043 – Hvanneyri deiliskipulag
Lögð fram tillaga dags. 14.júlí 2016 frá Landlínum ehf að afmörkun svæða til deiliskipulagsgerðar á Hvanneyri sem gerð var fyrir Borgarbyggð að beiðni skipulagsfulltrúa. Tillgagan gerir ráð fyrir að skipta deiliskipulagsvinnunni niður á 8 svæði og hefja fyrst vinnu við deildiskipulag við svæði Flatahverfis. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að skipta deiliskipulagsvinnu á Hvanneyri í áfanga og hefja deiliskipulagsvinnu við Flatahverfi.
 
6. 1511004 – Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag í Húsafelli
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Tillagan er sett fram í greinagerð og á uppdrætti dags. 30.10.2015 og var auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2016, engar athugasemdir bárust.Deiliskipulagið tekur til 108 ha svæðis á Húsafelli III í Borgarbyggð. Skipulagssvæði afmarkast af Hvítá,
Hálsasveitarvegi (518), deiliskipulagssvæði frístundabyggðar í Niðurskógi, og deiliskipulagi flugvallar og
vatnsaflsvirkjunar. Skipulagssvæðið er að miklu leyti byggt og mótað enda er um að ræða það svæði þar sem uppbygging
frístundabyggðar hófst upp úr 1960. Risin eru 147 frístundahús; flugskýli, íbúðarhús, virkjanir, vegakerfi,
göngustígar, tjaldsvæði og golfvöllur eru þegar til staðar. Uppbygging á svæðinu er í samræmi við
deiliskipulagstillögu frá 1987, en lóðum hefur fækkað lítillega frá þeim tíma.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til sveitarstjórnar.
 
7. 1608044 – Syðri-Hraundalur fnr. 235-5457- Beiðni um heimild til að leggja fram deiliskipulag
Sjálfstætt fólk landeigandi Syðra-Hraundals 2, óskar eftir heimild Borgarbyggðar til að fá að leggja fram á eigin kostnað tillögu að deiliskipulagi á jörðinni með bréfi dags. 15. ágúst 2016. Fyrirhugað er að reisa á jörðinnni íbúðarhús ásamt hesthúsi og tilheyrandi útihúsum. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir að veita leyfið.
 
8. 1606028 – Umhverfisviðurkenningar 2016
Frestur til að senda tilnefningar til umhverfisviðurkennina 2016 var til 24. ágúst 2016. Alls bárust 14 tilnefningar. Nefndir samþykkir tillögur dómnefndar að verðlaunahöfum og viðurkenningarnar verða afhendar á Sauðamessu 1. október 2016.
 
9. 1609030 – Staða sauðfjárbænda
Umhverfis-,skipulags- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar mótmælir harðlega þeirri lækkun sem boðuð hefur verið á afurðaverði til sauðfjárbænda vegna haustslátrunar 2016. Hvetur nefndin sláturleyfishafa til að hækka framkomin verð til þess að mæta kröfum sauðfjárbænda um hærra afurðaverð. Nefndin hvetur enn fremur sláturleyfishafa til þess að standa þétt saman um hagsmuni dreifbýlisins og þeirra byggða sem byggja á landbúnaði. Sú starfsemi er mikilvæg fyrir Borgarbyggð og landið í heild.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20