38-Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár

  1. fundur Fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals haldinn á Valbjarnarvöllum, 9. apríl 2017

og hófst hann kl. 18:15

 

Fundinn sátu:

Sigurjón Jóhannsson aðalmaður, Guðrún Fjeldsted aðalmaður, Unnsteinn Elíasson aðalmaður og Þórhildur Þorsteinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Unnsteinn Elíasson

 

Dagskrá:Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals – 38

 

1.   Tilhögun leita og rétta 2017-BSN – 1704126
Rætt var um að heppilegast væri flýta leitum haustið 2017 vegna breyttra reglna sláturleyfishafa og verðfellinga ákveðinna flokka dilkakjöts. Nefndin leggur því til eftirfarandi breytingu frá fjallskilareglugerð að tilhögun leita og rétta haustið 2017:
Fyrsta leit á Borgarhreppsafrétti verði 8-10 september. Fyrsta Svignaskarðsrétt 11. september.
Önnur leit á Borgarhreppsafrétti verði 15-17 september. Önnur Svignaskarðsrétt 18. september.
Heimasmölun verði 23-24 september. Þriðja Svignaskarðsrétt 25. September.
Þriðja leit á Borgarhreppsafrétti verði 7-8 október.
Fyrsta leit til Brekkuréttar verði 9. september. Fyrsta Brekkurétt 10. september.
Önnur leit til Brekkuréttar verði 16. september. Önnur Brekkurétt 17. september.
Heimalönd smalist til fyrstu og annarar Brekkuréttar.
2.   Önnur mál BSN – 1704127
Rætt um skógræktargirðingu, lélegt ástand hluta hennar og nauðsyn þess að lagfæra hann. Formanni falið að ræða við sviðsstjóra Skógarauðlindasviðs vegna málsins.

Formaður kynnti niðurstöðu dóms í máli sem eigandi jarðarinnar Dalsmynnis höfðaði á hendur Borgarbyggð, þar sem niðurfellingu fjallskilagjalda var hafnað.

Formaður kynnti dagskrá fundar Fjallskilanefndar Borgarbyggðar sem fyrirhugaður er þann 12. apríl næstkomandi. Fjallskilanefnd B.S.N. furðar sig á því að mál sem hún vísaði til sveitastjórnar 28. október 2016 skuli nú, löngu seinna, vera til afgreiðslu á þeim fundi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15