26-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 26. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. mars 2018

og hófst hann kl. 14:00

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Svanur Pálsson aðalmaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Sigurjón Jóhannsson aðalmaður og Hrafnhildur Tryggvadóttir.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

Dagskrá:

 

1.   Dagsetningar leita og rétta 2018 – 1801069
 
Gestir
Ragnar Frank Kristjánsson – 14:00
Gunnlaugur A. Júlíusson – 14:15
Fjallaskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að leitartími fyrstu leitar í Borgarbyggð haustið 2018 færist fram um eina viku á eftirtöldum svæðum skv. 15.gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015:
b. Leitartími breytist á svæði Mýrasýslu, að undanskildu leitarsvæði til Fljótstunguréttar.
f. Leitartími breytist á svæði Borgarfjarðarsýslu norðan Andakílsár og Skorradalsvatns að undanskildu leitarsvæði til Rauðsgilsréttar.
j. Leitartími breytist á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár (til Kaldárbakkaréttar).

Þá leggur nefndin til að leitartími seinni leita í Borgarbyggð verði færður fram um eina viku á eftirtöldum svæðum, skv. 15. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015, sem hér segir:
c. Leitartími breytist á öllu svæðinu vestan Norðurár og Sanddalsár að Hítará; gildir um aðra og þriðju leit.

 
2.   Vinnuhópur um fjallskilamál – 1802059
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að skipa vinnuhóp sem endurskoða skal fyrirkomulag fjallskilamála í Borgarbyggð. Formaður kynnti erindisbréf vinnuhópsins.
Umræður um fyrirkomulag fjallskilamála.
 
3.   Önnur mál Fjallskilanefndar Borgarbyggðar – 1801070
Engin önnur mál.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15