25-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 25. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 18. janúar 2018

og hófst hann kl. 14:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Svanur Pálsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Sigurjón Jóhannsson aðalmaður og Hrafnhildur Tryggvadóttir. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri sat einnig fundinn.

Kristján Axelsson boðaði forföll.

 

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Ofgreidd fjallskil vegna Kvía 1- krafa – 1712013
Vísað til nefndarinnar af fundi Byggðaráðs 21.12.2017
Nefndin leggur til að byggðaráð afli frekari upplýsinga um túlkun laga um álagningu á landverð jarða.
5.   Dagsetningar leita og rétta 2018 – 1801069
Rætt um mögulegar tilfærslur tímasetninga á leitum og réttum haustið 2018, með hliðsjón af þeirri reynslu sem fékkst í fyrrahaust.
6.   Önnur mál Fjallskilanefndar Borgarbyggðar – 1801070
Rætt um gengið verði til samninga við landeigendur vegna Rauðsgilsréttar hið fyrsta.

Sigurjón viðraði hugmynd að sameiningu fjallskilanefnda í Borgarbyggð, á þann hátt að ein nefnd yrði vestan Hvítár og önnur nefnd sunnan Hvítár.
Finnbogi bókar að núverandi fyrirkomulag varðandi fjallskila-og afréttarnefndir í Borgarbyggð sé í góðu lagi og ástæðulaust að breyta því.

2.   Dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna álagningar fjallskilagjalds – 1708026
Vísað til nefndar af sveitarstjórn 11.1.2018.
Nefndin telur mikilvægt að niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands vegna álagningar fjallskilagjalds í Sólheimatungumálinu verði vísað til æðra dómsstigs ef kostur er.
3.   Kostnaður og innheimta – 1712071
Vísað til nefndar af sveitarstjórn 11.1.2018
Rætt um innheimtu fjallskilagjalda.
4.   Uppgjör – 1712075
Vísað til nefndar af sveitarstjórn 11.1.2018
Málið rætt.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15