24-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 24. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í stóra fundarsal í Ráðhúsi, 11. ágúst 2017

og hófst hann kl. 14:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Svanur Pálsson aðalmaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Sigurjón Jóhannsson aðalmaður, Gylfi Jónsson varamaður og Hrafnhildur Tryggvadóttir.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

Dagskrá:

 

1.   Dómur Héraðsdóms vegna álagningar fjallskilagjalds. – 1708026
Dómur Héraðsdóms Vesturlands sem kveðinn var upp 4. júlí 2017, er varðar álagningu fjallskilagjalds á landverð Sólheimatungu árin 2012-2014 í fjallskiladeild BSN kynntur. Ingi Tryggvason lögfræðingur fór yfir niðurstöðu dómsins, áhrif hans og möguleika í stöðunni.
Gestir
Gunnlaugur A. Júlíusson – 14:00
Ingi Tryggvason hrl. – 14:00
Eftirfarandi tillögur samþykktar.

Tillaga 1:
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að fjallskilanefndir sveitarfélagsins taki mið af fyrirliggjandi dómi vegna Sólheimatungu, við álagningu fjallskila á landverð haustið 2017 þar sem aðstæður eru sambærilegar.

Tillaga 2:
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til við byggðaráð að kannaðir verði allir möguleikar til áfrýjunar á dómi Héraðsdóms Vesturlands varðandi álagningu fjallskilagjalds. Mál sem þetta hefur verulegt almennt gildi og mikilvægt að endanleg niðurstaða fáist með dómi Hæstaréttar.

Ingi Tryggvason vék af fundi kl. 15:16
2.   Önnur mál Fjallskilanefndar – 1708027
Rætt um málefni Rauðsgilsréttar hvað varðar viðhald og staðsetningu.

Vakin athygli á vandkvæðum við rekstur sauðfjár af afréttum s.s. Þverárréttaruppreksturs, vegna girðingamála.

Dagsverkamat vegna fjallskila 2017.
Lagt til að dagsverkamat vegna fjallskila verði ákveðið af hverri deild fyrir sig.

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45