23-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 23. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í stóra fundarsal í Ráðhúsi, 7. júní 2017

og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Svanur Pálsson aðalmaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Sigurjón Jóhannsson aðalmaður og Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

 

Dagskrá:

 

1.   Tilhögun leita og rétta 2017-BSN – 1704126
Vísað til Fjallskilanefndar Borgarbyggðar af sveitarstjórn.
Þar sem ekki er áhugi á flýtingu annarrar leitar í afréttarnefndum Álftaneshrepps og Hraunhrepps um tvær vikur, er erindinu hafnað.
 
2.   Tímasetning seinni leita 2017 – 1705201
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að leitartími seinni leita verði færður fram um eina viku á eftirtöldum svæðum, skv 15. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015, sem hér segir:

c. Leitartími breytist á öllu svæðinu vestan Norðurár og Sanddalsár að Hítará; gildir um aðra og þriðju leit.
j. Leitartími breytist á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár; gildir um aðra leit.

 
3.   Fjártölur vegna álagningar fjallskila 2017 – 1705202
Lagt til að sauðfjáreigendum í Borgarbyggð verði send orðsending, þar sem þeir eru beðnir um að skila inn upplýsingum um vortölur sauðfjár.
 
4.   Önnur mál fjallskilanefndar – 1705203
Rætt um girðingamál.
Rætt um að nauðsynlegt sé að gera samning við eigendur jarðarinnar Rauðsgils um afnot af landi undir fjárrétt, þar sem réttin þarfnast verulegs viðhalds.

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15