22-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar –

  1. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í stóra fundarsal í Ráðhúsi, 12. apríl 2017

og hófst hann kl. 14:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Sigurjón Jóhannsson aðalmaður, Svanur Pálsson aðalmaður og Hrafnhildur Tryggvadóttir.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

Dagskrá:

 

1.   Tímasetningar leita og rétta 2017 – 1704129
Lögð fram fundargerð fjallskilanefndar BSN dags. 9. apríl 2017 til kynningar.
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar leggur til að leitartími 1. leitar haustið 2017 færist fram um eina viku á eftirtöldum svæðum skv. 15.gr fjallskilasamþykktar nr. 683/2015:
b. Leitartími breytist á svæði Mýrasýslu, að undanskildu leitarsvæði til Fljótstunguréttar.
f. Leitartími breytist á svæði Borgarfjarðarsýslu norðan Andakílsár og Skorradalsvatns að undanskildu leitarsvæði til Rauðsgilsréttar.
j. Leitartími breytist á svæðinu milli Hítarár og Haffjarðarár.
Ekki er á þessu stigi tekin afstaða til breytinga á seinni leitum.
2.   Opinn fundur um fjallskilamál – áskorun – 1704002
Áskorun Búnaðarfélags Lunddæla um opinn fund um fjallskilamál vísað til nefndarinnar af 156. fundi sveitarstjórnar.
Fjallskilanefnd Borgarbyggðar ákveður að boða til fundar.

Áskorun um opinn fund um fjallskil í Lunrarreykjadal_000033

3.   Önnur mál BSN – 1510094
Vísað til nefndarinnar af 147. fundi sveitarstjórnar þar sem Fjallskilanefnd BSN skorar á sveitarstjórn að beita sér fyrir breytingum á fjallskilasamþykkt nr. 683/2015, dags. 14.júlí, þannig að einungis ein vika verði milli allra leita á svæðinu.

Tillögunni hafnað þar sem nefndin telur ekki tímabært að endurskoða dagssetningar í fjallskilasamþykkt.

4.   Dalsmynni, kæra til stjórnar fjallskilaumdæmis v. fjallskila 2015 – 1512027
Úrskurður sýslumannsins á Vesturlandi um kæru vegna fjallskila á jörðinni Dalsmynni framlagður til kynningar.

Dalsmynni – úrskurður sýslumanns

5.   Önnur mál Fjallskilanefndar Borgarbyggðar – 1704128
Sigurjón vakti máls á smölun í Ystutungugirðingu og viðhald girðingar.
Rætt um þörf á girðingu frá Ytri-Hraundal að Grjótá.
Rætt um stöðu og ástand Rauðsgilsréttar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15