21-Fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 21. fundur Fjallskilanefndar Borgarbyggðar

haldinn  í stóra fundarsal í Ráðhúsi, miðvikudaginn 20. júlí 2016

og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson formaður, Kristján F. Axelsson aðalmaður, Ólafur Jóhannesson aðalmaður, Jón Eyjólfsson aðalmaður, Jónas Jóhannesson aðalmaður, Hrafnhildur Tryggvadóttir verkefnisstjóri, Svanur Pálsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Hrafnhildur Tryggvadóttir, verkefnastjóri

Sigurjón Jóhannsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1. 1606092 – Beiðni um flýtingu Oddstaðaréttar 2016
Erindi vísað til nefndarinnar frá byggðaráði.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að veita heimild til að flýta 1. Oddsstaðarétt um viku. Samþykkt með 2 atkvæðum (KA og JE) gegn 1 (JJ). Þrír sitja hjá (FL, ÓJ og SP).
2. 1607040 – Álagning fjallskila 2016 – fjártölur
Samþykkt að leita eftir fjártölum hjá fjáreigendum til álagningar fjallskila.
3. 1607041 – Dagsverkamat
Samþykkt að hverri afréttar- og fjallskilanefnd sé falið að ákvarða dagsverkamat og álagningu fjallskila hjá sér.
4. 1607042 – Önnur mál fjallskilanefndar
Umræður um hvort rétt sé að skipta upp fjallskiladeild Borgarhrepps, Norðurárdals vestan Norðurár, og Stafholtstungna vestan Norðurár í tvær deildir eins og áður var.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:17