19-Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

  1. fundur Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar

haldinn  á Kópareykjum, 20. ágúst 2017

og hófst hann kl. 19:30

Fundinn sátu:

Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  H. Edda Þórarinsdóttir

Dagskrá:Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar – 19

 

1.   Dómur Héraðsdóms Vesturlands vegna álagningar fjallskilagjalds – 1708026
Dómur Héraðsdóms 4.júlí 2017 vegna álagningar fjallskilagjalds Sólheimatungu kynntur.
2.   álagning fjallskila 2017 – Rauðsgilsrétt – 1708170
Varðandi fjallskil var ákveðið að dagsverkið hækki í 10.000 kr, fæði í 3.500 kr og að fjárgjaldið verði 430 kr / kind.
Við þökkum Guðmundi Kristinssyni, Grímsstöðum, fyrir vel unnin störf sem leitarstjóri í 1. Heiðarleit til margra ára, en við honum tekur Bjarni Árnason, Brennistöðum, sem við óskum velgengni.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21:30