18-Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar

  1. fundur Fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar

haldinn  í Logalandi, 26. apríl 2017

og hófst hann kl. 22:30

Fundinn sátu:

Jón Eyjólfsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon aðalmaður og Hildur Edda Þórarinsdóttir aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  H. Edda Þórarinsdóttir

Dagskrá:

 

1.   Umsókn um breytta tilhögun fjallskila – 1704174
Erindi vísað til nefndarinnar frá byggðaráði af 412. fundi ráðsins þann 21. apríl 2017.
Í umsókn ábúenda á Hesti í Andakíl er óskað eftir heimild til að gera fjallskil fyrir fjárbúið að Hesti í fjallskiladeild Rauðsgilsréttar í stað Oddsstaðaafréttar.
Í samræmi við niðurstöður kosninga á opnum fundi fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar sem haldinn var þann 26. apríl 2017, sér nefndin sér ekki fært að verða við erindinu. Erindinu er hafnað.
 
2.   Rauðsgilsrétt – 1705025
Þörf er á talsverðu viðhaldi á réttinni. Þá skuli stefnt að gerð samnings við landeigendur vegna réttarinnar.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00