167-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 167

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. mars 2018

og hófst hann kl. 15:00

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

 

Einnig sátu fundinn Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Margrét Skúladóttir varafulltrúi grunnskólakennara, Sjöfn Vilhjálmsdóttir varafulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Hjaltadóttir fulltrúi leikskólakennara og Rakel Bryndís Gísladóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.

 

Dagskrá:

 

1.   Leikskólinn Hnoðraból – teikningar – 1803020
Staða hönnunar nýbyggingar fyrir Hnoðraból
Lilja Björg Ágústsdóttir formaður bygginganefndar fór yfir stöðu mála varðandi nýbyggingu fyrir leikskólann Hnoðraból. Kostnaðarmat liggur fyrir á heildarverkinu, bæði viðbyggingu leikskólahlutans og á endurbótum á grunnskólahlutanum. Tillaga að áfangaskiptingu liggur einnig fyrir. Lagt er til að verkið verði boðið út a.m.k. í tvennu lagi. Tillagan fer fyrir byggðarráð í þessari viku. Fræðslunefnd fagnar því að tillaga liggi fyrir sem sátt er um. Nefndin telur mikilvægt að hafist verði handa við fyrsta áfanga í sumar.
 
2.   Grunnskólinn í Borgarnesi – útboð – 1711088
Niðurstaða útboðs á viðbyggingu og endurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi.
Eitt tilboð barst í viðbyggingu og endurbætur við Grunnskólann í Borgarnesi og var það frá Eiríki Ingólfssyni. Tilboðið er 18% yfir kostnaðaráætlun. Bygginganefnd grunnskólans fundar á föstudag og fer yfir tilboðið.
 
3.   Orðsending vegna PISA 2018 – 1802023
Fyrirlögn Pisa könnunar 2018
Umræða varð um framkvæmd samræmdra prófa undir þessum lið. Að sögn skólastjórnenda var álag á nemendum í 9. bekk þá daga sem prófin stóðu yfir. Sviðsstjóri fræðslusviðs fer á fund fyrir hönd fræðslustjóra með menntamálaráðherra á miðvikudag. Ákveðið að ræða málið nánar á næsta fundi nefndarinnar. Fyrirlögn PISA könnunar rædd og hvatningamyndbönd á vef Menntamálastofnunar skoðuð. Mikilvægt er að skólasamfélagið og foreldrar hafi háar væntingar til árangurs nemenda og vellíðan þeirra og hvetji þá til að leggja sig fram á prófinu.
 
4.   Sumarfjör og Vinnuskóli 2018 – 1803043
Fyrirkomulag Sumarfjörs og Vinnuskóla 2018
 
Gestir
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúi – 16:18
Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri UMSB – 16:18
Sumarfjörið hefst 5. júní og stendur fram í lok ágúst. Áætlað er að hafa tvær starfsstöðvar þ.e. í Borgarnesi og á Hvanneyri. Einnig að sækja börn á Baulu og á Kleppjárnsreyki. Skráning hefst í maí. Ákveðið að nánara skipulag verði lagt fyrir fræðslunefnd á næsta fundi.
Vinnuskólinn hefst strax eftir skólaslit eða 11. júní og stendur til 31. júlí. Farið var yfir skipulag og hugmyndir og verður nánara skipulag lagt fyrir fræðslunefnd á næsta fundi.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00