164 – Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 164

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 14. desember 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

 

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Eiríkur Ólafsson,

 

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra (2017) – 1701103
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.

Skýrsla sveitarstjóra fyrir fund sveitarstjórnar

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 163 – 1711004F
Fundargerðin var lögð fram.
3.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 433 – 1711005F
Fundargerð 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
3.1 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.2 1711015 – Heilbrigðiseftirlit – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.3 1710062 – Ísland ljóstengt 2018 – umsóknarferli
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.4 1711017 – Ágóðahlutagreiðsla 2017
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.5 1711025 – Spilda úr landi Kárastaðalands – fyrirspurn
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.6 1711026 – Málefni Hnoðrabóls – bréf til sveitarstjórnar
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.7 1703072 – Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.8 1711043 – Álagning fjallskila skv. 42. gr. fjallskilalaga – greinargerð
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.9 1711038 – Íbúakönnun 2016 – skýrsla
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.10 1710066 – Stefna v. Borgarbraut 57 – 59
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.11 1710120 – Athugasemdir í kjölfar kosninga
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.12 1710105 – Snjómokstur í Borgarnesi 2017 – 2018
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.13 1705010 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.14 1711057 – Lóð í landi Svartagils – afsal forkaupsréttar
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.15 1711048 – Innkaupamál sveitarfélaga
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.16 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.17 1711014 – Fundargerð 145. fundar heilbrigðisnefndar Vesturlands
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.18 1711008 – 193. fundur í Safnahúsi
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.19 1711007 – Fundargerð 853. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.20 1711004 – Fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla 433. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 434 – 1711009F
Fundargerð 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
4.1 1710062 – Ísland ljóstengt 2018 – umsóknarferli
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.2 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.3 1711040 – Viðhaldsáætlun fasteigna 2018
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.4 1710047 – Sumarlokun leikskóla 2018
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.5 1711062 – Beiðni um styrk og fund
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.6 1710122 – Hrafnkelsstaðir lnr. 136010 – stofnun lóðar, Litli Lækur
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.7 1711003 – Umsókn um lóð – Þrastarflöt 10 Hvanneyri
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.8 1701125 – Til Byggðarráðs 11 janúar 2016 – stjórnsýslukvörtun
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.9 1711079 – Persónuverndardagur sveitarfélaga
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.10 1711085 – Rekstrarniðurstaða OR eftir níu mánuði 2017
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.11 1711086 – OR eignast Bæjarháls 1 að nýju – frétt
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.12 1708061 – Upplýsinga – og lýðræðisnefnd – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.13 1711052 – 194. fundur í Safnahúsi
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.14 1711078 – Fundargerð Faxaflóahafna sf. nr 162
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.15 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 434. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 435 – 1711013F
Fundargerð 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
5.1 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.2 1703049 – Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum – áframhald ?
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.3 1711068 – Minnisblað vegna fundar með GE
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.4 1711105 – Stuðningur við Snorraverkefnið 2018
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.5 1710062 – Ísland ljóstengt 2018 – umsóknarferli
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Forseti lagði fram svohljóðandi bókun:
„Á undanförnum árum hefur búseta í dreifbýli á Íslandi, bæði í sveitum og minni þorpum, tekið miklum breytingum. Áhrif af völdum þessa eru margskonar, sumt er jákvætt en annað er neikvætt. Í sveitum hefur landnotkun og landbúnaður tekið miklum breytingum og því miður hefur jörðum í ábúð fækkað og föst búseta í dreifbýlinu dregist saman. Þessi þróun getur reyndar verið mjög mismunandi milli sveitarfélaga og innan ákveðinna sveitarfélaga.
Í þéttbýlinu er víða töluvert stór hluti íbúðarhúsa kominn í eigu einstaklinga sem notar þau sem frístundahús eða leigir þau út í skammtímaleigu til ferðafólks. Þetta getur haft jákvæða þætti í för með sér s.s. að gömul hús eru gerð upp og verða prýði fyrir bæjarmyndina og ferðaþjónusta eflist. Á hinn bóginn hefur þetta líka í för með sér að það verður erfiðara fyrir fólk að flytja búferlum til þessara þéttbýlisstaða þar sem laust húsnæði er ekki til staðar. Því fækkar víða í leik- og grunnskólum sem hefur áhrif á skólastarfið og þeim íbúum sem eru virkir í samfélögunum og bera uppi nauðsynlegt félags- og tómstundastarf sem og aðra mikilvæga samfélagsþjónustu fækkar einnig. Ef nauðsynlegar stoðir undir búsetu veikjast er líklegt að íbúum á landsbyggðinni fækki enn frekar og ómögulegt verði að hægja á þróuninni, hvað þá að snúa henni við.
Við þekkjum þessa þróun í Borgarbyggð, en það er langt í frá að hún eigi sér einvörðungu stað hér, þessi þróun á sér stað mjög víða. Að mati undirritaðs er orðið nauðsynlegt að ræða þessi mál á vettvangi sveitarstjórnarstigsins alls og eftir atvikum með hlutaðeigandi stofnunum ríkisvaldsins.“

Samþykkt var að vísa bókuninni til byggðarráðs.

Til máls tóku BBÞ, FL, GJ

 

5.6 1711090 – Syðri-Hraundalur 2 – stofnun lögbýlis, beiðni um umsögn
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.7 1711092 – Múlakot, lnr. 134351 – stofnun lóða, Múli og Kot
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.8 1711042 – Hofsstaðir lnr. 135931 – stofnun lóðar, umsókn
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.9 1706053 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – kynning
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.10 1711117 – Hlíðartúnshúsin
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.11 1711118 – Innri málefni sveitarfélagsins
Þessi liður var afgreiddur sérstaklega og var afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt með 7 atkv.

Til máls tók RFK
Ragnar vék af fundi meðan að þessi liður var afgreiddur vegna tengsla við málið.

 

5.12 1710072 – Vinnuhópur um safna – og menningarmál.
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.13 1705045 – Fundargerðir ráðningarnefndar 2017
Afgreiðsla 435. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 436 – 1712001F
Fundargerð 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
6.1 1706051 – Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.2 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.3 1711088 – Grunnskólinn í Borgarnesi – útboð
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.4 1703049 – Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum – áframhald ?
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.5 1711127 – Styrkumsókn fyrir 2018
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.6 1712001 – Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.7 1706053 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – kynning
Lögð var fram svohljóðandi bókun:
„Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 24. nóvember sl. var tekin til umræðu skýrsla nefndar sem fjallaði um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Stjórn sambandsins hvatti til að skýrslan verði lögð fram til kynningar og umræðu í sveitarstjórnum og hjá landshlutasamtökum. Ljóst má vera að stofnun þjóðgarða felur ávallt í sér nokkra skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga, svo sem varðandi leyfisveitingar til atvinnustarfsemi og annarrar nýtingar. Umræða um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu snertir Borgarbyggð verulega vegna tengingar sveitarfélagsins við hálendið. Fyrir liggur að móta stefnu sveitarstjórnar í þeim efnum. Ljóst er að stofnun miðhálendisþjóðgarðs myndi hafa í för með sér verulegar breytingar á landnotkun og landskipulagi hérlendis og kalla á verulega umsýslu hvað varðar almenna stjórnsýslu og margháttað utanumhald.Starfsemi þjóðgarða hefur aukist verulega á undanförnum árum. Með stofnun miðhálendisþjóðgarðs myndi stærð og umfang þjóðgarða á Íslandi aukast gríðarlega til viðbótar. Í því samhengi hefur verið rædd nauðsyn þess að setja á stofn Þjóðgarðastofnun Íslands. Sveitarstjórn Borgarbyggðar tekur undir þá umræðu og vill í því sambandi skora á umhverfisráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir því að slík stofnun verði sett niður á Hvanneyri í Borgarfirði. Fyrir þeirri afstöðu liggja margvísleg rök sem eru tilgreind hér enn frekar. Mikilvægt er að fagstofnun sem Þjóðgarðastofnun yrði sé fundinn staður þar sem hún yrði landfræðilega vel staðsett, myndi starfa í nánum tengslum við meginviðfangsefni sitt og hefði faglegan og samfélagslegan styrk af sínu nánasta umhverfi. Allar þessar forsendur eru til staðar á Hvanneyri í Borgarfirði. Það er skýrt enn frekar út hér:1. Jörðin Hvanneyri og nánasta umhverfi hennar í Andakíl í Borgarfirði hefur hlotið formlega viðurkenningu sem friðland. Landsvæðið var friðlýst samkvæmt náttúruverndarlögum árið 2002 og friðlandið síðan stækkað enn frekar árið 2011. Árið 2013 fékk landsvæðið viðurkenningu sem Ramsarsvæði, en það er alþjóðlegt búsvæði fugla. Það undirstrikar enn frekar sérstöðu þessa svæðis. Gömlu húsin á Hvanneyri og engjarnar voru síðan friðlýst í heild sinni sem sérstakt búsetuminjasvæði árið 2015. Það er einstakt á Íslandi að heilt búsetuminjasvæði, sem nær bæði yfir byggingar og nærliggjandi landsvæði, sé friðlýst sem ein heild.
2. Í Borgarbyggð eru sex önnur friðlönd og fjöldi landsvæða á náttúruminjaskrá. Hluti sveitarfélagsins nær inn á miðhálendið eins og það hefur verið skilgreint. Þar má nefna stóran hluta Langjökuls, Eiríksjökul, Geitland, Hallmundarhraun, Arnarvatnsheiði og Tvídægru.
3. Hvanneyri er í þjóðbraut eins og leið liggur milli Snæfellsnes, Vestfjarða, Norðurlands, Suðurlands og höfuðborgarsvæðisins. Fjarlægðir frá Hvanneyri til Borgarness eru 12 km, að Þingvöllum rúmir 50 km eftir Uxahryggjaleið, til Reykjavíkur eru 70 km og vestur á Snæfellsnes eru 80 ? 100 km.
4. Við Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) hefur undanfarin 15 ár verið starfrækt kennslubraut í þjóðgarðafræðum og náttúruvernd. Fjöldi B.s. og M.s. nema hafa verið útskrifaðir frá námsbrautinni á þeim tíma sem hún hefur starfað.
5. LbhÍ er með fjölbreytt nám í landnýtingu s.s. búfræði, búvísindum, umhverfisskipulagi, skógrækt og landgræðslu. Landsvæði skólans er tilraunastöð í landnýtingu s.s. í landbúnaði, náttúruvernd og minjavernd. Umhverfi skólans bíður upp á fjölbreytta möguleika fyrir tilraunir í mannvirkjagerð sem víða er notuð á friðlöndum s.s. stígagerð.
6. Vorið 2018 verður opnuð gestastofa í Halldórsfjósi á Hvanneyri. Gestir stofunnar fá þar tækifæri til að fræðast um fuglalífið í friðlandinu Andakíl.
7. Gamli skólinn og skólastjórahúsið eru nátengd þróun og uppbyggingu búfræðimenntunar á Íslandi. Þessar byggingar eru í eigu ríkisins en hafa lítið verið nýttar eftir að hinu upprunalega hlutverki þeirra lauk þrátt fyrir að vera í mjög góðu ástandi. Kjörið tækifæri er því til að koma þar fyrir starfsemi sem tengist opinberri stjórnsýslu og náttúruvernd. Þjóðgarðastofnun Íslands er tilvalinn kostur í því sambandi.
8. Á Hvanneyri er að finna leikskóla, grunnskóla, háskóla, ráðgjafaþjónustu í landbúnaði, landgræðslu og skógrækt svo nokkuð sé nefnt af þeirri starfsemi sem er að finna á staðnum. Mötuneyti er við LBHÍ og við háskólann er starfrækt endurmenntunar-deild. Gistiheimili er rekið á staðnum á sumrin.Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir sig reiðubúna tilbúin að ræða stofnun miðhálendisþjóðgarðs við umhverfisráðherra í tengslum við ofangreint erindi. Sú afstaða felur þó ekki í sér óskoraðan stuðning við stofnun miðhálendisþjóðgarðs því áður en slíkrar ákvörðunar kemur þarf að sætta mörg ólík sjónarmið.“Bókunin var samþykkt samhljóða.Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.
Til máls tók RFK

 

6.8 1712006 – Vernd og endurheimt votlendis
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.9 1712007 – Skjalavistun Borgarbyggðar
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.10 1707022 – Ný persónuverndarlöggjöf 2018
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.11 1712005 – Í skugga valdsins – samþykkt stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.12 1704179 – Kvörtun v. stjórnsýslu, bréf dags 18.4.2017
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.13 1712010 – Samráðsfundur sveitarfélaga og lögreglu 2017
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.14 1712012 – Leiga á rými innan Öldunnar – fyrirspurn
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.15 1711125 – Ytra mat á Grunnskóla Borgarfjarðar
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.16 1711121 – 195. fundur í Safnahúsi
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.17 1711122 – Fundargerð 854. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.18 1705124 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 436. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

7.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 78 – 1711016F
Fundargerð 78. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Formaður nefndarinnar, Hulda Hrönn Sigurðardóttir, kynnti einstaka liði fundargerðarinnar.

7.1 1610014 – Trúnaðarbók
Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. fundar velferðarnefndar samhljóða.

 

7.2 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. fundar velferðarnefndar samhljóða.

 

7.3 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. fundar velferðarnefndar samhljóða.

 

7.4 1607129 – Þjónusta við aldraða
 

 

 

7.5

 

 

7.6

 

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. fundar velferðarnefndar samhljóða.

 

 

1711123 – Gjaldskrá félagsþjónustu 2018

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. fundar velferðarnefndar samhljóða.

 

1711124 – Endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar

Sveitarstjórn samþykkti afgreiðslu 78. Fundar velferðarnefndar samhljóða.

8.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 163 – 1711008F
Fundargerð 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Formaður nefndarinnar, Geirlaug Jóhannsdóttir, kynnti einstaka liði fundargerðarinnar.
Til máls tók FL.

8.1 1706078 – Fjárhagsáætlun 2018
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða

 

8.2 1705010 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða
Til máls tók RFK
8.3 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.
Til máls tók RFK
8.4 1711112 – Niðurstöður samræmdra prófa 2013-2017
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.
Til máls tók GE
8.5 1711075 – Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða

 

8.6 1705118 – Ungmennaráð – samtal
Afgreiðsla 163. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða

 

9.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 57 – 1711015F
Fundargerð 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Formaður nefndarinnar, Jónína Erna Arnardóttir, kynnti einstaka liði fundargerðarinnar.

9.1 1708012 – Deildartunga 3 lnr.222999 – Deiliskipulag, breyting
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 3. ágúst 2017. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Deildartungu 3 frá árinu 2014 sem tekur eingöngu til byggingarreits B. Byggingarreitur B stækkar úr 1280 ferm. í 6350 ferm. og heildarbyggingarmagn hans eykst úr 500 fermetrum í 1000 fermetra. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt samhljóða.

 

9.2 1409019 – Seláshverfi í landi Ánabrekku, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Seláshverfis í landi Ánabrekku. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 20. ágúst 2014 og felur m.a. í sér breytingu á aðkomu að hluta svæðisins. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt samhljóða.

 

9.3 1302035 – Einkunnir deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir fólkvanginn Einkunnir. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 6. júlí 2016. Skipulagið var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

Samþykkt samhljóða.

 

9.4 1711080 – Fossatún deiliskipulagsbreyting
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.5 1711131 – Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi – Lýsing
Sveitarstjórn samþykkir Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi – Lýsing til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 5. desember 2017 og tekur til breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 þ.e. breyta landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í íþróttasvæði (ÍÞ). Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m. sunnan við skotæfingasvæðið. Málsmeðferð verði samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt með 7 atkv. gegn 1 (FL). 1(GJ) sat hjá.

Til máls tóku FL, RFK, JEA, GJ

 

9.6 1712011 – Framtíðarsýn fyrir götureit við Brákarhlíð og Heilsugæslu Vesturlands
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.7 1710048 – Borgarbraut 65a – bílskúrar, umsókn
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.8 1502085 – Mótorsportfélag Borgarfjarðar
Samþykkt samhljóða að vísa afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar til byggðarráðs.

Til máls tóku FL, RFK, JEA

 

9.9 1711064 – Reiðvegur í landi Kárastaðalands
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.10 1710026 – Ársfundur náttúruverndanefnda og Umhverfisstofnunar 2017
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.11 1711053 – Refasamningur og uppgjör
Afgreiðsla 57. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

10.   Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals – 40 – 1711012F
Fundargerð 40. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
10.1 1711106 – Fjárhagsáætlun Fjallskilanefndar BSN 2018
Afgreiðsla 40. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár samþykkt samhljóða.

 

10.2 1711043 – Álagning fjallskila skv. 42. gr. fjallskilalaga – greinargerð
Afgreiðsla 40. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár samþykkt samhljóða.

 

10.3 1711107 – Önnur mál Fjallskilanefndar BSN
Afgreiðsla 40. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár samþykkt samhljóða.

 

11.   Afréttarnefnd Álftaneshrepps – 27 – 1711011F
Fundargerð 27. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
11.1 1711104 – Fjárhagsáætlun Afréttarnefndar Álftaneshrepps 2018
Afgreiðsla 27. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps samþykkt samhljóða.

 

11.2 1711103 – Önnur mál afréttarnefndar Álftaneshrepps
Afgreiðsla 27. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps samþykkt samhljóða.

 

12.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Lögð var fram til seinni umræðu tillaga að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2018 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árin 2019 – 2021.
Sveitarstjóri kynnti tillöguna og þær breytingar sem gerðar hafa verið á henni frá fyrri umræðu.
Helstu niðurstöður fyrir áætlun ársins 2018 eru:
Tekjur A og B hluta 3.912 þús kr.
Rekstargjöld A og B hluta án fjármagnsliða 3.678 þús kr
Fjármagnsliðir A og B hluta kr. 121 þús kr
Rekstrarniðurstaða A og B hluta 113 þús kr.
Framkvæmdir og fjárfestingar A og B hluta 504 millj kr.Áætlaðar tekjur A og B hluta eri 4.073 þús kr á árinu 2019, 4.218 þús kr á árinu 2020 og 4.360 þús á árinu 2021.
Áætluð rekstrarniðurstaða A og B hluta er 138 þús kr á árinu 2019, 129 þús kr á árinu 2020 og 120 þús kr á árinu 2021.
Til framkvæmda og fjárfestinga er áætlað að verja 343 millj kr á árinu 2019, 400 millj kr á árinu 2020 og 325 millj kr á árinu 2021.Greinargerð með fjárhagsáætlun 2018-2021Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn:
„Vinna við hagræðingu og sölu eigna í upphafi kjörtímabilsins og auknar skatttekjur hafa skilað þeim árangri að sjóðsstaða sveitarfélagsins er góð.
Í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að sveitarfélagið ráðist í einar umfangsmestu framkvæmdir síðari ára. Á framkvæmdaáætlun næstu fjögurra ára er gert ráð fyrir því að vel yfir miljarður fari í framkvæmdir við skólahúsnæði. Þessar framkvæmdir verða að mestu leiti fjármagnaðar án lántöku sem þýðir jafnframt að gengið verður verulega á handbært fé sveitarfélagsins og ljóst að lántökur verða óumflýjanlegar hjá sveitarstjórn á nýju kjörtímabili.
Ef vilji er fyrir því hjá meirihluta sveitarstjórnar að halda sig við þau markmið sem samþykkt voru með Brúnni til framtíðar um að sala eigna væri m.a nýtt til að greiða niður skuldir umfram afborganir lána og að rekstur sveitarfélagsins standi undir fjárfestingum til framtíðar er nauðsynlegt að upplýsingar liggi fyrir um áætlanir þar að lútandi.
Þegar farið er yfir þær vörður sem unnið er að samkvæmt Brúnni til framtíðar er ljóst að við erum tæp á þeim markmiðum sem við settum með framlegð í áætlun til næstu ára.
Í fyrirliggjandi áætlun er ljóst að 1. Janúar 2019 verði handbært fé í A hluta ekki nema 15 milljónir. Því til samanburðar greiðir sveitarfélagið út mánaðarlega í launagreiðslur um 80 milljónir til starfsmanna sveitarfélagsins.
Fulltrúar Framsóknarflokksins ítreka að eðlilegt sé að næsta stóra verkefni sem ráðist verði í á næstu árum séu verulegar endurbætur og viðbygging á íþróttahúsinu í Borgarnesi. Mikilla endurbóta er þörf og mikilvægt er að leggja grunn að því að aðstaða fyrir alla aldurshópa til heilsueflingar og félagsstarfs sé eins góð og kostur er, enda mun það skila sér margfalt til baka til samfélagsins.
Það er von okkar fulltrúa framsóknar í sveitastjórn að hugað verði að því að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar í samræmi við Brúnna til framtíðar þar sem lagður var grunnur að því að ákvarðanataka sveitarfélagsins væri vel rökstudd og byggð á traustum greiningum og gögnum og langtímasjónarmiðum. Þá er mikilvægt að stöðugt endurmat sé á nýtingu tækifæra til að hagræða og framsýni sé viðhöfð í takast á við nýjar áskoranir og byggja upp til framtíðar.“Forseti lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa í meirihluta sveitarstjórnar:
„Sterk fjárhagsstaða
Í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 113 millj.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði tæplega 380 millj.kr. og framlegð 9,6%. Svigrúm hefur skapast til að hefja langþráðar framkvæmdir og þarfar endurbætur á húsnæði leik- og grunnskóla án þess að gert sé ráð fyrir lántöku á árinu 2018. Undanfarin 3 ár hafa skuldir verið greiddar niður og engin ný lán verið tekin. Því hafa skuldir lækkað hratt og er áætlað að skuldahlutfall (A og B hluta) verði 113,8% í árslok 2018 og muni lækka áfram næstu þrjú árin. Skuldahlutfallið er því langt undir 150% viðmiðunarmörkum samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga.
Fjárhagsáætlunin ber þess einkum merki að fjármunum verður forgangsraðað í uppbyggingu skólamannvirkja, stórbætt fjarskipti í dreifbýli og nýjar götur og gangstíga. Rétt er að vekja sérstaka athygli á að álagningarprósentur fasteignagjalda eru lækkaðar nú bæði hvað varðar íbúðarhúsnæði sem og atvinnuhúsnæði þannig að hækkun á fasteignamati leiðir ekki til hækkunar sem annars hefði orðið. Með þessu vill sveitarstjórn gera fyrirtækjum kleift að viðhalda og vonandi auka við starfssemi sína og fasteignaeigendur þurfa ekki að axla frekari birgðar. Einnig er vert að benda á að leikskólagjöld verða ekki hækkuð á milli ára.
Miklar framkvæmdir
Á árinu 2018 er ráðgert að framkvæma fyrir 584 m.kr. Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging á fjölnota matsal við Grunnskóla Borgarness og endurbætur á eldra húsnæði. Útboð mun fara fram í janúarbyrjun og framkvæmdir hefjast í kjölfarið. Á framkvæmdaáætlun til fjögurra ára eru samtals 560 milljónir fráteknar í þessa umfangsmiklu framkvæmd. Ljóst er að endurmeta þarf þá fjárhæð á komandi ári þegar endanleg kostnaðaráætlun liggur fyrir.
Næst stærsta framkvæmdin sem ráðist verður í á árinu er flutningur leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreyki og gerir framkvæmdaáætlun ráð fyrir samtals 160 milljónum króna í þá framkvæmd sem dreifist á tvö ár.
Stærsta nýja verkefnið á framkvæmdaáætlun er lagning ljósleiðara í dreifbýli en frumhönnun og kostnaðarmati er þegar lokið. Sveitarfélagið mun leggja allt að 100 milljónum árlega í verkefnið á næstu þremur árum, samtals 300 milljónir. Því til viðbótar má reikna með árlegu framlagi úr Fjarskiptasjóði sem á næsta ári nemur um 36 milljónum. Með ljósleiðara verður gerð veruleg bragarbót á búsetuumhverfi í dreifbýli og vonir standa til að ráðist verði í sambærilegt átaksverkefni ríkis og sveitarfélaga á næstunni er varðar lagningu 3 fasa rafmagns.
Auknir fjármunir verða lagðir í gatnagerð á næstu árum vegna nýrra lóða í Bjargslandi og á Hvanneyri, samtals 80 milljónir á næstu 4 árum.
Auk ofangreindra þátta er auknum fjármunum varið til endurbóta og viðhalds á ýmsum fasteignum og öðrum eignum, götum, gangstéttum og búnaði í umsjón sveitarfélagsins.
Borgarbyggð er heilsueflandi samfélag. Áhersla verður lögð á að að bæta göngu- og hjólastíga í samræmi við niðurstöður íbúaþings um heilsueflandi samfélag og eru 15 milljónir á framkvæmdaáætlun í þau verkefni, meðal annars stíg upp að Hamri. Þá verður ráðist í endurnýjun á gervigrasvellinum í Borgarnesi en sú framkvæmd kostar um 15 milljónir. Frístundakort verður áfram í boði í Borgarbyggð á árinu 2018, annað árið í röð. Framlag fyrir hvert barn á aldrinum 6-18 ára verður samtals 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja til þess að öll börn og ungmenni taki þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð, óháð efnahag.
Bjart framundan
Fjárhagsstaða Borgarbyggðar er sterk. Samstarfsverkefni sveitarstjórnar Borgarbyggðar, Brúin til framtíðar, sem ráðist var í af sveitarstjórn á árinu 2015, fjölþættar aðhaldsaðgerðir, eignasala og hagstæðar ytri aðstæður hafa m.a. leitt til þessarar jákvæðu stöðu. Nú er lag til að styrkja innviði enn frekar eins og framkvæmdaáætlun ber merki. Það er von okkar að góð samstaða verði í samfélaginu um þau stóru verkefni sem um ræðir. Mikilvægt er að ljúka þessum verkefnum farsællega sem snúa að því að bæta aðstöðu í leik- og grunnskólum og að þeim loknum verður hægt að hefja endurbætur á öðrum mikilvægum sviðum, t.a.m íþróttamannvirkjum.
Að lokum vilja undirrituð þakka starfsmönnum Borgarbyggðar fyrir þá miklu vinnu sem liggur í framlagðri fjárhagsáætlun. Ljóst að þjónustustig sveitarfélagsins er áfram mjög hátt á mörgum sviðum. Við þökkum sveitarstjórn allri fyrir gott samstarf.“

Lögð var fram tillaga um að álagning fasteignaskatts í Borgarbyggð 2018 verði:
0,45% af fasteignamati skv a-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,32% af fasteignamati skv. b-lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
1,55% af fasteignamati skv. c lið 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga um að lóðaleiga í Borgarbyggð 2018 verði 1,5% af fasteignamati íbúðarhúsalóða og 2,0% af fasteignamati annarra lóða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir ljósritun, afrit og skönnun.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir skólagjöld í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að reglum um greiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum..
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá vegna skólamálsverða í grunnskólum Borgarbyggðar
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að reglum um systkinaafslátt.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir frístund í íþrótta- og tómstundaskólanum
Tillagan var samþykkt samhljóða
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, mótttöku og flokkun sorps í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um leyfisgjald fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Álftaneshrepps.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða
Lögð var fram tillaga að reglum og gjaldskrá fyrir gámasvæði að Sólbakka 29
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá félagsheimila.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Hjálmakletts.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlunin í heild var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GAJ, HHH, BBÞ, GAE, RFK.

 

Í lok fundar tilkynnti Ragnar Frank að hann sé að láta af störfum sem sveitarstjórnarfulltrúi þar sem hann er að hefja störf hjá sveitarfélaginu.

Forseti færði Ragnari blómvönd með þakklæti fyrir vel unnin störf í sveitarstjórn.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:56