163-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 163

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. desember 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi, Heiða Dís Fjeldsted varamaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórunn Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi foreldra og Skorradalshrepps, Kristín Gísladóttir fulltrúi leikskólastjóra, Theodóra Þorsteinsdóttir fulltrúi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra nemenda í Tónlistarskólanum.

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Umræða um fjárhagsáætlun 2018, opnunartíma íþróttamannvirkja og gjaldskrár.
Einnig samanburður á kostnaði við leikskóla og grunnskóla á árinu 2016 úr árbók sveitarfélaga 2017.
Rætt um fjárhagsáætlun fyrir árið 2018. Gjaldskrár verða almennt hækkaðar um 1,5%. Byggðarráð hefur ákveðið að gjaldskrá leikskóla skuli vera óbreytt.
Nefndin leggur til að opnunartími sundlaugarinnar á Kleppjárnsreykjum verði lengdur á næsta ári til eins árs. Bætt verði við klukkutíma í kvöldopnun og sunnudagsopnun tekin upp frá kl. 13.00 – 18.00. Skoða þarf sumaropnunina sérstaklega og að hún verði samræmd opnuninni á Varmalandi. Viðhaldsféð hækkar töluvert á árinu 2018. Einnig hefur fé í viðhald lóða verið aukið. Rætt um nýframkvæmdir á árinu 2018 sem eru töluverðar og þá sérstaklega við Grunnskólann í Borgarnesi og á Hnoðrabóli. Að lokum var mikilvægi aðhalds í rekstri undirstrikað sem grunn undir þær nýframkvæmdir sem farið verður í.
 
2.   Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum – 1705010
Skipun bygginganefndar Hnoðrabóls – erindisbréf og næstu skref
Ný bygginganefnd Hnoðrabóls mun nú taka til starfa þann 6. des. Í henni sitja Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Magnús Smári Snorrason og Guðveig Eyglóardóttir og mun Gísla Karel fráfarandi sviðsstjóri framkvæmdarsviðs vera starfsmaður nefndarinnar. Reiknað er með 100 milljónum í framkvæmdir á árinu 2018 og 60 milljónum árið 2019.
 
3.   Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir – 1611257
Viðbygging og endurbætur við Grunnskólann í Borgarnesi – staða mála
Undirbúningur útboðs er að ljúka og búið er að kostnaðarmeta nýbyggingu og endurbætur við húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi. Ríkiskaup munu sjá um að bjóða verkið út nú í desember.
 
4.   Niðurstöður samræmdra prófa 2013-2017 – 1711112
Samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í íslensku og stærðfræði
Niðurstöður samræmdra prófa í grunnskólum Borgarbyggðar á árunum 2013-2017 lagðar fram. Lögð er áhersla á að samræmd könnunarpróf séu nýtt með nemendum, foreldrum og kennurum til að veita endurgjöf og breyta kennsluháttum ef þess er þörf. Mikilvægt er að prófin séu notuð til stefnumótunar, samhliða öðru námsmati og innra mati, til að móta áherslur í kennslu og bæta velferð nemenda. Ekki er mælt með því að einstakar niðurstöður úr samræmdum könnunarprófum séu notaðar til að bera saman skóla þar sem aðstæður skóla eru ólíkar og eins getur frammistaða verið mjög breytileg á milli ára hjá einstaka skóla. Rætt var um skólastefnu og lestrarstefnu Borgarbyggðar og eftirfylgd með þeim. Meðal annars var rætt um verklagsferla vegna heimalesturs nemenda. Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að kennarar og foreldrar hafi háar væntingar til árangurs nemenda og að nemendur séu hvattir til að standa sig vel í námi. Nefndin væntir þess að námsárangur nemenda í Borgarbyggð verði yfir landsmeðaltali í öllum greinum og árgöngum á næstu árum.
 
5.   Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar – 1711075
Endurskoðun á íþrótta- og tómstundastefnu Borgarbyggðar
 
Gestir
Pálmi Blængsson – 16:00
Núverandi stefna Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum er frá árinu 2012 og því komin tími á endurskoðun hennar. Nefndin leggur til að fulltrúar frá UMSB og fræðslunefnd myndi stýrihóp sem sér um endurskoðun stefnunar í samráði við íbúa. Drög að erindisbréfi verði lögð fyrir fræðslunefnd á næsta fundi. Reiknað er með að hópurinn ljúki störfum í apríl 2018.
 
6.   Ungmennaráð – samtal – 1705118
Umræða um fjárhagsáætlun 2018 við Ungmennaráð Borgarbyggðar
 
Gestir
Ungmennaráð Borgarbyggðar – 16:00
Ungmennaráð Borgarbyggðar voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var um félagslíf í skólum í Borgarbyggð, íþróttir og tómstundir. Nefndin leggur áherslu á samráð við Ungmennaráð og að það sé nýtt sem umsagnaraðili í þeim málum sem varða ungmenni í Borgarbyggð.
 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00