162-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 162

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 7. nóvember 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

 

Einnig sátu fundinn Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fulltrúi skólastjórnenda grunnskóla, Þórunn Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi foreldra og Skorradalshrepps, Kristín Gísladóttir fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Hjaltadóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir fulltrúi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Dóra Erna Ásbjörnsdóttir fulltrúi tónlistarskólakennara.

 

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Umræða um fjárhagsáætlun 2018.
Rætt var um rekstur þeirra stofnana sem heyra undir fræðslunefndina. Víða er verið að bæta í búnaðar- og tölvukaup og einnig á að sinna viðhaldi vel. Rætt um opnunartíma íþróttamannvirkja og ákveðið að skoða heildstætt opnunartíma sundlauga í Borgarbyggð. Einnig var rætt um frístundastyrk og nýtingu þeirra. Framkvæmda- og fjárfestingaráætlun var lögð fram og kynnt. Helstu framkvæmdir á næstu árum verða viðbygging og endurbætur í Grunnskólanum í Borgarnesi og nýbygging húsnæðis fyrir leikskólann Hnoðraból. Einnig er gert ráð fyrir endurbótum á húsnæði Grunnskóla Borgarfjarðar á næstu árum. Farið var yfir gjaldskrár og ákveðið að fá samanburð á leikskólagjöldum á landinu fyrir næsta fund nefndarinnar.
Lagt fram
2.   Starfsáætlanir skóla og tómstundamála 2017-2018 – 1710046
Starfsáætlanir skóla og tómstundamála ásamt umsögnum skóla og foreldraráða lagðar fram.
Starfsáætlanir skóla og umsagnir skólaráða/foreldraráða lagðar fram.
Áhersla skólanna er á teymiskennslu í læsi, stærðfræði og náttúrufræði veturinn 2017-2018 og kom fram hjá fulltrúa kennara í grunnskólum að mikilvægt sé að skólarnir búi yfir fjölbreyttum kennslugögnum. Gert er ráð fyrir auknu fjármagni í kennslu- og búnaðarkaup á árinu 2018.
Nefndin lýsir ánægju sinni með áætlanirnar sem endurspegla metnað í starfi skólanna.
Lagt fram
3.   Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017 – 1705124
Staða hönnunar á Hnoðrabóli
Rætt um málefni Hnoðrabóls. Bréf hafa borist frá foreldrum á Hnoðrabóli og foreldraráði Andabæjar um byggingu og staðsetningu leikskólans.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar leggur til að horfið verði frá þeim áætlunum að framkvæmdir vegna nýs leikskóla verði í og við íþróttamannvirki á Kleppjárnsreykjasvæði. Þá hvetur nefndin byggðarráð og sveitarstjórn til þess að taka af skarið hið fyrsta varðandi framtíðar fyrirkomulag skólamannvirkja á Kleppjárnsreykjum. Að í þeirri vinnu verði gætt að því að ekki verði spillt núverandi aðstöðu til íþróttaiðkunar á svæðinu og að hugað verði að mögulegri uppsetningu sparkvallar samhliða vinnu við skipulag leik- og grunnskólalóðar og hönnun og endurbótum á skólamannvirkjum. Þá telur fræðslunefnd mikilvægt að horft verði til framtíðar þegar að staðsetning fyrir skólann er valin og að heildstætt mat fari fram á svæðinu með þarfir skóla- og íþróttastarfs á Kleppjárnsreykjasvæðinu að leiðarljósi. Fræðslunefnd leggur þunga áherslu á að fengin verði niðurstaða í málið hið fyrsta svo hægt verði að hefja framkvæmdir við nýtt leikskólahúsnæði fyrir starfsemi leikskólans Hnoðrabóls.
4.   Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016 – 1611375
Bókun 1 – staða mála
Farið yfir samantekt samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara á niðurstöðum í lokaskýrslum sveitarfélaga og umbótaáætlunum grunnskóla vegna úrvinnslu bókunar 1 með kjarasamningi aðila. Einnig yfir niðurstöður úr samtali við kennara í Borgarbyggð. Nefndin leggur áherslu á að unnið sé að úrbótum samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar voru.
5.   Viðhorfskönnun – Sumarfjör og Vinnuskóli – 1709077
Niðurstöður viðhorfskannana um Sumarfjör og Vinnuskóla
Farið yfir niðurstöður viðhorfskannana um starf Sumarfjörs og Vinnuskólans. Fram kemur að meirihluti svarenda var ánægður með tímalengd námskeiða, innihald þeirra og fjölbreytni og töldu að barnið sitt hafa skemmt sér vel í Sumarfjörinu. Dræm þátttaka var í könnun um starf Vinnuskólans en flestir svarenda töldu starfstíma Vinnuskólans henta barni sínu vel og að því hafi liðið vel í skólanum. Fram kom að undirbúningur og skipulag verkefna hefði mátt vera betra. Niðurstöðurnar verða hafðar til hliðsjónar við skipulag starfsins sumarið 2018.
Lagt fram

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00