161-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 161

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 17. október 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi, Heiða Dís Fjeldsted varamaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Þórunn Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi foreldra og Skorradalshrepps, Kristín Gísladóttir fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Hjaltadóttir fulltrúi leikskólakennara, Jóhanna Marín Björnsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Theodóra Þorsteinsdóttir fulltrúi Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir fulltrúi tónlistarskólakennara og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra barna í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Dagskrá:

 

1.   Ályktun um stöðu barna – 1710019
Ályktun um stöðu barna
Ályktun Félags stjórnenda í leikskólum lögð fram. Nefndin fagnar því að hátt hlutfall leikskólakennara starfi í leikskólum Borgarbyggðar og að þar sé hár starfsaldur og lítil starfsmannavelta. Nefndin tekur undir að mikilvægt sé að skoða það rými sem hverju barni er ætlað.
Lagt fram

Ályktun um stöðu barna

Bréf til skólanefnda

2.   Ársskýrslur leikskóla 2016-2017 – 1709079
Kynning á ársskýrslum Andabæjar og Hnoðrabóls.
Gestir
Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri Hnoðrabóls – 15:05
Ástríður Guðmundsdóttir starfandi leikskólastjóri Andabæjar – 15:40
Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri Hnoðrabóls kynnti ársskýrslu leikskólans fyrir veturinn 2016-2017. Hún fór yfir helstu áherslur í starfi og verkefni vetrarins.
Ástríður Guðmundsdóttir starfandi leikskólastjóri Andabæjar kynnti ársskýrslu leikskólans og helstu áherslur vetrarins 2016-2017.
Nefndin þakkar góða yfirferð yfir skýrslurnar sem sýna vel það metnaðarfulla starf sem fram fer innan leikskólanna.
Andabær – ársskýrslaHnoðraból – ársskýrsla
3.   Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017 – 1705124
Staða á nýbyggingu fyrir leikskólann Hnoðraból
Formaður fór yfir stöðu nýbyggingar fyrir leikskólann Hnoðraból. Verið er að vinna að hönnun leikskólans á því svæði á Kleppjárnsreykjum sem skipulagt er fyrir skóla og aðra þjónustu. Formaður upplýsir nefndina um að fallið hefur verið frá því að fara í aðalskipulagsbreytingu á íbúðahverfinu. Fræðslunefnd hvetur byggðarráð til að vinna hratt og örugglega að framgangi málsins.
4.   Viðbygging við leikskólann Ugluklett – 1710045
Erindi v. viðbyggingar við leikskólann
Erindi leikskólastjóra Uglukletts lagt fram um viðbyggingu við leikskólann þar sem bent er á að lóðin bjóði auðveldlega uppá möguleika til að byggja fjórðu deildina við leikskólann. Nefndin tekur undir að skoða þurfi vel þörf á fjölgun leikskólarýma í Borgarnesi. Forgangsverkefni næsta árs verður nýbygging fyrir Hnoðraból og að ljúka því verki áður en ráðist er í frekari framkvæmdir.
Lagt fram
5.   Sumarlokun leikskóla 2018 – 1710047
Fyrirkomulag sumarlokunar leikskóla 2018
Samþykkt sveitarstjórnar frá því í fyrra rædd þar sem reiknað var með að sumarlokun 2018 í Borgarnesi yrði í tvær vikur. Leikskólastjórar leggja til að sumarleyfi leikskólanna skarist sumarið 2018. Með því móti er verið að koma til móts við atvinnulífið og fjölskyldur í Borgarnesi. Nefndin tekur undir tillögu leikskólastjóra og vísar henni til sveitarstjórnar.
Lagt fram
6.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Umræða um fjárhagsáætlun 2018
Fyrstu drög að fjárhagsáætlun 2018 lögð fram til kynningar.
Lagt fram
7.   Á ég að gera það? – Skólaþing sveitarfélaga 2017 – 1710033
Skólamálaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Dagskrá skólamálaþings Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar. Nefndarmenn, skólastjórnendur og kennarar hvattir til að taka þátt.
Lagt fram

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00