160-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 160

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 26. september 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Heiða Dís Fjeldsted varamaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Þórunn Kjartansdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi foreldra og Skorradalshrepps, Kristín Gísladóttir fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Hjaltadóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir fulltrúi Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra barna í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

 

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun 2018 – 1706078
Fjárhagsáætlun 2018 til umræðu
Farið yfir tímaáætlun fyrir fjárhagsáætlunargerðina. Einnig skiptingu á milli málaflokka og helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Reiknað er með 6,5% hækkun launa og 3% hækkun á öðrum liðum.
Verið er að vinna að launaáætlun og verður hún send forstöðumönnum í lok þessarar viku. Tekjur eru að skila sér vel það sem af er árinu og sex mánaðar uppgjör er á pari við áætlun. Gert er ráð fyrir endurnýjun á tölvum og búnaði á hverju ári í skólum. Einnig þarf að skoða vel umhirðu á skólalóðum.
2.   Ársskýrslur leikskóla 2016-2017 – 1709079
Ársskýrslur leikskóla 2016-2017 lagðar fram
Gestir
Kristín Gísladóttir – 15:21
Steinunn Baldursdóttir – 15:30
Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts kynnti ársskýrslu skólans. Hún fór yfir tölulegar upplýsingar, niðurstöður sjálfsmats og helstu verkefni vetrarins.
Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri Klettaborgar kynnti einnig ársskýrslu Klettaborgar. Hún fór einnig yfir tölulegar upplýsingar, leiðarljós og gildi skólans, niðurstöður sjálfsmats og helstu verkefni.
Báðir leikskólarnir eru vel mannaðir fagfólki og eru leikskólakennarar í rúmlega helming stöðugilda. Nefndin þakkar stjórnendum áhugaverða yfirferð yfir metnaðarfullt starf leikskólanna.
Andabær – Ársskýrsla

Hnoðraból – Ársskýrsla

Hraunborg – Ársskýrsla

Klettaborg – Ársskýrsla

Ugluklettur – Ársskýrsla

3.   Úttekt á skólalóðum – 1707018
Úrbótaáætlun lögð fram í kjölfar úttekta á skólalóðum í Borgarbyggð
Gestir
Kristján Finnur Kristjánsson – 16:00
Kristján Finnur Kristjánsson verkefnastjóri framkvæmdarsviðs kynnti úrbótaráætlun með kostnaðarmati sem unnin er í kjölfar úttektar BSI á skólalóðum. Í áætluninni er úrbótum forgangsraðað eftir áhættu og öryggi barna. Umhverfis- og skipulagssviði falið að funda með skólastjórnendum um úrbæturnar. Kostnaðarmati vísað til gerð fjárhagsáætlunar 2018.
4.   Mataráskrift í grunnskólum Borgarbyggðar – 1709076
Tillaga að samræmdri mataráskrift í grunnskólum Borgarbyggðar
Tillaga að samræmdri mataráskrift í grunnskólum Borgarbyggðar lögð fram og rædd. Ákveðið að fela fjármálasviði að samræma áskriftartímabil mataráskriftar í grunnskólunum.
5.   Ársskýrslur grunnskóla 2016-2017 – 1708148
Sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans í Borgarnesi lögð fram

Sjálfsmatsskýrsla Grunnsk. í Borgarnesi

Sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans í Borgarnesi 2016-2017 lögð fram.
6.   Viðhorfskönnun – Sumarfjör og Vinnuskóli – 1709077
Tillaga að viðhorfskönnun vegna sumarstarfs barna- og ungmenna
Drög að viðhorfskönnun vegna starfsemi Sumarfjörs og Vinnuskóla lögð fram. Samþykkt að leggja könnunina fyrir í október. Niðurstöður verði kynntar fyrir fræðslunefnd og hafðar til hliðsjónar við skipulag Sumarfjörs og Vinnuskóla sumarið 2018.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00