159-Sveitarstjórn

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 159

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 3. júlí 2017

og hófst hann kl. 17:00

 

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Dagskrá:

 

Forseti sveitarstjórnar kannaði í upphafi fundar hvort einhverjar athugasemdir væru uppi um boðun fundarins, sem er aukafundur,og lögmæti. Engar athugasemdir komu fram.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að fundurinn yrði lokaður og umræður ekki hljóðritaðar.
Samþykkt samhljóða.
1.   Borgarbraut 57 – 59 – bréf – 1706102
Framlagt bréf Nordic lögfræðiþjónustu dags. 26.6.2017 varðandi tafir á framkvæmdum á Borgarbraut 57 og 59.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram svohljóðandi tillögu að bókun.

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur móttekið bréf Nordik lögfræðiþjónustu dags. 26. júní 2017 sem sent er fyrir hönd Húsa og lóða ehf., þar sem sett er fram krafa félagsins á hendur sveitarfélaginu um skaðabætur á þeim grundvelli að deiliskipulag og byggingarleyfi vegna lóða að Borgarbraut 57-59 Borgarnesi hafi verið felld úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis – og auðlindamála.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hafnar alfarið bótakröfum sem Nordik lögfræðiþjónusta setur fram í fyrrgreindu bréfi og telur þær ekki eiga sér stoð. Sveitarstjórnin mótmælir því sérstaklega að undirbúningi að útgáfu umræddra byggingarleyfa hafi verið ábótavant og hafnar með öllu að sveitarfélagið beri ábyrgð á meintu tjóni umbjóðanda þíns vegna dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum að Borgarbraut 57-59.“

Til máls tóku allir fundarmenn.

Bókunin samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20