159-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 159

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 5. september 2017 og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi Skorradalshrepps, Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Guðbjörg Hjaltardóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra, Dóra Erna Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara Tónlistarskólans og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.

 

Dagskrá:

 

1.   Verklagsreglur vegna áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd Borgarbyggðar – 1606034
Hlutverk áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd
Farið yfir verklagsreglur fræðslunefndar vegna áheyrnarfulltrúa í nefndinni og helstu hlutverk þeirra. Einnig var brýnt fyrir fulltrúum að hafa gott samráð við bakland sitt.
2.   Klettaborg – stækkun og lóð, minnisblað – 1610056
Þarfagreining lögð fram.
Minnisblað frá hönnuði með þarfagreiningu á húsnæði Klettaborgar lagt fram. Þarfagreiningin leiðir í ljós að þörf er á viðhaldi og endurbótum á húsnæði ásamt viðbyggingu að stærð 200 femetra. Reiknað er með fjölgun barna um 20 á ungbarnadeild. Lóð leikskólans þarfnast einnig viðhalds á næstu árum. Gróflega má áætla að framkvæmdir kosti um 80 milljónir.
3.   Ársskýrsla Tónlistarskóla Borgarfjarðar 2016-2017 – 1708149
Ársskýrsla Tónlistarskóla Borgarbyggðar veturinn 2016-2017 kynnt.
Gestir
Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar – 15:15
Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar kynnti ársskýrslu Tónlistarskólans. Hún fór yfir helstu verkefni skólaársins 2016-2017, fjölda nemenda og kennara. Einnig gerði hún grein fyrir þeim viðburðum sem Tónlistarskólinn tók þátt í sl. vetur. Að lokum fór hún yfir framkvæmdir við húsnæðið og helstu atriði í tengslum við afmæli Tónlistarskólans nú í september. Kjarasamningar voru gerðir á starfsárinu og var hækkun launa töluverð.
4.   Ársskýrslur grunnskóla 2016-2017 – 1708148
Ársskýrslur Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskólans í Borgarnesi 2016-2017 kynntar.
Gestir
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar – 15:30
Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi – 16:00
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar kynnti ársskýrslu og sjálfsmatsskýrslu skólans. Hún fór yfir helstu áherslur í starfinu veturinn 2016-2017, starfsmannafjölda og nemendafjölda. Nemendum hefur fjölgað nokkuð frá síðasta ári. Einnig fór hún yfir starfsáætlun vetrarins og mat á starfinu í sjálfsmatsskýrslu. Niðurstöður úr Skólapúlsi koma þar fram. Að lokum ræddi hún um áherslu skólans á árangur nemenda.
Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi kynnti ársskýrslu skólans. Hún gerði grein fyrir fjölda nemenda, kennara og annars starfsfólks og helstu áherslur í skólastarfinu sl. vetur. Hún fjallaði m.a. um teymiskennslu, valáfanga o.fl. sem fram kemur í skýrslu skólans. Ársskýrslur skólanna eru aðgengilegar á heimasíðum þeirra. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum góða kynningu á því metnaðarfulla starfi sem fram fer í grunnskólum Borgarbyggðar.
5.   Starfsáætlun fræðslunefndar veturinn 2017-2018 – 1708150
Gerð starfsáætlunar fræðslunefndar fyrir veturinn 2017-2018.
Drög að starfsáætlun nefndarinnar lögð fram og rædd.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00