158-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 158

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi,  

og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður, Sigurður Guðmundsson varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra (2017) – 1701103
Gunnlaugur A Júlíusson flutti skýrslu sveitarstjóra

Sveitarstjórnarfundur 8. júní 2017

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 157 – 1705004F
Fundargerð 157. fundar sveitarstjórnar framlögð
3.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 415 – 1705006F
Fundargerð 415. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

3.1 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.2 1704170 – Minkaveiðar í Norðurá – erindi
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.3 1705023 – Ársreikningur Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.4 1705026 – Styrkur frá Sprotasjóði 2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.5 1705044 – Erindi vegna umferðar dýra við Vallarás
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.6 1705041 – Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf – fundarboð 2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.7 1705053 – Borgarfjarðarbrúin – hópar og heimsmynd, ráðstefna – styrkumsókn
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.8 1406134 – Skotæfingasvæði – drög að deiliskipulagi, Skotfélag Vesturlands
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.9 1705094 – Leikskóladvöl frá því að fæðingarorlofi lýkur
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.10 1705133 – Safnahús Borgarfjarðar – Gjöf v. 150 ára afmælis.
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.11 1705123 – Bókanir frá hátíðarfundi sveitarstjórnar – framgangur
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.12 1605008 – Plastpokalaus Borgarbyggð.
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.13 1705054 – Drög að reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns til umsagnar
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.14 1705056 – Ársreikningur félags iðnaðarmanna 2016
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.15 1705121 – Bréf dags. 29.3.2017 v. Arnarholt.
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.16 1704190 – Kveldúlfsgata 29 – umsókn um lóð
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.17 1705120 – Hvítárholt lnr. 218422 – stofnun lóðar, Hvítárholt 2
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.18 1705119 – Afskrift á útistandandi kröfum
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.19 1705125 – Ljósleiðari 2017 – Reykholtsdalur
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.20 1705126 – Ljósleiðari, Andakíll – Skorradalur
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.21 1705131 – Tillaga vegna lántöku hjá NIB
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.22 1705127 – Sala eigna 2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.23 1705132 – Borgarbraut 65a – 6. bæð, breytingar
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.24 1705043 – Lyngbrekka – ósk um áframhaldandi leigu og viðhald.
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.25 1705092 – Íbúðir á Varmalandi – tilboð
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.26 1705090 – Frá nefndasviði Alþingis – 190. mál til umsagnar til ungmennaráða sveitarfélaganna
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.27 1705035 – Frá nefndasviði Alþingis – 190. mál til umsagnar
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.28 1705036 – Til umsagnar 439. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.29 1705037 – Frá nefndasviði Alþingis – 438. mál til umsagnar
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.30 1705122 – Ráðninganefnd Borgarbyggðar – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.31 1705124 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.32 1705020 – Fundargerð nr. 186
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.33 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.34 1705128 – Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 24.4.2017
Afgreiðsla 415. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 416 – 1705012F
Fundargerð 416. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4.1 1705163 – Viðbygging Grunnskólans í Borgarnesi – áætlanir
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.2 1502085 – Mótorsportfélag Borgarfjarðar
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.3 1612016 – Golfklúbbur Borgarness – umsókn um rekstrarstyrk 2017 – 2023
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.4 1705152 – Bjössatorg – tillögur
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.5 1705162 – Íbúakosning um skotsvæði
Tillaga frá 157. fundi sveitarstjórnar lögð fram til afgreiðslu.

„Lagt er til að íbúakosning, í samræmi við 107. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fari fram vegna staðsetningar skotæfingasvæðis í landi Hamars við Bjarnhóla. Ljóst er að skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um þessa staðsetningu, skrifleg mótmæli hafa borist auk undirskriftalista, Skógræktarfélag Borgarfjarðar, Hestamannafélagið Skuggi og Umsjónarnefnd Einkunna hafa lýst andstöðu sinni en þessi félög nýta fólkvanginn allt árið um kring til útivistar. Íbúakosningin færi fram eins fljótt og auðið er og boðað yrði til hennar með amk fjögurra vikna fyrirvara.
Með því að bjóða upp á íbúakosningu um málið myndi koma í ljós hver afstaða meirihluta íbúa gagnvart málinu er og þannig verða íbúar virkari þátttakendur í mótun Borgarbyggðar sem samfélags og fá greiðari aðgang að ákvarðanatöku sem varðar þeirra umhverfi og velferð.“

Tillagan felld með 6 atkv. gegn 3 (GJ, MSS, FL)

Til máls tóku MSS, FL, BBÞ, RFK, GJ, GE, GAJ, JEA, GJ, JEA, FL, RFK, GJ, BBÞ, SGB, SG, MSS, GJ, BBÞ, JEA.

Geirlaug lagði fram eftirfarandi bókun ásamt Magnúsi Smára:
„Undirrrituð lögðu fram tillögu um íbúakosningu vegna þess hve skiptar skoðanir eru á meðal íbúa um þessa staðsetningu fyrir skotæfingasvæði. Í 108. grein sveitarstjórnarlaga kemur fram að ef minnst 20% af þeim sem kosningarrétt eiga í sveitarfélagi óska almennrar atkvæðagreiðslu skal sveitarstjórn verða við því eigi síðar en innan árs frá því að slík ósk berst. Mikilvægt er að íbúar séu meðvitaðir um þennan rétt.
Við teljum að mikilvægt sé að hefja vinnu við gerð upplýsinga- og lýðræðisstefnu svo hægt sé að fjölga tækifærum íbúa til að taka þátt í ákvarðanatöku fyrir samfélagið en íbúakosningar eru ein leið til þess.“

Forseti bar upp eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að halda áfram þeirri skipulagsvinnu á umræddu svæði í Hamarslandi sem átt hefur sér stað og felur umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd að halda utan um næstu skref í anda þeirrar bókunar sem samþykkt var í byggðarráði á fundi nr. 414 og snertir aðstöðu fyrir Skotfélag Vesturlands“.

Tillagan var samþykkt með 5 atkv. gegn 2 (SGB, FL). 2 sátu hjá (GJ, MSS).

 

4.6 1705158 – Salernismál hjá Glanna og fl.
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.7 1705156 – Aðalfundur 31.5.2017
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.8 1705159 – Ferjukot lnr. 135034 – stofnun lóðar, Ferjukot 4.
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.9 1703072 – Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.10 1611375 – Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.11 1705161 – Unglingalandsliðmenn – styrkbeiðni
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.12 1705174 – Reglur um bann við netaveiði á göngusilungi – bréf
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.13 1705169 – Daníelslundur – sorpílát, beiðni
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.14 1705165 – Til umsagnar 206. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.15 1705166 – Til umsagnar 407. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.16 1705167 – Til umsagnar 408. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.17 1705124 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.18 1705150 – Fundargerð Eldriborgararáðs dags. 18.5.2017
Afgreiðsla 416. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 417 – 1705013F
Fundargerð 417. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.1 1604084 – Saga jarðvangur
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.2 1705189 – Tímabundin salernisaðstaða á áningarstöðum Vegagerðarinnar
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.3 1705193 – Hvanneyrarhátíð 2017 – styrkumsókn
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.4 1705188 – Viðauki við fjárhagsáætlun 2017
„Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017. Í tillögunni er gert ráð fyrir að skatttekjur aukist um 18,5 millj og tekið er tillit til 12,1 millj styrks vegna lagningar ljósleiðara. Þá er gert ráð fyrir hækkun kostnaðar vegna launa sveitarstjórnar og byggðarráðs sem er um 3,6 millj og vegna nýrra kjarasamninga í fræðslumálum sem er um 101 millj en á móti kemur að í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir 71, 5 millj á liðnum óreglulegir liðir sem kemur að hluta á móti þessari hækkun. Þá er gert ráð fyrir hækkun á ýmsum öðrum kostnaði fyrir 29,9 millj . Samtals er því gert ráð fyrir að tekjur sveitarfélagsins hækki um 30,6 millj, launaliðir hækki um 33,1 millj og annar kostnaður um 29,9 millj.“

Samþykkt samhljóða.

 

5.5 1612016 – Golfklúbbur Borgarness – umsókn um rekstrarstyrk 2017 – 2023
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GJ, BBÞ,

 

5.6 1705194 – Styrkir til greiðslu fasteignaskatts félaga og félagasamtaka
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.7 1702118 – Þjónusta sveitarfélagsins – bréf frá félagi frístundasvæðis Þórdísarbyggð
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.8 1705184 – Heilsueflandi samfélag – samstarfssamningur
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

GJ, SGB, GJ,

 

5.9 1705198 – Upplýsinga- og lýðræðisstefna
Lagt fram erindisbréf fyrir upplýsinga – og lýðræðisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

Forseti lagði fram tillögu um eftirfarandi til setu í upplýsinga – og lýðræðisnefnd.

Formaður: Magnús Smári Snorrason, varamaður hans Inga Björk Bjarnadóttir
Varaformaður: Silja Eyrún Steingrímsdóttir, varamaður hennar Björn Bjarki Þorsteinsson
Aðrir:Helgi Haukur Hauksson, varamaður hans Hjalti Rósinkrans Benediktsson
Rúnar Gíslason, varamaður hans Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir.

SAmþykkt samhljóða.

Til máls tóku JEA, FL, GE,

 

5.10 1705192 – Til umsagnar 289. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.11 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.12 1705191 – Fundargerð 850. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.13 1705124 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017
Afgreiðsla 417. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 156 – 1705003F
Fundargerð 156. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.1 1705026 – Styrkur frá Sprotasjóði 2017
Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, MSS,

 

6.2 1611375 – Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016
Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

6.3 1705116 – Lestrarstefna Borgarbyggðar
Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

6.4 1705118 – Ungmennaráð – samtal
Afgreiðsla 156. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók JEA, BBÞ,

 

7.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 73 – 1705014F
Fundargerð 73. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 73. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.2 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Afgreiðsla 73. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.3 1704005 – Fundir með – samráð við þjónustuþega.
Afgreiðsla 73. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.4 1705197 – Húsnæðismál
Afgreiðsla 73. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 51 – 1706001F
Fundargerð 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Jónína Erna Arnardóttir formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.1 1706012 – Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022 – endurskoðun
Á fundi sínum þann 7. Júní sl. þá bókaði Umhverfis, skipulags og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar eftirfarandi:
„Vegna samfélagsbreytinga og endurtekinna vandkvæða sem hefur komið í ljós við núverandi aðalskipulag leggur Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði undirbúningur á endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar . Nefndin leggur til að skipaður verði starfshópur til að koma málinu af stað.“Sveitarstjórn tekur undir álit USL nefndarinnar og samþykkir því að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun á Aðalskipulagi Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóðaTil máls tók RFK, 
8.2 1703032 – Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir Flatahverfi á Hvanneyri til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 26 maí 2017. Hún felur í sér nýtt deiliskipulag fyrir íbúasvæði og leikskóla í Flatahverfi á Hvanneyri. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

Til máls tóku RFK, GJ,

 

8.3 1612005 – LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 2. mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans.

Samþykkt samhljóða

 

8.4 1703045 – LAVA-hótel Varmalandi – breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmaland. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara fyrir breytingar í 3,2 hektara eftir breytingar. Markmið breytingartillögu er að tryggja atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu á lóð gamla Húsmæðraskólans.

Samþykkt samhljóða

 

8.5 1703021 – Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 01.06.2017. Hún felur í sér að landnotkun verður breytt úr frístundabyggð í verslun og þjónustu á reit sem í gildandi skipulagi er merktur F128. Einnig er unnið að gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Málsmeðferð verði samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

8.6 1705199 – Into the glacier ehf. – nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 01.06.2017. Hún nær yfir svæði fyrir verslun og þjónustu í landi Húsafells 3 við Kaldadalsveg. Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

8.7 1706010 – Aðal- og deiliskipulagsbreyting – Húsafell 3,
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti erindi Ferðaþjónustunnar í Húsafelli dags. 9. maí 2017 þar sem óskað er leyfis til að hefja vinnu við breytingar á aðal- og deiliskipulagi í Húsafelli.

Samþykkt samhljóða

 

8.8 1604104 – Grunnskólinn í Borgarnesi – deiliskipulag
Sveitarstjórn hefur farið yfir innsenda athugasemd Guðrúnar Jónsdóttur forstöðumanns byggðasafns Borgarbyggðar. Eftirfarandi samantekt er afstaða nefndarinnar til athugasemdarinnar: „Vísað er til bréfs Guðrúnar Jónsdóttur, forstöðumanns byggðasafns Borgarbyggðar í tengslum við auglýsta deiliskipulagstillögu dags. 16.01.2017 fyrir lóð grunnskólans og nágrenni. Í deiliskipulagi grunnskólans í Borgarnesi kemur fram að lóðir Gunnlaugsgötu 21 og 21b verði sameinaðar lóð Grunnskólans og mögulega þurfi húsin að víkja fyrir stækkun grunnskólans í framtíðinni. Í bréfinu hvetur Guðrún til varðveislu húsanna og fer fram á að tillagan verði endurskoðuð hvað varðar örlög þessara húsa. Byggingarár húsanna er 1929 og 1936 og því eru húsin utan friðlýstra aldursmarka. Auk þess er aðgengi að húsunum í gegnum lóð grunnskólans og því erfitt að nýta þau sem íbúðarhúsnæði þess vegna. Er ætlunin að selja húsið að Gunnlaugsgötu 21b til flutnings (Veggjahúsið svokallaða) og að því verði fundinn annar staður til frambúðar. Sveitarfélagið hyggst stuðla að því að húsið verði reist á nýjum stað í upprunalegri mynd ef þess er nokkur kostur og tryggja þannig að saga þess og menningararfur haldist. Varðandi húsið að Gunnlaugsgötu 21 (svokallað dýralæknahús), þá liggur fyrir að það er orðið lélegt sem íbúðarhúsnæði og hentar því ekki fyrir starfsemi grunnskólans, enda hefur skólinn ekki haft þar reglulega starfsemi árum saman og lítil not verið af húsinu nema til fundarhalda. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerði eftirlitsúttekt á húsinu árið 2007 og með bréfi dags. 15. apríl 2007 var gerð frekari grein fyrir ástandi hússins, sem þótti vera slæmt. Það er því mat sveitarfélagsins að ekki svari kostnaði að gera húsið upp.“
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir Borgarbyggð skólasvæði þ3. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 16. janúar 2017. Hún felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum, lóð Grunnskólans í Borgarnesi, og lóðum að Skallagrímsgötu 7a og Gunnlaugsgötu 17. Lóð grunnskólans stækkar með sameiningu við lóðir sem áður voru Gunnlaugsgata 21 og 21b.Samþykkt samhljóðaTil máls tók RFK,
8.9 1510102 – Endurskoðun deiliskipulags Bjargsland II svæði 1.
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.10 1705160 – Kveldúlfsgata 29 – breyting aðalskipulags
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – Lýsing – Nýtingarhlutfall götureits á íbúðarsvæði Í5 í Borgarnesi, Kveldúlfsgata 29 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð dags 23.05.2017. Hún tekur til breytingar á nýtingarhlutfalli fyrir götureit innan íbúðarsvæði Í5, Kveldúlfsgata. Nýtingarhlutfall götureits hækkar úr 0,5 í 1,0. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að haldinn verði íbúafundur um málið á sumarmánuðum 2017.

Samþykkt samhljóða

 

8.11 1607015 – Húsafell 1 – byggingarleyfi, stækkun
Sveitarstjórn samþykkir að láta grenndarkynna stækkun á sumarhúsi á lóðinni Húsafell 1, landnr. 176081 fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til eftirtalinna aðliggjandi lóða: Húsafellskirkja, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.

Samþykkt samhljóða

Til máls tóku GJ, JEA,

 

8.12 1607014 – Húsafell 1 – byggingarleyfi, frístundahús
Sveitarstjórn samþykkir að láta grenndarkynna byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhúss á lóðinni Húsafell 1 landnr. 176081 fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til eftirtalinna aðliggjandi lóða: Húsafellskirkja, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.

Samþykkt samhljóða

 

8.13 1705141 – Umhverfisskaði í Andakílsá
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, BBÞ,

 

8.14 1705027 – Malarnámur – framkvæmdaleyfi, umsókn
Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku og vinnslu á malarefni úr eftirtöldum þremur námum í Borgarbyggð. Þær eru staðsettar við Fróðastaði 3.000 m3, Vestan Hítarár 3.000 m3 og Austan við Heydalsveg 3.000 m3. Sveitarstjórn samþykkir að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í fyrrgreindum þremur námum þegar öll tilskilin leyfi og gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða

Til máls tók RFK,

 

8.15 1705200 – Urðarfellsvirkjun lnr. 134495 – framkvæmdaleyfi, umsókn
Sveitarstjórn samþykkir að veita Ferðaþjónustunni á Húsafelli framkvæmdaleyfi fyrir byggingu á inntaksmannirkjum og lagningu fallpípu Urðarfellsvirkjunar miðað við að öll tilskilin leyfi liggi fyrir og gildandi deiliskipulag frá árinu 2014.

Samþykkt samhljóða

 

8.16 1706011 – Umsókn um leyfi til að mála vegg í Borgarnesi
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.17 1705195 – Svarið – Þjónustumiðstöðvar fyrir ferðafólk
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók GE, RFK, JEA,

 

8.18 1705006 – Verndun bæjarlandslags í Borgarnesi
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.19 1401099 – Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.20 1705157 – Umhverfisviðurkenningar 2017
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.21 1704170 – Minkaveiðar í Norðurá – erindi
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.22 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 133
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.23 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 134
Afgreiðsla 51. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.   Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 23 – 1705015F
Fundargerð 23. fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Finnbogi Leifsson formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.1 1704126 – Tilhögun leita og rétta 2017-BSN
Afgreiðsla 23. fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tók JEA.

 

9.2 1705201 – Tímasetning seinni leita 2017
Sveitarstjórn samþykkir tillögu fjallskilanefndar Borgarbyggðar frá 7.júní s.l. um flýtingu seinni leita n.k. haust, og vísar tillögunni til stjórnar fjallskilaumdæmisins , s.b.r. 15.gr. fjallakilasamþykktar fyrir sveitarfélögin Akraneskaupstað,Borgarbyggð,Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp.

Samþykkt samhljóða

 

9.3 1705202 – Fjártölur vegna álagningar fjallskila 2017
Afgreiðsla 23. fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.4 1705203 – Önnur mál fjallskilanefndar
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þeim hluta bókunar er snýr að afnotum af landi undir fjárrétt til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

10.   Jöfnunarsjóður – tekjur v. bankaskatts – 1602009
Afgreiðsla Alþingis á þingskjali 306.
Svveitarstjóri fór yfir lyktir máls á Alþingi og lagði fram svohljóðandi bókun:
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir andstöðu við þá ákvörðun Alþingis frá 1. júní sl. að breyta lögum um tekjustofna sveitarfélaga á þann veg að helmingi þess fjár sem situr í Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna álagningu s.k. bankaskatts verði úthlutað eftir almennum gildandi reglum um jöfnunarsjóðinn og helmingi þess í samræmi við hlutdeild sveitarfélaga í álögðu heildarútsvari á árinu 2016. Fyrir liggur að nokkur undanfarin ár hefur fé safnast upp í sjóðnum ár frá ári í stað þess að því væri úthlutað til sveitarfélaga samkvæmt gildandi reglum hans. Þessi ákvörðun hefur valdið Borgarbyggð fjárhagslegum skaða þar sem úthlutuð framlög úr sjóðnum til sveitarfélagsins hafa verið lægri en gildandi lög og reglur segja til um.
Því felur sveitarstjórn Borgarbyggðar sveitarstjóra að skýra eftir föngum réttarstöðu sveitarfélagsins í þessu sambandi og hefja síðan undirbúning að málshöfðun á hendur Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna þeirra fjárhagslegu áhrifa sem sveitarfélagið hefur orðið fyrir vegna fyrrgreindra aðgerða sjóðsins.“
Samþykkt samhljóða.Til máls tóku RFK, JEA, GAJ,
11.   Kosningar 2017 skv. samþykktum Borgarbyggðar. – 1706020
Kosningar til eins árs skv. samþykktum Borgarbyggðar.
Forseti sveitarstjórnar Björn Bjarki Þorsteinsson, 1. varaforseti Geirlaug Jóhannsdóttir, 2. varaforseti Finnbogi Leifsson.

Saamþykkt samhljóða.

Geirlaug Jóhannsdóttir, Björn Bjarki Þorsteinsson og Guðveig Eyglóardóttir aðalmenn í byggðarráð til eins árs og Magnús Smári Snorrason, Jónína Erna Arnardóttir og Finnbogi Leifsson til vara.

Samþykkt samhljóða

Geirlaug Jóhannsdóttir var kjörinn formaður og Björn Bjarki varaformaður.

Samþykkt samhljóða

b) Ragnar Frank Kristjánsson áheyrnarfulltrúi í byggðarráð og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir til vara.
Samþykkt samhljóða

c) Fulltrúar á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, til eins árs.
Aðalmenn: Helgi Haukur Hauksson, Gunnlaugur A. Júlíusson, Björn Bjarki Þorsteinsson, Geirlaug Jóhannsdóttir, Ragnar Frank Kristjánsson. Til vara: Guðveig Eyglóardóttirt, Hulda Hrönn Sigurðardótttir, Jónína Erna Arnardóttir, Magnús Smári Snorrason, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

Formaður fræðslunefndar: Geirlaug Jóhannsdóttir

Samþykkt samhljóða.

12.   Sumarleyfi sveitarstjórnar 2017 – 1706021
Tillaga um sumarleyfi sveitarstjórnar
Forseti lagði fram tillögu um að sveitarstjórn taki sumarfrí frá fundahöldum til loka júlí og að byggðarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála á meðan fríið varir. Næsti fundur sveitarstjórnar verður því 10. ágúst n.k.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40