158-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 158

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 15. ágúst 2017

og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Geirlaug Jóhannsdóttir formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

 

Að auki sátu fundinn Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét H. Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans, Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra nemenda við tónlistarskólann og Dóra E. Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara við Tónlistarskólann.

 

Dagskrá:

 

1.   Tónlistarskóli Borgarfjarðar – starfið og framkvæmdir veturinn 2017-2018 – 1707055
Kynning á starfi Tónlistarskólans veturinn 2017-2018 og þeim framkvæmdum sem standa yfir á húsnæði hans
Gestir
Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri – 16:00
Níu kennarar verða við skólann í vetur og um 160 nemendur. Aukið samstarf verður við grunnskólana með. Búið er að mála húsnæði skólans að utan og verið er að hefja málningarvinnu innandyra. Tónlistarskóli Borgarfjarðar heldur uppá 50 ára afmælið sitt þann 7. september næstkomandi. Þá stendur til að setja upp sýningu á söngleiknum Móglí sem verður frumsýndur í nóvember. Á sjálfan afmælisdaginn verður opið hús og tónleikar í kirkjunni um kvöldið. Hugmyndum um aukið hlutverk tónlistarskólans var varpað fram, t.d. í formi náms í leiklist og myndlist í tengslum við tónlist.
2.   Fjöldi nemenda og starfsmanna í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar – 1707054
Samantekt á fjölda nemenda, kennara og annars starfsfólks í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar veturinn 2017-2018
Lagt fram. Vel hefur gengið að manna leik- og grunnskóla fyrir veturinn 2017-2018.
3.   Samstarf skólastiga og skóla í Borgarbyggð – 1707053
Í Skólastefnu Borgarbyggðar er lögð áhersla á samstarf þvert á skólastig og milli skóla með sameiginlegri fræðslu og samstarfsverkefnum
Gestir
Signý Óskarsdóttir verkefnastjóri – 16:15
Signý Óskarsdóttir verkefnastjóri kynnti verkefnin Hugarflug og Jafnréttisverkefni í leik- og grunnskólum Borgarbyggðar sem styrkt voru af Sprotasjóði og Jafnréttissjóði Íslands. Verkefnin stuðla að samvinnu skólanna og er markmið þeirra annars vegar að auka nýsköpun í skólastarfi og hins vegar að auka sjálfsmynd barna og ungmenna með markvissum verkefnum. Verkefnunum verður fylgt eftir í vetur.
4.   Umsóknir um styrki til réttindanáms veturinn 2017-2018 – 1707052
Umsóknir starfsmanna Borgarbyggðar um styrki til réttindanáms veturinn 2017-2018 samkvæmt reglum Borgarbyggðar
11 umsóknir lagðar fram um styrk til náms og þrjár umsóknir um launalaust leyfi, þar á meðal ein til náms, ein vegna veikinda og ein vegna trúnaðarstarfa fyrir Kennarasamband Íslands.
Fræðslunefnd mælir með því að umsækjendum verði veitt umbeðin leyfi og vísar umsóknunum til afgreiðslu byggðarráðs samkvæmt reglum um styrki til starfsmanna Borgarbyggðar.
5.   Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2017 – 1705124
Staða húsnæðismála Hnoðrabóls
Formaður bygginganefndar upplýsti nefndina um stöðu mála. Breyting á aðalskipulagi er í vinnslu en verið er að rannsaka hverinn vegna staðsetningu skólans. Hönnuður vinnur að hönnun innra skipulags skólans.
6.   Úttekt á skólalóðum – 1707018
Úttektir á skólalóðum í Borgarbyggð
Skýrslur BSI um ytri úttekt á skólalóðum í Borgarbyggð lagðar fram. Fræðslunefnd tekur undir bókun byggðarráðs um að úrbótaáætlun verði gerð og endurbótum forgangsraðað eftir áhættu.
7.   Grunnskólinn í Borgarnesi – úttekt á húsnæði, skýrsla – 1706027
Lokaskýrsla Eflu um ástand Grunnskólans í Borgarnesi og áætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir
Skýrsla Eflu lögð fram. Verið er að vinna að endurbótum eftir þeirri forgangsröðun sem fram kemur í skýrslunni. Kynningafundur hefur verið boðaður 23. ágúst með kennurum, foreldrum og nemendum um núverandi stöðu húsnæðisins og framkvæmdaáætlun um endurbætur og viðbyggingu kynnt.
8.   Skólaakstur, útboð 2017 – 1606064
Áætlun um eftirlit með skólaakstri í kjölfar útboðs og samningagerðar
Gengið hefur verið til samninga við sex aðila um skólaakstur á grundvelli útboðs. Eknar verða 19 leiðir og hafa bifreiðastjórar verið boðaðir á fund með skólastjórnendum. Tímasettar leiðir munu liggja fyrir í lok vikunnar.
9.   Vinnuskólinn og Sumarfjör 2017 – 1703068
Mat á starfsemi Sumarfjörs og Vinnuskólans 2017
Gestir
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir – 17:00
Pálmi Blængsson – 17:00
Gestir fundarins fóru yfir starf Vinnuskólans í sumar. Einhver fækkun var á þátttöku nemenda í sumar. Sjöunda bekk var gefin kostur á að taka þátt í Vinnuskólanum í tvær vikur sem gafst vel. Huga þarf að skipulagi verkefna fyrir næsta sumar, sérstaklega í garðyrkjunni. Einnig hvort skapandi sumarhópur verði í boði.
Sumarfjörið gekk mjög vel í sumar og mikil ánægja er meðal barna, foreldra og starfsmanna.
10.   Félagsmiðstöðin Óðal – 1608052
Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Óðal veturinn 2017-2018 og félagsmiðstöðvarinnar á Bifröst
Gestir
Pálmi Blængsson – 17:00
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir – 17:00
Starfsemi Óðals hefst í lok ágúst og er búið að ráða tvo starfsmenn af þremur. Opnunartíminn verður óbreyttur frá því í fyrra til að byrja með. Starfsemin verður kynnt í grunnskólunum. Tómstundaakstur verður í boði fyrir þá sem það þurfa. Lítið hefur verið um framkvæmdir í sumar, en til stendur að endurnýja útihurðir, salerni og loftræstingu á næstu dögum. Í kjölfarið verður farið í frekari framkvæmdir. Rætt um upplýsingastreymi um starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og hvaða leiðir eru farnar. Facebook síða Óðals er helsta upplýsingaveitan.
11.   Starfsemi sundlauga veturinn 2017-2018 – 1707058
Forstöðumaður sundlauga mætir á fundinn og ræðir hugmyndir um starfsemi sundlauga veturinn 2017-2018
Gestir
Ingunn Jóhannesdóttir – 17:50
Góð aðsókn hefur verið að sundlaugum í Borgarbyggð í sumar. Aukning er í allar laugarnar. Rætt var um opnunartíma sundlauga og skipulagða dagskrá, eins og t.d. vatnsleikfimi, jóga, flot og zumba.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00