156-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 156

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 7. apríl 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður, Kolbeinn Magnússon varamaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður, Jón Arnar Sigurþórsson varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra (2017) – 1701103
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.
2.   Ársreikningur 2016 – 1703122
Gestir
Auðunn Guðjónsson – 13:10
Hallddóra Pálsdóttir – 13:10
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A Júlíusson, fylgdi ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2016 úr hlaði með nokkrum orðum.
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi frá KPMG fór yfir helstu atriði ársreiknings og fór ýtarlega yfir endurskoðunarskýrslu. Eins svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna.
Til máls tóku: GE, GJ, RFK, GE, BBÞ, JEA, GJ,Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
„Undirrituð lýsir yfir áhyggjum af því að í framlögðum ársreikning fyrir árið 2016 líti fulltrúar meirihlutans fram hjá þeirri staðreynd að um alvarleg frávik frá rekstaráætlun er að ræða. Jákvæðri niðurstöðu handbærs fés í ársreikning ber að stórum hluta að þakka árangri síðustu ríkistjórnar. En niðurstaða ríkisfjármála leiddi til hærri framlaga úr jöfnunarsjóði sem þýddi um 200 m. króna aukningu fyrir Borgarbyggð. Þá kom einnig til söluandvirði eigna sem nemur um 220 m., og sú staðreynd að ekki var farið í framkvæmdir á árinu fyrir um 170 m. eins og gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er að ef ekki hefði verið vegna framangreindra þátta þá hefði handbært fé frá rekstri verið neikvætt eftir árið.
Undirrituð lýsir sérstökum áhyggjum af frávikum í rekstri frá áætlun. Rekstur nánast allra málaflokka fór fram úr áætlun og nefni ég sérstaklega launakostnað sem árið 2016 fór um 150 m. fram úr áætlun. Þarna er um neikvæða þróun á milli ára að ræða, en í ársreikningi fyrir árið 2015 höfðum við séð skjótan árangur sem hafði náðst með aðhaldi og eftirfylgni með fjárhagsáætlun í tengslum við nauðsynlegar hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins. Ég minni á að það ár náðum við að halda rekstri málaflokka innan ramma fjárhagsáætlunar. Það voru ekki síst þessi vinnubrögð sem studdu við þann mikla árangur sem náðist í byrjun kjörtímabilsins og leiddu til þess að staða reksturs komst í það horf að lán fóru að greiðast niður og ekki hefur þurft að taka frekari lán.
Sýn okkar framsóknarmanna í upphafi kjörtímabilsins var til framtíðar ? hér átti ekki að skapast kyrrstaða. Fyrir lágu samþykktar tillögur og verkefni sem átti að fylgja eftir til að treysta rekstur sveitarfélagsins og standa undir eðlilegri fjárfestingar- og viðhaldsþörf.
Núverandi meirihluti hefur þegar samþykkt að ráðast í dýrari framkvæmdir fyrir árið 2017 en gert hafði verið ráð fyrir í Brúnni til framtíðar. Ekkert bendir til þess að halda eigi áfram að treysta rekstur sveitarfélagsins né framkvæma af skynsemi í takt við Brúnna til framtíðar. Er planið fyrir yfirstandandi ár e.t.v. að treysta á áframhaldandi hærri framlag jöfnunarsjóðs til að koma til móts við framúrkeyrslu í rekstri eða ætla menn að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja fjárhagsáætlun. Það er í það minnsta ljóst að eignir verða ekki seldar nema einu sinni. Verður framkvæmdum enn og aftur frestað og uppsafnaðri fjárfestingarþörf velt yfir á næsta kjörtímabil? Ef svo þá verður síðari hluta þessa kjörtímabils minnst sem tíma aðgerðarleysis hvort sem litið er til aðhaldsaðgerða í rekstri eða framkvæmda.“

 

Geirlaug Jóhannsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar:

„Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 sýnir jákvæða rekstrarafkomu sem nemur 427 milljónum króna. Er það umtalsvert betri rekstrarniðurstaða en árið 2015 þegar hagnaður nam 170,5 milljónum og árin þar á undan. Tekjur jukust um 468 milljónir kr. á milli ára, þar af hækkaði útsvar um 174 milljónir, framlög jöfnunarsjóðs um 135 milljónir og fasteignaskattur um 9,5 milljónir.
Skuldir voru greiddar niður um kr. 273 milljónir á árinu og ekki reyndist þörf á að taka ný lán, annað árið í röð. Handbært fé jókst um 473 milljónir á árinu og nam í árslok kr. 557 milljónum í A hluta. Fjármagnsgjöld lækkuðu á milli ára um 60 milljónir. Launakostnaður jókst um 5,6% á milli ára og spila kjarasamningsbundnar hækkanir þar stórt hlutverk. Launakostnaður sem hlutfall af rekstartekjum lækkar hins vegar úr 54,4% í 50,1% á milli ára sem telst jákvæð þróun.

Borgarbyggð stenst fyllilega þær fjármálareglur sem sveitarfélögum eru settar, 3ja ára rekstrarjöfnuður er jákvæður um 508 milljónir og skuldahlutfall heldur áfram að lækka og er nú komið í 119% af veltu og skuldaviðmið er 78%.

Þennan mikla rekstrarbata má skýra meðal annars með því að útsvarstekjur hækka um 13% og framlög jöfnunarsjóðs hækka um 15,4% á milli ára, fjármagnsgjöld lækka um 36% milli ára og söluhagnaður var af eignasölu. Fjármagn Fræðslu- og uppeldismál sem hlutfall af skatttekjum eru nú 53,8% í samanburði við 58,5% árið 2015 og 60% árið 2014.

Ástæða er til að þakka öllum þeim sem að rekstri sveitarfélagsins koma með einum eða öðrum hætti. Þrátt fyrir þessa góðu afkomu er brýnt að gæta áfram ítrasta aðhalds í öllum rekstri, ekki síst í ljósi þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á t.a.m. skólahúsnæði á næstu misserum. Í ljósi bættrar fjárhagsstöðu verður unnt að komast vel á veg með þessar framkvæmdir án þess að taka ný lán og er það mikið fagnaðarefni.
Mikilvægt er að leita áfram leiða til að samnýta betur húsnæði í eigu sveitarfélagsins ásamt því að skoða vandlega frekari eignasölu. Áfram verður unnið samkvæmt leiðarstefi því sem ?Brúin til framtíðar“ markar þannig að áfram verði rekin öflug og traust grunnþjónusta í Borgarbyggð.
Stefnt er að íbúafundum í maí þar sem ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2016 verður kynntur.“
BBÞ, GJ, HHS, JEA, JAS.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2016 til seinni umræðu.

Samþykkt samhljóða.

3.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 153 – 1703005F
Fundargerðin framlögð
4.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 154 – 1703013F
Fundargerðin framlögð
5.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 155 – 1703015F
Fundargerðin framlögð
6.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 408 – 1703008F
Fundargerð 408. fundar byggðarráðs lögð fram til samþykktar eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

6.1 1703008 – Aðalfundur SSV 2017
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.2 1606069 – 150 ára afmæli Borgarness
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.3 1703009 – Heiti gatna á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.4 1703033 – Útboð Ríkiskaupa á skólaakstri – bréf dags. 5.3.2017
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.5 1703049 – Þátttaka Borgarbyggðar í Hugheimum – áframhald ?
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.6 1603090 – Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.7 1702126 – Sólbakki 17 – 19. Stækkun lóðar
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.8 1703064 – 50 ára afmæli 11. mars 2017
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.9 1605065 – Tillaga um breytingu á hámarkshraða
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.10 1703066 – Listaverk í íþróttamiðstöð Borgarness
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.11 1702110 – Náms- og kynnisferð starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.12 1702125 – Persónuvernd – álit vegna persónugagna
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.13 1703071 – Skógarkot lnr. 219170 – stofnun 2 landeigna, Móar, Hali
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.14 1703072 – Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.15 1612264 – Kjaramál sveitarstjórnar
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.16 1610153 – Plan-B listahátíð – Fyrirspurn varðandi Sláturhús
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.17 1703080 – Húsnæði í Brákarey – umsókn um leiguafnot
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.18 1401099 – Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.19 1703024 – Veiðifélag Langár – aðalfundur 18.3.2017
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.20 1703050 – Frá nefndasviði Alþingis – 106. mál til umsagnar
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.21 1703083 – Til umsagnar 120. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.22 1703006 – Fundargerð 847. fundar stjórnar sambands ísl. sveitarfélaga
Afgreiðsla 408. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 409 – 1703012F
Fundargerð 409. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu líkt og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.1 1604088 – Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.2 1512027 – Dalsmynni, kæra til stjórnar fjallskilaumdæmis v. fjallskila 2015
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.3 1703094 – Safnahús – Ársskýrsla 2016
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.4 1703093 – Safnahús – reglur um útlán safngripa
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.5 1703092 – Safnahús – starfsáætlun 2017 – 2018
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.6 1703100 – Verkefnistillaga vegna öryggis á Hringvegi um Borgarnes
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, BBÞ,

 

7.7 1703120 – Borgarnes 150 ára, lag og texti
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.8 1703102 – Aðalfundur í Veiðifélagi Gljúfurár 2017
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.9 1703117 – Aðalfundarboð 29.3.2017
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.10 1703083 – Til umsagnar 120. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.11 1703096 – Til umsagnar 234. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.12 1703098 – Til umsagnar 204. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.13 1703097 – Til umsagnar 236. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.14 1703091 – Safnahús – 184. fundur 14.3.2017
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

7.15 1703111 – Fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur nr. 240 og 241
Afgreiðsla 409. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 410 – 1703018F
Fundargerð 410. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu líkt og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.1 1703122 – Ársreikningur 2016
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.2 1701044 – Starfsmannamál 2017
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.3 1610256 – Ráðningarnefnd
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.4 1609032 – Hótellóð í Brákarey – umsókn
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.5 1703151 – Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli – umsögn, beiðni
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.6 1610056 – Klettaborg – stækkun og lóð, minnisblað
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.7 1703143 – Digranesgata 4 – aths. v. auglýsingar
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.8 1703152 – Þjóðlendumál – Langavatnsdalur, minnisblað
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að fela sveitarstjóra í samvinnu við þá lögmenn sem unnu að málinu á fyrra stigi að höfða mál fyrir héraðsdómi samkvæmt kröfulýsingu til ógildingar þeim úrskurðum Óbyggðanefndar frá 30. október 2016 á svæðum sem tilgreind eru í þjóðlendumálum nr. 1 og 3/2014 í Borgarbyggð.

Samþykkt samhljóða.

 

8.9 1703144 – Útboð á skólaakstri 2017 – skilyrði um hámarskaldur, ítrekun fyrirspurnar.
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.10 1703146 – Hreinsunarátak 2017
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.11 1703127 – Loftorka ehf., viðræður um lóð
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.12 1703148 – Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur mánudaginnn 3. apríl 2017
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.13 1703149 – Aðalfundur Háskólans á Bifröst 9.5.2017
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

8.14 1703161 – Til umsagnar 306. mál frá nefndasviði Alþingis
Forseti lagði fram svohljóðandi bókun:
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 sem felur í sér breytingu á starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Boðuð breyting felur ekki í sér jöfnun á tekjum sveitarfélaga og með engu móti er tekið tillit til þess hvort sveitarfélög þurfi að fullnýta tekjustofna. Þá felur frumvarpið í sér fordæmalausa skerðingu á tekjustofnum sveitarfélaga með afturvirkjum hætti. Slíkt orkar tvímælis í ljósi 78. gr. stjórnarskrár um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum en brýtur einnig blað varðandi samskipti ríkis og sveitarfélaga. Sveitarfélög geta þá ekki byggt á gildandi lögum varðandi áætlanir um tekjur þeirra.
Í ljósi framangreinds samþykkir sveitarstjórn Borgarbyggðar að undirbúa málsókn, þar sem krafist verður viðurkenningu á bótaábyrgð íslenska ríkisins vegna skerðingar á jöfnunarframlögum til sveitarfélaganna, verði fyrirliggjandi frumvarp að lögum.Greinargerð:
Lagaákvæði um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er að finna í III. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga. Hlutverk sjóðsins er að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, sbr. 8. gr. Tekjur sjóðsins voru 2015, m.a. 2,12% framlag af innheimtum beinum og óbeinum skatttekjum ríkissjóðs, sbr. a liður 8. gr. a. (hlutfallið hefur nú verið hækkað).Það fyrirkomulag að íslenska ríkið ráðstafi tilteknu hlutfalli af beinum og óbeinum sköttum ríkisins til Jöfnunarsjóðs, er að rekja til laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 91/1989. Með því hefur löggjafinn ákveðið að tilteknu hlutfalli af tekjum ríkissjóðs verði varið til jöfnunar á stöðu sveitarfélaga. Hluti bankaskatts féll sjálfkrafa til Jöfnunarsjóðs á árunum 2014-2016.
Ráðstöfun á tekjum jöfnunarsjóðs, er framkvæmd með bundnum framlögum (10.gr.), sérstökum framlögum (11.gr) og jöfnunarframlögum, sbr. 12. gr. tekjustofnalaga nr. 4/1995. Jöfnunarframlög, skiptast í tekjujöfnunarframlög og útgjaldajöfnunarframlög.
Í lokamálslið 12. gr. tekjustofnalaga, er kveðið á um að til jöfnunarframlaga skuli verja tekjum sjóðsins vegna framlaga ríkisins til sjóðsins, sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr. laganna. Jöfnunarsjóður er því gegnumstreymissjóður og skal tilteknum tekjum hvers árs ráðstafað til sveitarfélaga sama ár. Það fyrirkomulag er lögbundið.
Byggt er á þessum lagagrundvelli jöfnunarframlaga í reglugerð um Jöfnunarsjóð, nr. 960/2010, sbr. 8. gr. reglugerðarinnar. Niðurlagsákvæði greinarinnar orðast svo:
Endanlegt uppgjör skal fara fram eigi síðar en í árslok á grundvelli upplýsinga um íbúafjölda sveitarfélaga þann 1. janúar á sama ári og leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga.
Þrátt fyrir framangreind ákvæði laga og reglugerða hefur fjárhæð sem nemur tekjum Jöfnunarsjóðs af svokölluðum bankaskatti vegna áranna 2014, 2015 og 2016 ekki verið úthlutað. Þeir fjármunir eru tekjur sjóðsins, skv. a-lið 8.gr og gildir ákvæði 12. gr. laganna um jöfnunarframlög um þá.

Ekki verður séð nokkra lagaheimild fyrir þeirri ráðstöfun að halda þessum fjármunum undan við úthlutun úr sjóðnum. Áréttað er að þótt ráðherra fari með yfirstjórn jöfnunarsjóðs, sbr. 16. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, takmarkast þær heimildir við ákvæði laganna.
Samkvæmt 78. gr. stjórnarskrár skulu tekjustofnar sveitarfélaga ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir. Ákvæðinu er skipað í mannréttindakafla stjórnarskrár. Þá er jafnframt unnt að líta til Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, sem íslenska ríkið hefur fullgilt, sbr. t.d. 9.gr. sáttmálans um tekjustofna sveitarfélaga.
Framlög úr jöfnunarjóði eru einn tekjustofn sveitarfélaga, sbr. 1.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga. Á grundvelli reglugerðarheimilda setur ráðherra reglur um úthlutanir úr sjóðnum, að fenginni umsögn ráðgjafarnefndar jöfnunarsjóðs. Sjóðurinn er gegnumstreymissjóður og gera gildandi reglur ráð fyrir að tekjum sjóðsins vegna hvers árs verði úthlutað til sveitarfélaga sama ár.
Með vísan til almennra reglna kröfuréttar, ákvæða tekjustofnalaga og reglugerðar, nr. 960/2010, um jöfnunarsjóð, eiga sveitarfélög lögvarinn rétt til framlaga úr sjóðnum. Fjárhæð jöfnunarframlaga skal nema þeim tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar bundnum og sérstökum framlögum hefur verið ráðstafað. Samkvæmt gildandi lögum hefur ráðherra ekki heimildir til að aftra því að slík krafa stofnist. Á grundvelli þess eiga sveitarfélög lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr sjóðnum. Sveitarfélög geta því krafist greiðslu jöfnunarframlaga úr sjóðnum með dómi, sem nemur rétti hvers sveitarfélags til þeirra fjármuna sem haldið hefur verið undan við úthlutun, án lagaheimildar.

Gildandi lög um jöfnunarsjóð, sbr. lokaml. 12. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, fela í sér að verja skuli tekjum sjóðsins af framlögum ríkisins, sem standa eftir þegar ráðstöfun bundinna og sérstakra framlaga hefur farið fram í jöfnunarframlög. Ekki er heimild til uppsöfnunar þessara fjármuna í sjóðnum. Ef jöfnunarsjóður hefur ákveðið, að halda undan tekjum sjóðsins vegna framlags ríkisins vegna bankaskatts, þegar fjárhæðir framlaga vegna áranna 2014, 2015 og 2016, eru ákveðnar, geta slíkar ákvarðanir valdið einstökum sveitarfélögum tjóni. Ríkið getur borið skaðabótaábyrgð á því tjóni. Um þetta er til hliðsjónar vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 631/2014, Fjarðabyggð gegn íslenska ríkinu. Í málinu reyndi á þá stöðu að ríkið framfylgdi ekki lagaskyldu um setningu reglugerðar um endurgreiðslu virðisaukaskatts til sveitarfélags við tilteknar aðstæður. Þótt viðkomandi lagaákvæði hafi síðar fallið úr gildi, var ríkið dæmt til greiðslu skaðabóta til sveitarfélagsins sem nam fjárhæð endurgreiðslu virðisaukaskatts sem sveitarfélaginu hefði borið.

Það er álit sveitarstjórnar að ákvæði 78. gr. stjórnarskrár, um að tekjustofnar sveitarfélaga skuli ákveðnir með lögum, feli í sér að tekjustofnar sveitarfélaga ráðist af gildandi lögum. Í því felist jafnframt réttur sveitarfélaga að tekjustofnar séu fyrirsjáanlegir að nokkru marki. Í stjórnarskrá er ekki að finna almenna reglu um bann við afturvirkni laga, en afturvirkni skattalaga er sérstaklega bönnuð, sbr. 2. mgr. 77. gr. Reglur um tekjustofna sveitarfélaga hafa skyldleika við skattareglur og mögulegt að líta til þeirra tengsla við skýringu á rétti sveitarfélaga til lögákveðinna tekjustofna. Þá hefur í íslenskum stjórnskipunarrétti verið byggt á því að takmörk séu fyrir því að íþyngjandi lögum verði beitt afturvirkt. Reglur sem umdeilt frumvarp fela í sér, leiða til þess að sveitarfélög sem ella hefðu fengið jöfnunarframlög úr jöfnunarjóði verða fyrir skerðingu á tekjustofnum með afturvirkum hætti. Slík löggjöf er íþyngjandi.

Með vísan til þeirrar ályktunar að sveitarfélög eigi nú þegar lögvarðar kröfur til útgreiðslu jöfnunarframlaga vegna tekna jöfnunarsjóðs af bankaskatti, er verulegt álitamál hvort framkomið frumvarp geti fellt slíkar kröfur úr gildi svo samræmist 72. gr. stjórnarskrár um vernd eignaréttinda. Ef lögvarðar kröfur til greiðslu fjármuna eru felldar niður með lögum, er unnt að jafna slíkri stöðu við eignarnám. Íslenska ríkið getur þá borið bótaábyrgð á því tjóni sem eigandi kröfunnar verður fyrir.

Samkvæmt framangreindu er það álit sveitarstjórnar Borgarbyggðar að einstök sveitarfélög eigi lögvarða kröfu um jöfnunarframlög úr jöfnunarsjóði miðað við gildandi lög og reglugerðir á árinu 2014, 2015 og 2016, vegna tekna jöfnunarsjóðs af bankaskatti, sem haldið hefur verið undan úthlutun.
Í annan stað er mögulegt að líta svo á að sveitarfélögum hafi nú þegar verið valdið skaðabótaskyldu tjóni, með þeirri stjórnsýslu jöfnunarsjóðs að halda fjármunum undan úthlutun jöfnunarframlaga árið 2014, 2015 og 2016, í ósamræmi við gildandi lög og reglugerðir. Lögvarin krafa til skaðabóta hefur þá stofnast.

Ef fyrirliggjandi lagafrumvarp verður samþykkt af Alþingi, getur komið til þess að íslenska ríkið beri bótaábyrgð á skertum framlögum til einstakra sveitarfélaga, enda fælu lögin í sér að lögvarðar kröfur sveitarfélaga væru þar með felldar niður. Fjárhæð skaðabóta miðaðist þá við mismun réttar til úthlutunar samkvæmt gildandi lögum og hinum nýju reglum. Í því ljósi fellst nokkur áhætta í samþykkt frumvarpsins fyrir ríkissjóð, enda leiddi slík niðurstaða til greiðslna úr ríkissjóði umfram þá fjármuni sem fyrirliggjandi frumvarpi er ætlað að ráðstafa.“

Samþykkt samhljóða

 

8.15 1703160 – Til umsagnar 307. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 410. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

9.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 153 – 1703004F
Fundargerð 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

9.1 1703068 – Vinnuskólinn og Sumarfjör 2017
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.2 1703029 – Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar á Íslandi
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.3 1603090 – Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, RFK, GJ, KM, HHS,

 

9.4 1702105 – Skóladagatal 2017-2018
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.5 1703062 – Skólavogin
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.6 1703061 – Vetrarleyfi – foreldrakönnun
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.7 1503031 – Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

9.8 1703067 – Reglur grunnskóla Borgarbyggðar um skólasókn
Afgreiðsla 153. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

10.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 49 – 1703021F
Fundargerð 49. fundar umhverfis – skipulags- og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

10.1 1611009 – Syðri Hraundalur – Nýtt deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulag fyrir Syðri-Hraundal 2 til auglýsingar. Tillagan er sett fram með uppdrætti og greinargerð dags. 13. mars 2017 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á þremur lóðum með byggingarreit fyrir íbúðarhús (1), vinnustofu (2) og hesthús (3) í landi Syðri-Hraundals 2 landnr. 223296. Tillagan verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

10.2 1703017 – Grímsstaðir lnr. 134405 – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Móttökustöð sorps við Grímsstaði í Reyholtsdal til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð dagsettri í mars 2017 og felur í sér uppsetningu móttökustöðvar fyrir úrgang við Grímsstaði í Reykholtsdal lnr. 134405. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

10.3 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
Sveitarstjórn hefur farið yfir innsendar athugasemdir við tillöguna og tekið afstöðu til þeirra. Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, hvað varðar Miðsvæði M1. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 15.12.2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness sem sérgreint er með merkingunni M1. Frá miðsvæði M1 verður skilinn götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr miðsvæðisreitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55, 57 og 59. Samkvæmt tillögunni skal heimilað nýtingarhlutfall á lóðinni Borgarbraut 55 verða 0,58, á Borgarbraut 57 skal heimilað nýtingarhlutfall verða 1,53 og á Borgarbraut 59 skal heimilað nýtingarhlutfall verða 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha en heimilað nýtingarhlutfall þess svæðis skal óbreytt. Málsmeðferð verði í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 36. gr. sömu laga.

Til máls tóku GE, BBÞ,

Samþykkt samhljóða.

 

10.4 1609112 – Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007
Sveitarstjórn hefur farið yfir innsendar athugasemdir vegna tillögunnar og tekið afstöðu til þeirra. Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Borgarbrautar 55, 57 og 59, Borgarnesi, frá árinu 2007. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 30.01.2017. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

10.5 1701305 – Skúlagata, Borgarnesi – framkvæmdaleyfi vatns – og fráveitu, umsókn
Sveitarstjórn samþykkir að veita Veitum ohf Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, kt. 501213-1870, framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar vatns-og fráveitulagna í Skúlagötu Borgarnesi, frá Helgugötu að Egilsgötu.

Samþykkt samhljóða.

 

10.6 1703146 – Hreinsunarátak 2017
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

10.7 1703147 – Styrkvegir 2017
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

10.8 1703151 – Starfsmannaíbúðir/gistiheimili í Húsafelli – umsögn, beiðni
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, BBÞ, RFK, GJ, RFK, SGB, BBÞ,

 

10.9 1703143 – Digranesgata 4 – aths. v. auglýsingar
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, GJ, RFK,

 

10.10 1703127 – Loftorka ehf., viðræður um lóð
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

10.11 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 130
Afgreiðsla 49. fundar umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

11.   Afréttarnefnd Þverárréttar – 47 – 1703019F
Fundargerð 47. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu líkt og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

11.1 1407013 – Króksland í Norðurárdal – girðingar
Afgreiðsla 47. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.

 

11.2 1703155 – Afréttarnefnd Þverárréttar Viðhald girðinga 2017
Afgreiðsla 47. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.

 

11.3 1703156 – Afréttarnefnd Þverárrétt- Leitatími haust 2017
Afgreiðsla 47. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.

 

11.4 1310090 – Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
Afgreiðsla 47. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.

 

12.   Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum – 58 – 1703007F
Fundargerð 58. fundar Umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

12.1 1703053 – Samkomulag við Skógræktarfélag Borgarfjarðar um verkefni í Einkunnum
Afgreiðsla 58. fundar Umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.

 

12.2 1703054 – Gróðursetning í Einkunnum
Afgreiðsla 58. fundar Umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.

 

12.3 1302035 – Einkunnir deiliskipulag
Afgreiðsla 58. fundar Umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.

 

12.4 1309065 – Önnur mál umsjónarnefndar Einkunna
Afgreiðsla 58. fundar Umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.

 

13.   Menningarsjóður Borgarbyggðar – 17 – 1703009F
Fundargerð 17. fundar stjórnar Menningarsjóðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

13.1 1702086 – Úthlutunarreglur Menningarsjóðs 2017
Afgreiðsla 17. fundar Menningarsjóðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

14.   Opinn fundur um fjallskilamál – áskorun – 1704002
Áskorun Búnaðarfélags Lunddæla um opinn fund um fjallskilamál lögð fram.
Forseti bar fram svohljóðandi bókun:

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir á fundi sínum þann 7. apríl 2017 að vísa erindi aðalfundar Búnaðarfélags Lunddæla, sem haldinn var þann 28. mars 2017 og varðar framkvæmd fjallskilaverka, tímasetningu leita og fleira tengt afréttarmálum, til umfjöllunar og afgreiðslu í Fjallskilanefnd Borgarbyggðar. Nefndin standi fyrir opnum fundi eða fundum um málið. Miklar líkur benda til þess að fram komi viðskiptaskilmálar frá sláturleyfishöfum sem hvetji til þess að bændur komi fyrr með fé til þeirra þannig að um er að ræða beina viðskiptahagsmuni fyrir sauðfjárbændur.“

Samþykkt samhljóða.

15.   Kosningar – stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar – 1704003
Kosning til stjórnar menningarsjóðs Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn samþykkir að eftirtaldir skipi stjórn Menningarsjóðs til loka kjörtíambils.
Aðalmenn:
Vilhjálmur Egilsson
Jóhanna Möller
Jenný Lind Egilsdóttir
Björk Jóhannsdóttir
Bjarki Þór Grönfeldt
Til vara:
Guðrún Fjeldsteð
Ingibjörg Hargrave
Kristín Erla Guðmundsdóttir
Jón Arnar Sigurþórsson
Rúnar GíslasonSamþykkt samhljóða.
16.   Kosningar – stjórn SSV – 1704004
Breyting á aðalmanni í stjórn SSV.
Sveitarstjórn samþykkir að Geirlaug Jóhannsdóttir taki sæti í stjórn SSV í stað Magnúsar Smára Snorrasonar.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:56