156-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 156

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 23. maí 2017

og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Steinunn Baldursdóttir varafulltrúi leikskólastjóra og Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara.

Dagskrá:

 

1.   Styrkur frá Sprotasjóði 2017 – 1705026
Styrkur frá Sprotasjóði til verkefnisins Saman getum við meira
Verkefnið Saman getum við meira – samtalið er svo kraftmikið og mikilvægt, sem snýst um teymiskennslu í læsi-, stærðfræði og náttúrufræðinám í grunnskólum Borgarbyggðar fékk styrk að upphæð kr. 1.800.000 frá Sprotasjóði. Nefndin fagnar verkefninu og telur það mikilvægt fyrir skólastarf í Borgarbyggð. Einnig var rætt um niðurstöður samræmdra prófa í 9. og 10. bekk undir þessum lið. Rætt var um að endurvekja verkefnið Borgarfjarðarbrúin og að lögð sé áhersla á að skólastigin vinni saman.

Svar f. Sprotasjóði

2.   Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016 – 1611375
Kynning á lokaskýrslu Borgarbyggðar vegna bókunar 1
Lokaskýrsla vegna samtals grunnskólakennara í Borgarbyggð um bókun 1 í kjarasamningi FG og SNS lögð fram og rædd. Mörgu er verið að vinna að varðandi þær úrbætur sem kennarar telja þörf á að fara í varðandi starfsumhverfi þeirra, annað þarf að setja í farveg og vinna nánar að á næstu mánuðum. Nefndin fagnar skýrslunni og telur hana nýtast vel í því úrbótastarfi sem framundan er.

Bókun 1 – samtal við kennara

3.   Lestrarstefna Borgarbyggðar – 1705116
Kynning á lestrarstefnu Borgarbyggðar
Gestir
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir – 16:30
Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi í starfshópi um lestrarstefnu skóla Borgarbyggðar kynnti gerð og helstu atriði stefnunar fyrir árin 2017-2021. Lestrarstefnan er mjög vel unnin og fagnar nefndin útgáfu hennar. Einnig ræddi Steinunn Fjóla um innleiðingu stefnunnar í haust, en hver skóli ber ábyrgð á því að innleiða lestrarstefnuna í skólanámskrá og kennslu. Verður skólaþjónustan kennurum til aðstoðar við innleiðinguna eftir því sem þörf er á. Áætlað er að gefa út bækling um lestrarstefnuna til foreldra með góðum ráðum varðandi lestur barna. Lestrarstefnan verður aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar, leikskóla og grunnskóla í næstu viku og prentuð eintök í framhaldi af því.

Lestrarstefna – drög

4.   Ungmennaráð – samtal – 1705118
Samráð fræðslunefndar og Ungmennaráðs Borgarbyggðar
Gestir
Ungmennaráð Borgarbyggðar – 16:50
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir – 16:50
Ungmennaráð Borgarbyggðar ásamt tómstundafulltrúa UMSB voru gestir fundarins og sögðu frá nýafstöðnu Ungmennaþingi sem haldið var í Borgarbyggð. Þar var rætt um tækifærin í Borgarbyggð fyrir ungmenni, hugmyndir um afþreyingu og böll. Kom fram að bæta þurfi aðgengi dreifbýlisins að viðburðum með almenningssamgöngum og auglýsa þá vel. Fulltrúarnir munu taka saman þau atriði sem komu fram á þinginu og senda fræðslunefnd. Fulltrúar Ungmennaráðs ræddu einnig fyrirkomulag ungmennaráðs, skipun og greiðslur fyrir setu í ráðinu. Formaður sagði frá áherslu í Sóknaráætlun Vesturlands um að efla Ungmennaráð á svæðinu og tillögu um að stofna Ungmennaráð Vesturlands.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45