155-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 155

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í Kaupangi Borgarnesi, 22. mars 2017

og hófst hann kl. 15:00

 

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Dagskrá:

 

1.   150 ára afmæli Borgarness – 1606069
Hátíðarfundur í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness

 

Forseti, Björn Bjarki Þorsteinsson, flutti ávarp í tilefni þessa viðburðar.

Ávarp forseta sveitarstjórnar við upphaf fundar nr

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að tekin verði fyrsta skóflustunga að viðbyggingu og endurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi við sérstaka athöfn að afloknum fundi sveitarstjórnar. Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að bættu starfsumhverfi nemenda, kennara og annarra sem að starfi skólans koma.“

Samþykkt samhljóða

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að lögð verði sérstök áhersla á umhverfismál, hreyfingu og útivist við framkvæmdir yfirstandandi árs árs. Það er gert í framhaldi af samþykkt sveitarstjórnar um Borgarbyggð sem Heilsueflandi samfélag.
Umhverfis- og skipulagssvið verði falin framganga þessa í góðu samstarfi við sveitarstjórn og aðra innan stjórnkerfis Borgarbyggðar. Kallað verði verði eftir hugmyndum íbúa t.d. með því að nýta samráðsvefinn Betra Ísland. Þakkarvert er framlag félagasamtaka í þágu þessa málaflokks og mikilvægt að sveitarfélagið láti ekki sitt eftir liggja.“

Samþykkt samhljóða

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að afhenda Björgunarsveitinni Brák lóð að Fitjum án greiðslu gatnagerðargjalda í sambandi við fyrirhugaða nýbyggingu sveitarinnar á aðstöðuhúsi fyrir starfsemi hennar. Lóðin verður nánar staðsett og mæld út við útfærslu deiliskipulags á svæðinu. Lóðarstærð verði allt að 2.000 fermetrar fyrir 600 fermetra hús. Með þessu framlagi vill sveitarstjórn þakka björgunarsveitinni og öllu þeim sjálfboðaliðum sem að starfi hennar koma og hafa komið fyrir ómetanlegt framlag og stuðning við samfélagið.“

Samþykkt samhljóða

 

Forseti bað síðan Einar Örn Einarsson formann Björgunarsveitarinnar Brákar að koma og veita viðtöku gjafabréfi þessu til staðfestu.

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:14