155-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 155

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 2. maí 2017

og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla og Ingibjörg Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólanemenda. Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi Skorradalshrepps boðaði forföll

Dagskrá:

 

1.   Sambandsþing UMSB 2016 11.3.2017 – 1704029
Ársskýrsla UMSB 2016 og áskoranir – vísað af byggðarráði í fræðslunefnd
Gestir
Sólrún Halla Bjarnadóttir – 16:00
Gestur fundarins undir þessum lið Sólrún Halla Bjarnadóttir fylgdi ársskýrslu UMSB eftir, en hún gefur góða mynd af því fjölbreytta starfi sem fram fer innan þess. Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu UMSB. Þá var Borgarbyggð þakkað samstarfið á liðnu ári. Samstarfssamningurinn er gott dæmi um samstarf Ungmennasambands og sveitarfélags. Sameiginlega héldu þessir aðilar ásamt fleirum Ungmennalandsmót á árinu 2016 á glæsilegan hátt. Búið er að senda inn umsókn um að halda landsmót fyrir 50 árið 2019. Sambandsþing UMSB lagði til að aðstaða fyrir almenningsíþróttir verði bætt í Borgarbyggð með uppsetningu á útiæfingatækjum. Þau væru góð viðbót við göngustígagerð og bekki. Einnig hvatti þingið Borgarbyggð til að lengja opnunartíma sundlauga á Kleppjárnsreykjum og á Varmalandi. Bað þingið Borgarbyggð um að afgreiða umsóknir Skotveiðifélagsins og Mótorsportfélagsins um svæði fyrir starfsemi þeirra. Að lokum lagði þingið til að hafist verði handa við að skipta út gervigrasvöllum í sveitarfélaginu. Nefndin þakkar Sólrúnu Höllu fyrir yfirferð um skýrsluna og tillögurnar og tekur undir mikilvægi þeirra.

Ársskýrsla UMSB 2016

2.   Hnoðraból – leikskóli á Kleppjárnsreykjum – 1704206
Tillögur hönnuðar að húsnæði fyrir leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum.
Farið var yfir tillögur hönnuðar um byggingu leikskóla á Kleppjárnsreykjum, kostnaðarmat og bókun byggðarráðs. Byggðarráð leggur til að áfram verði unnið með tillögu nr. 3 um 340 fermetra byggingu sem rúmast innan fjárhagsáætlana. Ennfremur að skipuð verði byggingarnefnd sem útfærir hugmyndina nánar. Sjónarmiðum skólastjórnenda var komið á framfæri þar sem þeir lýsa áhyggjum af því að skólahúsnæðið rúmi ekki starfsemina með minni viðbyggingu. Nefndin leggur áherslu á að gerð verði heildstæð áætlun um húsnæði leikskólans og grunnskólans á Kleppjárnsreykjum og að hún verði unnin í góðri sátt við skólastjórnendur og kennara. Nefndin leggur einnig áherslu á að endanleg hönnun skólans stuðli að samvinnu skólastiga.

Hnoðraból – teikning

3.   Fræðsluáætlun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar 2017-2018 – 1704201
Fræðsluáætlun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar 2017-2018
Drög að fræðsluáætlun fyrir veturinn 2017-2018 lögð fram. Nefndin lýsir yfir ánægju sinni með áætlunina og undirstrikar mikilvægi sí- og endurmenntunar meðal starfsmanna Borgarbyggðar.

Fræðsluáætlun fyrir starfsfólk Borgarbyggðar

4.   Skólastefna Borgarbyggðar 2016-2021 – 1505019
Aðgerðaráætlun fræðslunefndar vegna Skólastefnu Borgarbyggðar
Farið var yfir aðgerðaráætlun skólastefnu Borgarbyggðar. Unnið er að flestum málum sem þar koma fram. Ákveðið var að helga næsta fundi sjónarmiðum barna og ungmenna og að Ungmennaráð verði boðað á næsta fund.

Aðgerðaráætlun fræðslunefndar

5.   Endurmenntunarsjóður grunnskólakennara – 1701311
Úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017
Styrkur að upphæð 486.000 krónur fékkst frá Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2017 til að vinna að teymiskennslu og námi í les-, stærðfræði- og náttúrufræðiskilningi með áherslu á upplýsinga- og tæknimennt.
6.   Beiðni um launalaust leyfi – 1704205
Beiðni kennara um launalaust leyfi veturinn 2017-2018.
Jónína K. Berg kennari sækir um launalaust leyfi veturinn 2017-2018 til að mennta sig frekar í upplýsingatækni, handverki og myndlist. Leyfi samþykkt.
7.   Þátttaka í tilraunaverkefninu Vinátta fyrir 1.-3. bekk grunnskóla – 1704214
Boð um þátttöku í tilraunaverkefninu Vinátta fyrir 1.-3. bekk grunnskóla
Nefndin tekur vel í að grunnskólar í Borgarbyggð taki þátt í verkefninu Vinátta sem Barnaheill stendur fyrir og hvetur kennara til að taka þátt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00