154-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 154

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í Kaupangi í Borgarnesi, 20. mars 2017

og hófst hann kl. 14:32

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður, Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Dagskrá:

 

1.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 48 – 1703014F
Fundargerð 48. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1703045 – LAVA-hótel Varmalandi – breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi fyrir Varmaland í Borgarbyggð til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 16. mars 2017 og felur í sér stækkun skipulagssvæðisins úr 2,1 hektara fyrir breytingar í 3,2 hektara eftir breytingar. Samhliða deiliskipulagsbreytingunni verður skilgreiningu lóðar Húsmæðraskólans breytt í verslunar -og þjónustulóð í aðalskipulagi. Markmið breytingartillögunnar er að tryggja atvinnuuppbyggingu í ferðaþjónustu á lóð gamla Húsmæðraskólans. Haldinn verður íbúafundur um málið. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:37