154-Fræðslunefnd

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 154

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 11. apríl 2017 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Heiða Dís Fjeldsted varamaður, Ólafur Pálsson varamaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjórnenda og Ingibjörg Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólanemenda.

Dagskrá:

 

1.   Nám fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja – 1704015
Tillaga að endurmenntun fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
Lögð fram tillaga að heildstæðri endurmenntun samkvæmt námskrá Þróttar sem Starfsmennt fræðslusetur skipuleggur sérstaklega fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja. Markmið námsleiðarinnar er að efla starfsfólk íþróttamannvirkja í starfi, auka faglega þekkingu þess og þekkingu á verkferlum ásamt því að mæta auknum kröfum sem gerðar eru til þessa hóps, hvað varðar móttöku ólíkra hópa viðskiptavina. Með aukinni fagþekkingu er vonast til að draga úr starfsmannaveltu, efla vinnubrag og starfsánægju og gefa starfsmönnum færi á að þróa starfshæfni sína og þjónustu enn frekar. Námið á einnig að gefa innsýn í vaxandi möguleika afþreyingariðnaðarins og mikilvægi frístunda í lífi borgaranna og ræða hvernig efla megi þá þjónustu enn frekar til almannaheilla.
Um er að ræða 154 klukkustunda nám sem skiptist í 23 sjálfstæð námskeið. Þau námskeið sem boðið eru fjalla meðal annars um starfið og starfsumhverfið, samskipti og sjálfsstyrkingu, samskipti við skóla og snyrtilegt umhverfi. Náminu er hægt að dreifa á 3-4 ár og er þá hver starfsmaður að taka um 20 tíma námskeið á önn. Nefndin telur mikilvægt að standa vel að endurmenntun starfsfólks íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð og felur sviðssstjóra fjölskyldusviðs og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna áfram að málinu og stefna að því að hefja endurmenntunina á næsta ári í samvinnu við nágrannasveitarfélög Borgarbyggðar.
 
2.   Skólaakstur, útboð 2017 – 1606064
Niðurstöður útboðs um skóla- og tómstundaakstur
Samantekt Ríkiskaupa á gildum tilboðum í skóla- og tómstundaakstur lögð fram. Tilboðin eru samtals 103.206.930 sem er undir kostnaðaráætlun og er það niðurstaða Ríkiskaupa að semja við þá aðila sem eiga lægstu tilboðin. Næstu skref eru að skoða innritun nemenda fyrir skólaárið 2017-2018, fara yfir akstursleiðir fyrir næsta vetur og semja við lægstbjóðendur.
Málinu vísað til áframhaldandi vinnslu sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í samvinnu við Ríkiskaup.
 
3.   Umsókn um launalaust leyfi – 1704113
Umsókn um launalaust leyfi
Nefndin samþykkir tímabundið launalaust leyfi frá kennslu fyrir Steinunni Fjólu Benediktsdóttir veturinn 2017-2018.
 
4.   Skólavogin – 1703062
Helstu niðurstöður skólavogar leikskóla og grunnskóla – samantekt
Niðurstöður úr Skólavog fyrir leikskóla og grunnskóla lagðar fram og ræddar. Nefndin undirstrikar að upplýsingarnar séu nýttar af stjórnendum skólanna, mannauðsstjóra, ráðningarnefnd og öðrum þeim sem koma að áætlanagerð fyrir skólana.
 
5.   Skóladagatal 2017-2018 – 1702105
Breyting á einum skipulagsdegi leikskóla að beiðni foreldraráðs leikskóla
Að beiðni foreldraráðs leikskóla voru fjórir af fimm starfsdögum skóla samræmdir milli leikskóla og grunnskóla skólaárið 2017-2018.
 
6.   Innritunar-, gjalda og vefsíðukerfi fyrir leikskóla – 1704017
Kynning á tilboðum í innritunar-, gjalda- og vefsíðukerfi fyrir leikskóla
Rætt um endurnýjun á leikskólakerfi fyrir leikskóla Borgarbyggðar. Leikskólastjórar hafa fengið kynningu á tveimur kerfum, annars vegar Mentor og hins vegar Karellen. Kerfin þurfa að tengjast One system og Navision innheimtukerfi Borgarbyggðar. Nokkur verðmunur er á kerfunum. Leikskólastjórum og sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að skoða kerfin nánar og kostnað við uppsetningu þeirra.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00