153-Sveitarstjórn

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 153

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 9. mars 2017

og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Forseti bar, í upphafi fundar, upp tillögu um að á dagskrá fundarins verði tekinn inn liður um vegamál í Borgarbyggð. Samþykkt samhljóða.

 

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra (2017) – 1701103
Sveitarstjóri flutti skýrslu sveitarstjóra

Sveitarstjórnarfundur 9. mars 2017

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 152 – 1702005F
Fundargerðin framlögð
3.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 405 – 1702009F
Fundargerð 405. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.1 1604088 – Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, BBÞ, GJ,

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Framsóknarflokks.

„Undirrituð fulltrúar Framsóknar lýsa áhyggjum af um 100 milljón króna framúrkeyrslu vegna launakostnaðar við rekstur sveitarsjóðs umfram samþykkta fjárhagsáætlun vegna ársins 2016. Þar af eru um 60 milljónir vegna fræðslumála. Hér er um veruleg frávik frá áætlun um launakostnað að ræða og mikilvægt að meirihluti sveitarstjórnar tryggi að eftirfylgni með fjárhagsáætlun yfirstandandi árs verði með þeim hætti að áætlunin standist.“

 

3.2 1612016 – Golfklúbbur Borgarness – umsókn um rekstrarstyrk 2017 – 2023
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.3 1702071 – Hugheimar – ársfundur 2016
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.4 1702078 – Umferðaröryggi í Borgarnesi – vinnuhópur
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.5 1611229 – Þjóðlendukröfur – niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.6 1702083 – Landsmót UMFÍ 2019 og 2020 – auglýsing
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.7 1702085 – Fitjar 2 – lóð
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.8 1701299 – Faxaborg – umsókn um rekstrarstyrk
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.9 1702086 – Úthlutunarreglur Menningarsjóðs 2017
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.10 1702077 – Endurskoðun samninga við Fjölís
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.11 1702087 – Samningur um afritun verndaðra verka
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.12 1702100 – Veiðifélag Álftár – Aðalfundarboð 25.2.2017
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.13 1702093 – Lions í Borgarnesi – afmælishátíð
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.14 1701113 – Kvörtun vegna stjórnsýslu
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.15 1701044 – Starfsmannamál 2017
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.16 1701292 – Afsláttarkort fyrir íþróttamenn
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.17 1605065 – Tillaga um breytingu á hámarkshraða
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.18 1702074 – Hannes Bjarki Þorsteinsson – Umsókn um lóð
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.19 1702096 – Fundur um fjármálastefnu, fjármálaáætlun og endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku JEA, GAJ,

 

3.20 1702066 – Ársskýrsla Landbúnaðarsafns ses
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tók JEA, BBÞ,

 

3.21 1702106 – Öryggiskerfi
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.22 1702095 – Til umsagnar 128. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.23 1702067 – Fundargerð 846. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.24 1702068 – 391. fundur stjórnar Hafnasambands – fundargerð
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

3.25 1702102 – 141. fundargerð Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 6. febrúar 2017
Afgreiðsla 405. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 406 – 1702012F
Fundargerð 406. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.1 1701117 – Stjórnsýsluskoðun KPMG
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.2 1702111 – Ferðablaðið Travel West Iceland
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.3 1701202 – Stýrihópur um heilsueflandi samfélag – fundargerðir
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.4 1702113 – Starfsleyfi fyrir Artic Protein
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.5 1702115 – Sveitarfélagakönnun Gallup
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.6 1702119 – Sveitarfélögin og ferðaþjónustan – málþing
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.7 1702093 – Lions í Borgarnesi – afmælishátíð
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.8 1702071 – Hugheimar – ársfundur 2016
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.9 1702117 – Vetrarþjónusta í uppsveitum Borgarfjarðar
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.10 1606105 – Erindi vegna skipulagsmála í Hlöðutúni og Arnarholti
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.11 1702121 – Viðhald sundlaugarmannvirkja
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.12 1702086 – Úthlutunarreglur Menningarsjóðs 2017
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til stjórnar menningarsjóðs.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók JEA,

 

4.13 1702122 – Reglur um birtingu gagna með fundargerðum
Afgreiðsla 406. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 407 – 1702015F
Fundargerð 407. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

5.1 1702124 – Ísorka – rafbílar
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.2 1702129 – Skipan fulltrúa í stjórn Handverkssjóðs Félags iðnaðarmanna
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.3 1702121 – Viðhald sundlaugarmannvirkja
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.4 1702133 – Styrkur til þáttanna „Að vestan“
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.5 1702138 – Beiðni Flandra um frítt í sund
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.6 1612264 – Kjaramál sveitarstjórnar
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.7 1702139 – Fundur með Skotfélagi Vesturlands
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, BBÞ, GE, JEA, GJ,

 

5.8 1702147 – Umsókn um lóð
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.9 1404090 – Gosbrunnur og stytta
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, BBÞ, GE, BBÞ, JEA, GJ, RFK, BBÞ, JEA,

 

5.10 1703005 – Gröf lnr. 134335 – stofnun lóðar, Gröf vegsvæði
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.11 1702153 – Beiðni um styrk til menningar- og fræðsluferðar
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.12 1702149 – Sorpurðun Vesturland – aðalfundarboð
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri verði fulltrúi Borgarbyggðar á aðalfundi Sorpurðunar Vesturlands

Samþykkt samhljóða.

 

5.13 1702120 – Fundargerð stjórnar OR dags. 20.02.2017
Afgreiðsla 407. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

6.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 152 – 1702010F
Fundargerð 152. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6.1 1702115 – Sveitarfélagakönnun Gallup
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, RFK, MSS,

 

6.2 1702105 – Skóladagatal 2017-2018
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku HHH, MSS, HSS,

 

6.3 1702114 – Beiðni um námsleyfi
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

6.4 1702152 – Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

6.5 1702109 – Vorfundur Grunns – félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

6.6 1702110 – Náms- og kynnisferð starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til byggðarráðs

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, GE,

 

6.7 1509013 – Önnur mál fræðslunefndar
Afgreiðsla 152. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

7.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – – 1702014F
Fundargerð 70. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.2 1302001 – Upphæð fjárhagsaðstoðar
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.3 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.4 1409192 – Jafnréttisáætlun
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.5 1702115 – Sveitarfélagakönnun Gallup
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók GJ,

 

7.6 1702151 – Ársskýrsla félagsþjónustu fyrir 2016
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók GJ,

 

7.7 1508014 – Fundartími nefndar
Afgreiðsla 70. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 47 – 1703002F
Fundargerð 47. fundar umhverfis-skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Jónína Erna Arnardóttir formaður umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

8.1 1703017 – Grímsstaðir- breyting á aðalskipulagi
Sveitarsjórn samþykkir að láta vinna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 í landi Grímsstaða landnr. 134405 fyrir sorpmeðhöndlunarsvæði.

Samþykkt samhljóða

 

8.2 1611373 – Digranesgata 4 – breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Digranesgötu 4. Málsmeðferð var samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust. Skipulagið er unnið af Batteríið – Arkitektar dags. 25.11.2016 og felur m.a. í sér fjölgun innkeyrslna frá Digranesgötu úr einni í tvær og að byggingarreitur á suðurhluta lóðar er stækkaður til austurs.

Samþykkt samhljóða

Til máls tóku RFK, JEA,

 

8.3 1702085 – Fitjar 2 – lóð
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, JEA,

 

8.4 1612005 – LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 ? 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6 til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 2. mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verður skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Húsmæðraskólans. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. málsgrein 31. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

 

8.5 1703021 – Into the glacier ehf – breyting á aðalskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa Lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 í landi Húsafells II og Húsafells III breyting á landnotkun Húsafelli II og III. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 17. febrúar 2017 og felur m. a. í sér að að landnotkun verður breytt í verslunar-og þjónustusvæði á um 13 hektara svæði sem skilgreint er í gildandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð nr. F128 í landi Húsafells II og III. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði þjónusta við ferðamenn sem fara í Ísgöngin á Langjökli, ásamt því að þjónusta frístundabyggðina á nærliggjandi svæðum í framtíðinni. Tillagan verði auglýst í samræmi við 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða

Til máls tók RFK, JEA,

 

8.6 1703032 – Flatahverfi Hvanneyri deiliskipulag
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku RFK, HHH, RFK, HHH, BBÞ, GJ,

 

8.7 1703036 – Stækkun lóðar f. Borgarverk ehf. Sólbakka – umsókn
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók RFK, JEA, RFK,

 

8.8 1703045 – LAVA-hótel Varmalandi – deiliskipulag
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

8.9 1702144 – Hvítárskógur 12 fnr 233-4597 byggingarleyfi frístundahús og geymsla
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.10 1703022 – Umsókn um breytta notkun á húsnæði að Egilsgötu 6.
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.11 1703004 – Víðines 9 lnr. 211111 – byggingarleyfi, frístundahús
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.12 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 128
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.13 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 129
Afgreiðsla 47. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

9.   Fundir sveitarstjórnar í mars og apríl – 1703034
Tillaga um hátíðarfund sveitarstjórnar þann 22. mars og breytta dagsetningu fundar í apríl lögð fram.
Sveitarstjórn samþykkir að halda hátíðarfund þann 22. mars n.k. í Kaupangi í tilefni af 150 ára verslunarafmælis Borgarness og ennfremur að færa fundinn í apríl fram um viku og verði hann 5. apríl.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók HHS,

10.   Kosningar – varamaður í fræðslunefnd – 1703037
Sveitarstjórn samþykkir að Ólafur Pálsson taki sæti í fræðslunefnd sem varamaður í stað Haraldar Stefánssonar.

Samþykkt samhljóða.

11.   Vegamál í Borgarbyggð – 1702088
Forseti bar upp eftirfarandi tillögu að bókun um vegamál.

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun samgönguyfirvalda að skera alfarið niður allar þær framkvæmdir í Borgarbyggð og vesturlandi öllu sem fyrirhugaðar voru á árinu 2017 samkvæmt nýsamþykktri Samgönguáætlun. Halda átti áfram langþráðri uppbyggingu Uxahryggjarvegar ásamt því að ljúka lagningu bundins slitlags úr Lundarreykjadal niður á Borgarfjarðarbraut. Fyrir utan vonbrigði varðandi niðurskurð nýframkvæmda má benda á þar til viðbótar að í Borgarbyggð er lengsta malarvegakerfi í einu sveitarfélagi á landinu. Viðhald þeirra vega hefur verið í algeru lágmarki fjölmörg undanfarin ár sem leiðir af sér aukna hættu á umferðarslysum og gerir íbúum héraðsins, fyrirtækjum og ferðafólki erfitt fyrir á margan hátt.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar mótmælir því þeim harkalega niðurskurði fjármagns til vegaframkvæmda í sveitarfélaginu sem kynntur hefur verið og gerir kröfu til að unnið sé á eðlilegan og nauðsynlegan hátt að uppbyggingu vegakerfis innan þess og þessi ákvörðun verði því endurskoðuð. Þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað, t.a.m. með gríðarlegri aukningu á umferð, gera þá kröfu til ríkisvaldsins að þessi ákvörðun verði endurmetin sem allra fyrst þannig að á árinu 2017 fari framkvæmdir í gang eins og allur undirbúningur hafði miðast við.
Lélegt og vanburða vegakerfi með tilheyrandi slysagildrum má ekki verða takmarkandi þáttur við frekari uppbyggingu og þróun atvinnu- og mannlífs í héraðinu.“

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku HHH, BBÞ, RFK, GE,

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25