153-Fræðslunefnd

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 153

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 21. mars 2017

og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sat fundinn Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra.

Dagskrá:

 

1.   Vinnuskólinn og Sumarfjör 2017 – 1703068
Fyrirkomulag á Vinnuskóla og Sumarfjöri sumarið 2017
Gestir
Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir – 16:00
Sigríður Dóra tómstundafulltrúi var gestur fundarins og fór yfir skipulag síðasta sumars og tillögur um fyrirkomulag sumarsins 2017 varðandi Vinnuskólann og Sumarfjör. Rætt um starfsstöðvar fyrir Sumarfjörið og starfstíma. Ákveðið að leggja til óbreytta gjaldskrá Sumarfjörs frá árinu 2016. Vinnuskólinn verður starfræktur með svipuðu sniði í sumar en að nemendum í sjöunda bekk verði boðið tveggja vikna vinna í garðyrkju í Vinnuskólanum í sumar til reynslu. Auglýst verði eftir leiðbeinendum í Sumarfjörið og flokkstjórum Vinnuskólans. Að lokum var rætt um tómstundaakstur úr Óðali, nýtingu á honum og framtíðar fyrirkomulag.
2.   Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar á menntun án aðgreiningar á Íslandi – 1703029
Niðurstöður úttektar um skóla án aðgreiningar.
Niðurstöður úttektar Evrópumiðstöðvar um skóla án aðgreiningar „Menntun fyrir alla á Íslandi“ sem fram fór m.a. í Borgarbyggð lögð fram og þær sjö megintillögur um æskilegar ráðstafanir sem fram koma í skýrslunni ræddar.
3.   Starfshópur um húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls – 1603090
Kynning á tillögu um leikskóla á Kleppjárnsreykjum og kostnaðarmat hönnuðar
Kostnaðaráætlun hönnuðar leikskóla og grunnskóla á Kleppjárnsreykjum lögð fram. Kostnaður á núverandi hönnun er of hár og þarf að draga úr byggingamagni. Hönnuði var falið að vinna að því að draga úr byggingamagni á viðbyggingu.
4.   Skóladagatal 2017-2018 – 1702105
Skóladagatöl leikskóla og grunnskóla lögð fram.
Skóladagatöl leikskóla og grunnskóla lögð fram. Búið er að samræma skipulagsdaga á þann hátt að þrír skipulagsdagar af fimm á starfstíma nemenda verða þeir sömu í leikskólum og grunnskólum. Skipulagsdagar allra leikskóla verða þeir sömu og skipulagsdagar grunnskóla þeir sömu.
5.   Skólavogin – 1703062
Niðurstöður úr Skólavog lagðar fram.
Niðurstöður úr Skólavog leikskóla og grunnskóla fyrir árið 2015 lagðar fram. Sviðsstjóra falið að taka saman helstu niðurstöður og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
6.   Vetrarleyfi – foreldrakönnun – 1703061
Niðurstöður úr foreldrakönnun vegna vetrarleyfa.
Niðurstöður foreldrakönnunar sýna að 69,83% foreldrar vilja tvískipt vetrarleyfi. Tillaga skólastjórnenda er að hafa vetrarleyfi 16. og 17. nóvember 2017 og 23. febrúar 2018. Tillagan samþykkt.
7.   Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi – 1503031
Fyrsta skóflustunga tekin af viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi.
Hátíðarfundur sveitarstjórnar verður haldinn 22. mars í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness. Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi verður tekin eftir fundinn. Nefndin fagnar þessum áfanga.
8.   Reglur grunnskóla Borgarbyggðar um skólasókn – 1703067
Tillaga að samræmdum reglum grunnskóla Borgarbyggðar um skólasókn.
Tillaga að samræmdum reglum um skólasókn nemenda í grunnskólum Borgarbyggðar lögð fram. Málinu vísað til skólastjórnenda til frekari umfjöllunar. Nefndin leggur áherslu á að reglur og verkferlar séu skýrir og þeim fylgt eftir.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00