152-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

152. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 28. febrúar 2017

og hófst hann kl. 13:30

 

 

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Haraldur Már Stefánsson varamaður og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

 

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

 

Einnig sátu fundinn Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra Tónlistarskólanemenda.

 

Dagskrá:

 

1.   Sveitarfélagakönnun Gallup – 1702115
Niðurstöður íbúakönnunar Gallup 2016
Niðurstöður Borgarbyggðar í íbúakönnun Gallup 2016 lagðar fram. Ljóst er að það eru tækifæri til að gera betur á ýmsum sviðum. Einnig þarf að koma betur á framfæri því góða starfi sem fram fer í stofnunum Borgarbyggðar. Formaður sagði frá því að verið væri að skoða upplýsinga- og kynningarmál hjá sveitarfélaginu sem snúa að íbúum og ferðamönnum.
2.   Skóladagatal 2017-2018 – 1702105
Skóladagatal leikskóla og grunnskóla 2017-2018.
Við gerð skóladagatals fyrir veturinn 2017-2018 er lögð áhersla á að samræma sem flesta starfsdaga leikskóla og grunnskóla. Einnig er áhugi fyrir því að samræma vetrarleyfi grunnskóla Borgarbyggðar og rætt um kosti þess og annmarka. Spurning hvort skipta eigi vetrarleyfi á báðar annir eða hafa eitt samfellt vetrarleyfi á annarri önninni. Ákveðið að fela fræðslustjóra að gera könnun meðal foreldra um fyrirkomulag vetrarleyfis og ganga út frá því að vetrarleyfi verði 5 dagar, skipt á báðar annir eða á annarri önninni. Könnunin verði lögð til grundvallar skipulagi fyrir veturinn 2017-2018.
3.   Beiðni um námsleyfi – 1702114
Beiðni um launalaust námsleyfi
Helga Jensína Svavarsdóttir deildarstjóra GBF-Hvanneyrardeildar fékk úthlutað námsleyfi frá Námsleyfasjóði kennara og skólastjóra grunnskóla veturinn 2017-2018. Leyfið er veitt til að stunda nám í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnunarfræði menntastofnana við Háskóla Íslands. Nefndin óskar Helgu Jensínu til hamingju og samþykkir námsleyfið.
4.   Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum – 1702152
Beiðni leikskólastjóra Andabæjar um tímabundið leyfi.
Sigurður Sigurjónsson leikskólastjóri Andabæjar sækir um tímabundið leyfi frá störfum til loka maí vegna trúnaðarstarfa fyrir Félag stjórnenda leikskóla innan KI. Hann mun áfram stunda störf í Andabæ í 15% starfshlutfalli en aðstoðarleikskólastjóri leysir hann af í 85% starfshlutfalli. Leyfið samþykkt.
5.   Vorfundur Grunns – félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum – 1702109
Vorfundur Grunns haldinn í Húsafelli dagana 26-28 apríl 2017
Vorfundur Grunns Félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum verður haldinn í Húsafelli í apríl 2017. Helstu mál á dagskrá eru niðurstöður PISA, samræmd próf, skóli án aðgreiningar og fagþróun kennara.
6.   Náms- og kynnisferð starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi – 1702110
Beiðni starfsmanna íþróttamiðstöðvar um náms- og kynnisferð í byrjun maí.
Forstöðumaður og starfsfólk íþróttamiðstöðva Borgarbyggðar óska eftir leyfi til að heimsækja íþróttamannvirki í Brighton 1 – 4 maí. Leysa þarf starfsmannahópinn af þann tíma sem hann verður í burtu. Ráða þarf 5-6 manns og er kostnaður um 500.000 krónur. Fræðslunefnd styður kynnisferð starfsmanna með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
7.   Önnur mál fræðslunefndar – 1509013
Rætt um fundartíma nefndarinnar. Ákveðið að næstu fundir verði haldnir kl.16.00 þriðja hvern þriðjudag.

 

 

 

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00