150-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 150

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 12. janúar 2017 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Björk Jóhannsdóttir varamaður, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að einum fundarlið verði bætt við í lok fundar, um breytingar í nefndum, mál nr. 1701131. Var það samþykkt samhljóða.
1.   Skýrsla sveitarstjóra (2017) – 1701103
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.

Skýrsla sveitarstjóra 12. janúar 2017 –

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 148 – 1612007F
Fundargerð 148. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar framlögð
3.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 149 – 1612012F
Fundargerð 149. fundar sveitarstjórnar Borgarbyggðar framlögð.
4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 398 – 1612008F
Fundargerð 398. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.1 1612004 – Sumarlist 2017 – fyrirspurn um húsnæði
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.2 1612016 – Golfklúbbur Borgarness – umsókn um rekstrarstyrk 2017 – 2023
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.3 1612023 – Kvörtun v. stjórnsýslu dags. 6.12.16
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.4 1611226 – Fyrirspurn um álagningu fasteignaskatts á fyrirtæki.
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.5 1611375 – Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.6 1612079 – Styrkbeiðni v. reksturs Aflsins 2017
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.7 1612084 – Hringvegur um Borgarnes – vinnuhópur
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.8 1609077 – Sumarlokun leikskóla 2017
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.9 1612018 – Hótel á Varmalandi – Vatnsöflun, minnisblað
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.10 1602009 – Jöfnunarsjóður – tekjur v. bankaskatts
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.11 1512033 – Önnur mál Umsjónarnefndar Einkunna
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.12 1611178 – Málefni brunavarna í Eyja og Miklaholtshrepp
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.13 1612100 – Bókun um fjárframlög til hafnarframkvæmda
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.14 1612101 – Staðir sem missa netsamband um gervihnött – fyrirspurn frá fjarskiptasjóði
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.15 1612103 – Norrænt vinabæjarmót í Borgarbyggð 2017
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.16 1404090 – Gosbrunnur og stytta
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.17 1612006 – Húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi – húsavist
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.18 1612007 – 178. fundur í Safnahúsi
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.19 1611367 – Eigendafundur OR nóv. 2016
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.20 1612003 – Framtíðarskipan húsnæðismála –
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.21 1611382 – 150 ára afmæli Borgarness – afmælisnefnd
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.22 1612078 – Fundargerð frá 127 fundi stjórnar SSV, 23.11.16
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.23 1612102 – 237. fundur stjórnar OR dags. 28.11.2016
Afgreiðsla 398. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 399 – 1612011F
Fundargerð 399. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða

5.1 1604088 – Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.2 1606052 – Tryggingar sveitarfélagsins
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.3 1612216 – Kjaramál tónlistarkennara – ályktun
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.4 1503031 – Byggingarnefnd viðbyggingar við Grunnskólann í Borgarnesi
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku HHH, GJ, HHH, JEA, BBÞ.
5.5 1612110 – Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 7.12.16
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.6 1401099 – Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.7 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 399. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 400 – 1612013F
Fundargerð 400. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.1 1612261 – Frístund, íþrótta – og tómstundaskóli- gjaldskrá 2017
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.2 1612263 – Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.3 1612264 – Kjaramál sveitarstjórnar
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.4 1612272 – Tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2017
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.5 1612273 – Umsókn um styrk vegna ársins 2016
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.6 1612267 – Ímynd Borgarbyggðar
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.7 1612266 – Mál nr. 143_2016 – Borgarbraut 59, úrskurður
Til máls tóku GE, BBÞ, HHH, JEA, HHH, BBÞ, FL, GJ, GE, JEA, GE, BBÞ, HHH, GJ,

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Lagt er til að Borgarbyggð fái óháðan aðila til að fara yfir feril, málsmeðferð og lagalega stöðu vegna Borgarbrautar 57-59 meðal annars m.t.t bótaréttar. Jafnframt verði haldin íbúafundur hið fyrsta til að upplýsa íbúa um stöðu byggingarframkvæmda og hvers má vænta í framhaldinu.“

Forseti bar upp tillögu um að tillögu Guðveigar yrði vísað til byggðarráðs. Var það samþykkt samhljóða.

Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd fulltrúa Framsóknarflokksins.
„Fulltrúar framsóknarflokksins í sveitarstjórn Borgarbyggðar lýsa þungum áhyggjum af stöðu mála á Borgarbraut 57-59. Ljóst er að krafa um málshraða gæti haft ófyrirséðar afleiðingar í för með sér.
Fulltrúar í framsóknarflokknum lögðu á það áherslur í umræðum um samninga í framhaldi af því að lóðinni var úthlutað að jafnræðis yrði gætt, ábyrgri stjórnsýslur yrðir ekki fórnað á kröfum um málshraða og að tekið yrði mið af lögfræðiáliti tveggja lögfræðinga þar sem skýrt kom fram að Borgarbyggð gæti ekki vikið frá gjaldskrá um gatnagerðargjöld né samþykkt sveitarstjórnar um greiðsludreifingu við innheimtu gatnagerðargjalda. Eins og undirrituð hafa áður nefnt var sérstaklega eftirminnilegt að fulltrúar í sveitarstjórn þurftu að lesa um það í fjölmiðlum þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Það var gert án vitundar minnihluta sveitarstjórnar, og án vitneskju um innihald samnings sem ekki hafði verið lagður fyrir byggðarráð eða sveitarstjórn.
Undirrituð telja brýnt að óháður aðili verði fengin til að fara yfir ferli málsins allt frá byrjun og greina lagalega stöðu sveitarfélagsins í málinu, íbúar verði upplýstir um málið og unnið verði markvisst að bæta vinnubrögð til framtíðar þar sem tryggt verði að embættismenn séu varðir fyrir ágangi og kröfum um vinnubrögð sem standast ekki faglega stjórnsýslu.
Undirrituð telja sérstaklega mikilvægt að tekið sé tillit sjónarmiða ólíkra hagsmunaaðila varðandi Borgarbrautar 57-59 til framtíðar.“

6.8 1612268 – Fundargerð 140. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands 19.12.2016
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.9 1612269 – Fundargerð 845. fundar stjórnar sambandsins dags 16.12.2016
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.10 1612270 – Fundargerð 103 fundar samstarfsnefndar FL og SNS dags. 20.12.2016
Afgreiðsla 400. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 401 – 1701001F
Fundargerð 401. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.1 1612264 – Kjaramál sveitarstjórnar
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.2 1701020 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 2016
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tók BBÞ,
7.3 1701044 – Starfsmannamál 2017
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.4 1612196 – Bréf dags 14.12.2016 v. IKAN ehf – fyrirspurn um meðferð máls
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.5 1701017 – Starfsemi og útköll slökkviliðs Borgarbyggðar 2016 – yfirlit.
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.6 1701019 – Framtíðarsýn og markmiðssetning fyrir Borgarbyggð
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.7 1611086 – Ásgarður fnr.221045 – stofnun lóðar, Leynigarður
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.8 1611087 – Ásgarður fnr.221045 – stofnun lóðar, Galdragarður
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.9 1611082 – Ásgarður fnr.221045 – stofnun lóðar, Dvergasteinn
Afgreiðsla 401. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
8.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 68 – 1701002F
Fundargerð 68. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður Velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
8.1 1701018 – Heimsókn í Ölduna
Afgreiðsla 68. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.2 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 68. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.3 1612263 – Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga
Afgreiðsla 68. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.4 1302001 – Upphæð fjárhagsaðstoðar
Afgreiðsla 68. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 44 – 1701003F
Fundargerð 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Jónína Erna Arnardóttir formaður Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Til máls tóku HHH, JE, GJ, BBÞ, HHH, BBÞ, ÞGB, GE, JEA, ÞGB,Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.1 1701066 – Refa- og minkaeyðing 2017
Afgreiðsla 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.2 1612096 – Framkvæmdaleyfi – Brekkunef, efnistaka
Vatnafélags Norðurár, kt 561091-2189 sækir þann 13. desember 2016 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á 300-400 rúmmetra af sprengdu grjóti í námu merkt Brekkunef E35 í aðalskipulagi Borgarbyggðar. Sveitarstjórn samþykkir að veita Vatnafélagi Norðurár framkvæmdaleyfi fyrir 300-400 rúmmetra efnistöku af sprengdu grjóti úr námunni Brekkunef E35.

Samþykkt samhljóða

9.3 1701047 – Steindórsstaðir: Borun eftir köldu vatni, framkvæmdaleyfi
Veitur ohf, kt 501213-1870 sækja þann 4. janúar 2017 um leyfi til að bora nýja vinnsluholu, SS-03, á brunnsvæði vatnsbóls Veitna ohf í landi Steindórsstaða, lnr. 134469 . Ný vinnsluhola er staðsett innan nýtingarsvæðis OR í samræmi við útgefið nýtingarleyfi. Sveitarstjórn samþykkir að veita Veitum ohf framkvæmdaleyfi til borunar nýrrar vinnsluholu á brunnsvæði vatsbóls Veitna í landi Steindórsstaða.

Samþykkt samhljóða

9.4 1610243 – Niðurskógur, Húsafelli – breyting á deiliskipulagsáætlun
Sveitastjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III, lnr. 134495. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 27. október 2016 og var auglýst frá 17. nóvember 2016 til 29. desember 2016. Engar athugasemdir bárust. Breyting tekur til 3,1 ha spildu austast á skipulagssvæðinu og felur í sér fjölgun byggingarreita um tvo við Brekkuskóg og tilfærslu byggingarreita við Norðurskóga. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Saamþykkt samhljóða.

9.5 1606113 – Deiliskipulag fyrir svæði fyrir frístundabúskap á Hvanneyri
Sveitarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag fyrir frístundabúskap á Hvanneyri, lnr. 133853. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 10. ágúst 2016 og var auglýst frá 24. nóvember 2016 til 5. janúar 2017. Engar athugasemdir bárust. Deiliskipulagið felur meðal annars í sér skilgreiningu á lóðum og byggingareitum fyrir húsdýrabyggingar til frístundanota, beitarsvæði og svæði fyrir reiðvöll. Málsmeðferð verði í samræmi við 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tóku FL, JEA,

Samþykkt samhljóða.

9.6 1610239 – Hvítárskógur 12 – deiliskipulag, breyting
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hvítárskógum 12 í landi Húsafells III, lnr. 134495. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 21. október 2016 og var auglýst frá 17. nóvember 2016 til 29. desember 2016. Engar athugasemdir bárust. Breytingin felur ma í sér breytingu á bygginarreit lóðarinnar Hvítárskógar 12, ásamt breytingu á byggingarskilmálum er varða leyfilega hámarksstærð frístundahúss og geymsluhúss. Mænis og vegghæðir breytast ekki. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.7 1612279 – Kárastaðaland – stöðuleyfi, gámur
Afgreiðsla 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.8 1701098 – Hrafnaklettur 1b fnr. 212585 – byggingarleyfi, viðbygging
Afgreiðsla 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku GE, HHH, JEA, ÞGB,
9.9 1612005 – LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi
Afgreiðsla 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.10 1512033 – Önnur mál Umsjónarnefndar Einkunna
Til máls tók FL, JEA,
Samþykkt samhljóða að vísa þessum lið til byggðarráðs.
9.11 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 127
Afgreiðsla 44. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
10.   Kosningar – breytingar á nefndum – 1701131
Forseti bar upp svohljóðandi tillögu um breytingu á skipan í Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd.

Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Þór Þorsteinsson tekur við sem varaformaður fyrir Erlu Stefánsdóttur. Björk Jóhannsdóttir kemur inn fyrir Unnstein Elíasson.
Varamenn: Geirlaug Jóhannsdóttir kemur inn fyrir Björk Jóhannsdóttur og Þorvaldur Heiðarsson kemur inn fyrir Auði H. Ingólfsdóttur.

Samþykkt samhljóða

Forseti bar upp svohljóðandi tillögu um breytingu á skipan í Velferðarnefnd.

Velferðarnefnd:
Aðalmaður: Unnsteinn Elíasson kemur inn fyrir Björk Jóhannsdóttur.
Varamaður: Ívar Örn Reynisson kemur inn fyrir Erlu Stefánsdóttur.

Samþykkt samhljóða

Forseti bar upp svohljóðandi tillögu um breytingu á skipan í Barnaverndarnefnd

Barnaverndarnefnd:
Unnsteinn Elíasson kemur inn fyrir Erlu Stefánsdóttur

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35