150-Fræðslunefnd

 

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 150

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 17. janúar 2017

og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Jón Arnar Sigurþórsson varamaður, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir áheyrnarfulltrúi og Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Dóra E. Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara tónlistarskólans og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra nemenda í tónlistarskólanum sátu fundinn undir fyrsta lið. Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara sátu fundinn undir öðrum lið. Auk þess sátu fundinn Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjórnenda og Ingibjörg Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólanemenda.

Dagskrá:

 

1.   Kjaramál tónlistarkennara – ályktun – 1612216
Ályktun tónlistarskólakennara í Borgarbyggð.
Fræðslunefnd tekur undir bókun byggðarráðs og þakkar fyrir erindið. Mikilvægt er að nefndin sé vel upplýst um gang viðræðna. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að þrýsta á samninganefndina um að ganga frá samningum sem fyrst. Skólastjóri Tónlistarskólans fór yfir aðstöðu skólans í starfsstöðvum grunnskólanna sem er góð. Upplýsingastreymi frá skólunum er einnig til fyrirmyndar. Nemendur við skólann eru um 160 í vetur og kennarar 8. Tónlistarskólinn verður 50 á þessu ári eða nánar tiltekið 7. september og stefnt er að afmælishátíð í haust. Kristján Finnur var gestur fundarins undir þessum lið og fór yfir þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á húsnæði Tónlistarskólans. Endurnýja á alla glugga og hurðir og hefjast framkvæmdir í næstu viku. Farið verður í múrviðgerðir og húsið málað. Framkvæmdum verður lokið fyrir vorið.

Ályktun frá tónlistarskólakennurum

2.   Samráðshópur um skólahald á Hvanneyri – 1603013
Tillaga um fyrirkomulag skólamála á Hvanneyri
Skólamál á Hvanneyri hafa verið til umfjöllunar hjá fræðslunefnd og sveitastjórn um allt langt skeið. Ákveðið var að skoða sérstaklega ávinning af samreknum leik- og grunnskóla á Hvanneyri, frá 12 mánaða aldri og a.m.k. til loka 4. bekkjar. Fyrir liggur eftir þá vinnu að töluvert rekstrarlegt hagræði yrði af sameiningunni en einnig að nauðsynlegt yrði að byggja við húsnæði Andabæjar og fara í framkvæmdir á lóð.

Í ljósi þess að nú eru að hefjast framkvæmdir við viðbyggingu og lagfæringu á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og verið er að hanna skólahúsnæði fyrir Leikskólann Hnoðraból á Kleppjárnsreykjum, sem einnig verður farið í seinna á þessu ári, þykir ekki ráðlegt að fara í frekari framkvæmdir á skólahúsnæði í bili.

Því leggur fræðslunefnd til að ekki verði ráðist í sameiningu leik og grunnskóla á Hvanneyri en að áfram verði leitað leiða við að byggja upp skólastarfið á Hvanneyri á sem hagkvæmastan hátt. Leggur fræðslunefnd til að skipaður verði starfshópur með fræðslustjóra, skólastjórnendum og húsverði sem vinni tillögur að fyrirkomulagi skólastarfs á Hvanneyri til næstu ára með ofangreint í huga. Tillögum verði skilað til fræðslunefndar í apríl 2017. Jafnframt undirstrikar fræðslunefnd mikilvægi þess að jafnvægi sé í rekstri skóla í Borgarbyggð og stutt við innra starf þeirra, m.a. með innleiðingu skólastefnu Borgarbyggðar.

3.   Beiðni foreldra nemenda í 4. bekk – 1611312
Erindi foreldra barna í 4. bekk í GBF-Hvanneyrardeild sem var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Í ljósi þess að lagt hefur verið til að fara ekki í sameiningu leik- og grunnskóla á Hvanneyri að sinni og grunnskóladeildin heyrir því enn undir Grunnskóla Borgarfjarðar, vísar fræðslunefnd erindinu til skólastjóra stofnunarinnar. Slík ákvörðun heyrir undir innra starf skólans og því nærtækast að skólastjóri ákveði tilhögun starfsins með faglegan ávinning skólans að leiðarljósi. Nefndin leggur áherslu á að skólinn setji sér reglur um fjölda nemenda og bekkjardeilda. Einnig að farið verði eftir þeim reglum ár hvert þegar þegar raðað er niður bekkjardeildum til þess að auka gagnsæi og minnka óvissu fyrir þá foreldra og börn sem um ræðir hverju sinni.

Beiðni til fræðslunefndar um áframhaldandi nám

Ályktun íbúasamtaka

Bréf foreldra

4.   Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016 – 1611375
Kynning á kjarasamningi grunnskólakennara
Farið yfir helstu atriði kjarasamnings grunnskólakennara og þær bókanir sem honum fylgja. Vegvísir samstarfsnefndar Sambandsins og FG vegna málefna grunnskólans hafa borist Borgarbyggð og verður hafist handa við að vinna samkvæmt þeim. Borgarbyggð leggur áherslu á að starfsumhverfi og stuðningur við kennara sé góður þar sem fylgni er á milli ánægju kennara í starfi og árangurs nemenda. Niðurstöður úr samtali við kennara verði lagðar fyrir nefndina. Fræðslustjóra falið að fylgja málinu eftir.

Kynning_kjarasamningur SNS og FG_29 11 2016

Vegvísir vegna bókunar

5.   Niðurstöður PISA og samræmdra prófa – 1612109
Niðurstöður PISA og samræmdra prófa
Niðurstöður PISA 2015 liggja nú fyrir og hefur Borgarbyggð fengið afhentar niðurstöður fyrir sveitarfélagið. Ekki eru gefnar út niðurstöður fyrir hvern skóla fyrir sig, þar sem sá árgangur sem tekur þátt í PISA er fámennur. Niðurstöðurnar sýna að nemendur í Borgarbyggð eru undir landsmeðaltali. Fræðslunefnd leggur áherslu á að niðurstöðunum verði fylgt eftir af fræðslustjóra, skólaþjónustu, skólastjórum, kennurum og foreldrum og bendir á mikilvægi þess að aðilar skólasamfélagsins hafi háar væntingar til árangurs nemenda í Borgarbyggð. Stefnt verði að því að niðurstöður PISA 2018 verði betri og ekki undir landsmeðaltali. Einnig var farið yfir niðurstöður samræmdra prófa. Mikilvægt er að nemendur í Borgarbyggð standi sig vel á samræmdum prófum og að þeir séu vel undir þau búin.

Helstu niðurstöður PISA 2015

6.   Tilkynning um skil starfshóps um málefni Mentor og ný persónuverndarlöggjöf – 1612021
Skýrsla lögð fram
Skýrsla starfshóps um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi í tengslum við álit persónuverndar í máli nr. 2015/1203 lögð fram. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum í samræmi við tillögur starfshópsins. Fræðslunefnd leggur áherslu á að skólastjórnendur kynni sér innihald skýrslunnar og hagi skráningu á persónuupplýsingum um nemendur í samræmi við niðurstöður starfshópsins.

Bréf til sveitarfélaga

Mentor skráning

7.   Skólaakstur, útboð 2017 – 1606064
Útboðsgögn
Tveimur aðilum var gefin kostur á að bjóða í tómstundaakstursferð úr Óðali einu sinni í viku. Var um að ræða tilraunaverkefni til 4 mánaða. Dagleið var með lægra tilboð eða 31.635 krónur með virðisauka ferðin, en Sigurður Þorsteinssson var með tilboð krónur 33.000 með virðisauka ferðin. Einnig barst frávikstilboð frá Sigurði fyrir 20 nemendur, 27.750 krónur ferðin. Könnun hefur verið gerð um nýtingu á tómstunaakstri úr Óðali og er reiknað með að nemendur verði fleiri en 20 í hverri ferð.Því verður samið við Dagleið. Eftir tilraunaverkefnið mun leiðin verða boðin út með útboðinu í skólaakstur sem Ríkiskaup munu sjá um.
Drög að útboðsgögnum fyrir skóla- og tómstundaakstur eru að mestu leyti tilbúin og verið er að leggja lokahönd á kort með akstursleiðum. Gögnin hafa verið unnin í samstarfi við Ríkiskaup og er boðið í akstursleiðir eins og þær eru í dag með fyrirvara um breytingar á tímabilinu. Einnig hafa verið gerðar frekari kröfur um öryggi nemenda og útblástur bifreiða. Að auki er frekari grein gerð fyrir því hvernig eftirliti verður háttað með bifreiðastjórum og öryggisatriði í bifreiðum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05