149-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 149

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 22. desember 2016 og hófst hann kl. 10:05

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 43 – 1612010F
Fundargerð 43. fundar Umhverfis- skipulags – og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

1.1 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Miðsvæði Borgarnes. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M3. Nýr reitur M3 er 0,7 ha að stærð og nær til lóðanna Borgarbrautar 55,57 og 59. Á lóð Borgarbrautar 55 verður nýtingarhlutfall 0,58 á Borgarbraut 57 verður nýtingarhlutfall 1,53 og á Borgarbraut 59 verður nýtingarhlutfall 2,09. Stærð miðsvæðis M1 verður eftir breytingu 5,3 ha og nýtingarhlutfall óbreytt. Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi 20. Desember 2016 í Borgarnesi. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.Til máls tóku GE, HHH, RFK, JEA, GAJ, HHH, BBÞ, MSS, HHH, JEA, HHH, JEA, HHH, JEA, HHH, BBÞ, HHS, GJ, HHH, BBÞ, RFK, FL, BBÞ, HHH, BBÞ,Helgi Haukur Hauksson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Undirritaður leggur til að skipaður verði samráðs- og sáttahópur með fulltrúum íbúa og sveitarstjórnar til að ná betri sátt um skipulags – og byggingarmál á Borgarbraut 57 – 59.“Fundarhlé gert kl. 11:00. Fundi framhaldið kl. 11:45

Helgi Haukur dregur sína tillögu til baka.

Björn Bjarki Þorsteinsson lagði fram eftirfarandi tillögu: „Sveitarstjórn samþykkir að setja á stofn samstarfshóp sem hafi það að markmiði að koma með tillögur varðandi umhverfi miðsvæðis í Borgarnesi, m.a. með tilliti til umferðaröryggis, fjölda og staðsetningu bílastæða, gróðurátaks og fleiri þátta. Byggðarráð taki til afgreiðslu erindisbréf vegna þessarar vinnu.“

Tillagan borin upp til afgreiðslu. Tillagan er samþykkt samhljóða.

1.2 1609112 – Borgarbraut 55 – 59, breyting á deiliskipulaginu frá árinu 2007
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 15.12.2016. Markmið breytingartillögunnar eru að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu hótels í bland við íbúðar- og verslunarhúsnæði á miðsvæði Borgarness. Tillagan var kynnt á opnum íbúafundi 20. desember 2016 í Borgarnesi. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50