149-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 149

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 6. desember 2016 og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Sigurður Guðmundsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir aðalmaður og Heiða Dís Fjeldsted varamaður.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi kennara og Skorradalshrepps, Ingibjörg Þorsteinsdóttir fulltrúi foreldra grunnskólanemenda, Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Konráð J. Brynjarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Dóra E. Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara Tónlistarskólans og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra Tónlistarskólanemenda.

Dagskrá:

 

1.   Skólastefna Borgarbyggðar 2016-2021 – 1505019
Aðgerðaráætlanir skóla lagðar fram
Allir skólar hafa skilað inn aðgerðaráætun v. innleiðingar Skólastefnu Borgarbyggðar. Árlegar starfsáætlanir þeirra munu síðan endurspegla aðgerðaráætlunina. Einnig hefur fræðslunefnd og fjölskyldusvið gert aðgerðaráætlun og er sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að fylgja henni eftir. Eru aðgerðaraætlanirnar mikilvægt skref í innleiðingu þeirra verkefna og áherslna sem fram koma í skólastefnunni.

fraedslunefnd-adgerdaraaetlun

hnodrabol-adgerdaraaetlun

tonlistarskoli-adgerdaraaetlun

klettaborg-adgerdaraaetlun

andabaer-adgerdaraaetlun

ugluklettur-adgerdaraaetlun

grunnskoli-borgarfjardar-adgerdaraaetlun

grunnskolinn-i-borgarnesi-adgerdaraaetlun

2.   Beiðni foreldra nemenda í 4. bekk – 1611312
Beiðni foreldra nemenda í 4. bekk GBF-Hvanneyrardeildar
Erindi foreldra nemenda í 4. bekk GBF-Hvanneyrardeild lagt fram um að börn þeirra fái að stunda nám í 5. bekk í Hvanneyrardeild.
Formaður leggur til að málinu verði frestað til næsta fundar og að frekari upplýsinga verði aflað um málið.
bref-foreldra-v-4-bekkjar-a-hvanneyri
3.   Umsókn um námsleyfi á launum – 1610060
Beiðni um launað námsleyfi ítrekuð
Ítrekun á beiðni um launað námsleyfi leikskólakennara. Beiðninni fylgja undirskriftir leikskólakennara í fjórum leikskólum Borgarbyggðar.
Nefndin ítrekar að beiðnin samræmist ekki Reglum Borgarbyggðar um styrki til starfsmanna í námi með starfi.
Þær reglur gera ekki ráð fyrir því að starfsmenn fái launað námsleyfi umfram launuðu leyfi í staðlotum og vettvangsnámi.
Því er erindinu hafnað.

umsokn-namsleyfi-2

klettaborg-undirskriftir

hnodrabol-undirskriftir

andabaer-undirskriftir

ugluklettur-undirskriftir

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:40