148-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 148

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 8. desember 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra – 1503036
Gunnlaugur A. Júlíusson flutti skýrslu sveitarstjóra

Fjarhagsaetlun 2017 sidari umraeda – GJ.docx

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 147 – 1611002F
Fundargerðin framlögð
3.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 395 – 1611003F
Fundargerð 395. fundar byggðaráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
3.1 1611093 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.2 1611226 – Fyrirspurn um álagningu fasteignaskatt á fyrirtæki.
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.3 1611067 – Bréf dags.2.11.2016 – tilkynning um lyktir máls.
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.4 1607023 – Egilsgata 6 – útgáfa byggingarleyfis, kæra
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.5 1509075 – Sorphirðuútboð 2016
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.6 1611070 – Snorrastofa – umsókn um fjárframlag 2017
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.7 1611143 – Plan B – listahátíð, styrkumsókn
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.8 1611111 – Leikskólar – umsóknir um ferðastyrk
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.9 1611178 – Málefndi brunavarna í Eyja og Miklaholtshrepp
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.10 1601007 – Brákarbraut 15 – tengibygging
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.11 1609077 – Sumarlokun leikskóla 2017
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.12 1509115 – Reiðhöllin Vindási ehf – aðalfundur 2015
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
Til máls tóku RFK, BBÞ,
3.13 1607143 – Hótel Sól og Grunnskólinn á Hvanneyri
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.14 1611218 – Lausar lóðir í Borgarnesi
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.15 1611090 – Ánastaðir – Mikligarður fnr.202211 – stofnun lóðar, Ásgarður 2
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.16 1611215 – Hagræðingaraðgerðir – skýrslur 2015
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
Til máls tóku HHH, BBÞ, HHH, BBÞ,
3.17 1603071 – Umferðaröryggismál
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.18 1611066 – Bréf dags. 6.11.2016, Egilsgata 6.
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.19 1611223 – Kjaramál kennara – áskorun til sveitarstjórnar 15.11.2016
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.20 1610078 – Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.21 1611046 – Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.22 1611114 – Saga Borgarness – 17. fundur ritnefndar
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.23 1401099 – Stefna varðandi fjölfarna ferðamannastaði
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.24 1611018 – Fundargerð 843. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 28.10.16
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.25 1407022 – Eldriborgararáð
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
3.26 1611222 – 139. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands – fundargerð dags.7.11.16
Afgreiðsla 395. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða
4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 396 – 1611004F
Fundargerð 396. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
4.1 1611292 – Háskólinn á Bifröst – staða og horfur
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.2 1611093 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.3 1611229 – Þjóðlendukröfur – niðurstöður óbyggðanefndar á svæði 8B
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku FL, BBÞ
4.4 1611254 – Framboð á lóðum vegna uppbyggingar almennra íbúða
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.5 1609077 – Sumarlokun leikskóla 2017
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.6 1611306 – Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.7 1610078 – Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.8 1611307 – Umf. Skallagrímur 100 ára
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.9 1611046 – Drög að nýrri reglugerð um heimagistingu o.fl.
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tók FL
4.10 1611216 – Bændur græða landið – umsókn um styrk
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tók FL
4.11 1611259 – Hvatning frá Frjálsíþróttasambandi Íslands
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.12 1611256 – Fundargerd 389. fundar Hafnasamband Íslands
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.13 1611257 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.14 1611258 – Fundargerð 177. fundar í safnahúsi dags. 17.11.2016
Afgreiðsla 396. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 397 – 1611007F
Fundargerð 397. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.1 1611361 – Fjárhagsáætlun 2017 – 2020
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku HHH, GAJ, HHH,
5.2 1606052 – Tryggingar sveitarfélagsins
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
Til máls tóku HHH, GAJ, HHH,
5.3 1609077 – Sumarlokun leikskóla 2017
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.4 1610007 – Barnavernd – bakvaktir
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning.
Samþykkt samhljóða.Samningur um greiðslur v. barnaverndar
5.5 1611340 – Viljayfirlýsing um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.6 1611353 – Orkuveita Reykjavíkur – 9 mánaða uppgjör 2016
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.7 1611354 – Trúnaðarfundur um kjaramál 1.12.16
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.8 1611349 – Yrkjusjóður – stuðningur 2017
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.9 1611343 – Ósk um niðurfellingu lóða – Miklaholt fnr. 136022
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.10 1611360 – Snjómokstur að fjölsóttum ferðamannastöðum
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.11 1611363 – Skátafélag Borgarness – umsókn um styrk 2017
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.12 1611173 – „Ert þú skólaforeldri“ – beiðni um styrk
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.13 1611375 – Kjarasamningur Félags grunnskólakennara, des. 2016
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.14 1611367 – Eigendafundur OR nóv. 2016
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.15 1611347 – Fundargerðir stjórnar sambandsins – aðgengi að gögnum.
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.16 1611368 – Akleið fram hjá Borgarnesi – bréf dags 28.11.2016
Afgreiðsla 397. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 148 – 1611001F
Fundargerð 148. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6.1 1606055 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
6.2 1603089 – Starfshópur um framtíðarskipan skólamála á Hvanneyri
Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
6.3 1609020 – Tómstundaakstur – útboð 2017
Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
6.4 1610083 – Sauna við sundlaugina í Borgarnesi
Afgreiðsla 148. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
6.5 1608125 – Frístundakort
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur
Samþykkt samhljóða.
7.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 149 – 1611005F
Fundargerð 149. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
7.1 1505019 – Skólastefna Borgarbyggðar 2016-2021
Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku GE, MSS
7.2 1611312 – Beiðni foreldra nemenda í 4. bekk
Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
7.3 1610060 – Umsókn um námsleyfi á launum
Afgreiðsla 149. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
8.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 42 – 1612004F
Fundargerð 42. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Jónína Erna Arnardóttir formaður Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
8.1 1611384 – Sorphirðuútboð 2017
Afgreiðsla 42. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.2 1607019 – Reykholt – hótel, deiliskipulagsbreyting
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir deiliskipulagbreytingu vegna stækkunar hótels Reykholts, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinargerð dags. 22. júní 2016. Deiliskipulagsbreytingin felur m.a. í sér stækkun hótelsins til austurs. Innan stækkunar byggingarreits til austurs má reisa alt að tveggja hæða hátt hús auk kjallara, allt að 1.400 m2 að stærð. Innan stækkunar byggingarreitsins til vesturs og suðurs má reisa baðlaugar og kjallararými allt að 120 m2 undir núverandi jarðvegsyfirborði. Nýr byggingarreitur er markaður norðan við núverandi aðalinngang. Innan þessa reits verði heimilt að koma fyrir niðurkeyrslurampa og vöruaðkomu að kjallara hússins. Tillagan var auglýst samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010 frá 24. ágúst 2016 ? 5 október 2016. Engar athugasemdir bárust. Málsmeðferð verði í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
8.3 1612005 – LAVA-Hótel Varmaland ehf – breyting á aðalskipulagi
LAVA-Hótel Varmaland ehf kt 560616-0740 sækir þann 1. desember 2016 um leyfi til sveitarstjórnar Borgarbyggðar að láta breyta gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022. Breytingin miðar að breyttri landnotkun í verslun og þjónusta. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að veita leyfið.
Samþykkt samhljóða.
8.4 1611373 – Digranesgata 4 – breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi Digranesgötu 4 í Borgarnesi samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er unnið af Batteríið – Arkitektar dags. 25.11.2016 og felur m.a. í sér fjölgun innkeyrslna frá Digranesgötu úr einni í tvær og að byggingarreitur á suðurhluta lóðar er stækkaður til austurs. Samþykkt að grenndarkynna breytinguna meðal lóðarhafa við Digranesgötu og Brúartorg 6 í Borgarnesi.
Samþykkt samhljóða.
8.5 1612017 – Uxahryggjavegur (52): Borgarfjarðarbraut-Gröf, framkvæmdaleyfi
Vegagerðin, kt. 680269-2889, sækir með bréfi dags. 2. desember 2016, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar Uxahryggjavegar (52) Borgarfjarðarbraut – Gröf (3,8 km). Áætlaður verktími er janúar – september 2017. Umhverfis,- skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að veita framkvæmdaleyfið. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tók RFK,
8.6 1610055 – Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
Afgreiðsla 42. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku RFK, BBÞ,
8.7 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 125
Afgreiðsla 42. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.8 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 126
Afgreiðsla 42. fundar Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 67 – 1611006F
Fundargerð 67. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður Velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
9.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 67. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.2 1607130 – Stuðningur í húsnæðismálum
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur
Samþykkt samhljóða.Reglur um stuðning í húsnæðismálum.
9.3 1611355 – Gjaldskrá félagsþjónustu 2017
Afgreiðsla 67. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku JEA, HHS,
9.4 1607129 – Þjónusta við aldraða
Afgreiðsla 67. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku GJ, HHS,
9.5 1611358 – Umsókn um rekstrarstyrk fyrir 2017
Afgreiðsla 67. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
10.   Afréttarnefnd Þverárréttar – 43 – 1611008F
Fundargerð 43. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
10.1 1611365 – Fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 43. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
10.2 1310090 – Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
Afgreiðsla 43. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
11.   Afréttarnefnd Þverárréttar – 44 – 1611009F
Fundargerð 44. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
11.1 1410100 – Fréttir af fjallskilanefnd Borgarbyggðar
Afgreiðsla 44. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
11.2 1611366 – Álagning fjallskila 2016
Afgreiðsla 44. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
11.3 1310090 – Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
Afgreiðsla 44. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
12.   Afréttarnefnd Þverárréttar – 45 – 1611011F
Fundargerð 45. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
12.1 1509059 – Krókur – afréttarmál
Afgreiðsla 45. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
12.2 1611370 – Smalanir á Hafþórsstöðum, Skarðshömrum og Sveinatungu
Afgreiðsla 45. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
13.   Afréttarnefnd Þverárréttar – 46 – 1611012F
Fundargerð 46. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
13.1 1509059 – Krókur – afréttarmál
Afgreiðsla 46. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
13.2 1611371 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 46. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
13.3 1310090 – Önnur mál afréttarnefndar Þverárréttar.
Afgreiðsla 46. fundar Afréttarnefndar Þverárréttar samþykkt samhljóða.
14.   Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 18 – 1612006F
Fundargerð 18. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
14.1 1612015 – Fjallskil 2015
Afgreiðsla 18. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
15.   Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 19 – 1612001F
Fundargerð 19. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
15.1 1612008 – Umræður um fjallskil á liðnu hausti, 2015
Afgreiðsla 19. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
16.   Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 21 – 1612002F
Fundargerð 21. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
16.1 1612009 – Fjallskil á Skógarströnd
Afgreiðsla 21. fundar Afréttarnefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
17.   Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 22 – 1612003F
Fundargerð 22. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
17.1 1612011 – Fjallskil 2016
Afgreiðsla 22. fundar Afréttarnefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
18.   Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 23 – 1612005F
Fundargerð 23. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstök erindi hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
18.1 1612012 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 23. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
18.2 1612013 – Umræður um fjallskil á liðnu hausti, 2016
Afgreiðsla 23. fundar Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps samþykkt samhljóða.
19.   Umsjónarnefnd fólkvangsins í Einkunnum – 57 – 1611013F
Fundargerð 57. fundar umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna lögð fram eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
19.1 1302035 – Einkunnir deiliskipulag
Afgreiðsla 57. fundar umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.
19.2 1611387 – Staða mála í lok árs 2017
Afgreiðsla 57. fundar umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.
19.3 1511016 – Einkunnir. Verk – og framkvæmdaáætlun
Afgreiðsla 57. fundar umsjónarnefndar fólkvangsins Einkunna samþykkt samhljóða.
19.4 1512033 – Önnur mál Umsjónarnefndar Einkunna
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.
Samþykkt samhljóða.Til máls tóku RFK, JEA, GE,
20.   Heilsueflandi samfélag – 1610137
Sveitarstjóri kynnti þær ákvarðanir sem teknar hafa verið í aðdraganda verkefnisins „Heilsueflandi sveitarfélag í Borgarbyggð“. Ennfremur framlagður nafnalisti yfir þátttakendur í stýrihópi um Heilsueflandi sveitarfélag í Borgarbyggð.

Stýrihópur heilsueflandi samfélag.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan nafnalista
Samþykkt samhljóða
Til máls tók GAJ.

21.   Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, seinni umræða – 1612014
Tillaga að fjögurra ára fjárhagsáætlun 2017-2020 Borgarbyggðar og undirfyrirtækja var lögð fram til seinni umræðu.
Sveitarstjóri kynnti tillöguna og þær breytingar sem hafa orðið á henni frá fyrri umræðu. Í tillögunni er gert ráð fyrir að á árinu 2017 verði tekjur A og B hluta 3.3.625 m.kr. 3.3.791 m.kr. árið 2018, 3.3.946 m.kr. árið 2019 og 4.087 m.kr. árið 2020. Gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur ársins 2017 verði 75,7 m.kr. 123,4 m.kr. árið 2018, 144,2 m.kr. árið 2019 og 157,8m.kr. árið 2020. Til framkvæmda og fjárfestinga verði varið 308,3 m.kr. 2017, 232 m. 2018, 200 m. 2019 og 184 m. 2020.
Til máls tóku RFK, BBÞ, HHH, RFK, GE, HHH, GJ, BBÞ, HHH, BBÞ, GE, MSS, RFK, JEA, HHH, BBÞ, GE, GJ, BBÞ, HHH, GAJ,Greinargerð sveitarstjóra við framlagningu fjárhagsáætlunar 2017 – 2020

fjarhagsaaetlun-2017-_-2020_ab

framkvaemdaaaetlun-2017_2020

Ragnar Frank Kristjánsson fulltrúi Vinstri grænna í Borgarbyggð lagði fram svohljóðandi bókun

„Í góðu samstarfi sveitarstjórna Borgarbyggðar hefur tekist að koma rekstri sveitarsjóðs á farsælli braut eftir fjármálahrunið 2008. Skuldahlutfall og skuldir sveitarstjóðs hafa lækkað á tímabilinu 2011 til 2016.
Fjárhagsleg staða sveitarsjóðs er betri vegna þess búið er að selja eignir, útsvarstekjur og tekjur jöfnunarsjóðs hækka á milli ára. Við sölu fasteigna sveitarsjóðs þá minnkar innri leiga og viðhaldskostnaður. Mikilvægt er að halda áfram að selja þær húseignir sem ekki nýtast sveitarfélaginu og jafnframt að nýta betur það húsnæði sem er nýlegt. Í Brúnni til framtíðar voru sett m.a. markmið um að geta fjárfest fyrir 200 m.kr.á ári að jafnaði án hækkunar skuldahlutfalls, það er mikilvægt svo hægt er að viðhalda m.a. skólahúsnæði sveitarfélagsins.
Endurskoðendur KPMG bentu sveitarstjórn 2015 að taka þyrfti fyrir rekstur Hjálmakletts. Kostnaður aðalsjóðs umfram tekjur hússins voru 32,6 milljónir kr árið 2015. Í framhaldi að athugasemdum endurskoðanda KPMG, setti sveitarstjórn af stað vinnuhóp um betri nýtingu Hjálmakletts. Ein af tillögum vinnuhópsins var að flytja bókasafn Safnahúsins í menningarhúsið og skoða sölu Safnahússins. Því miður hafa engar tillögur vinnuhópsins komist í framkvæmd. Því er skorað á sveitarstjórn að vinna áfram að ná betri rekstri og nýtingu á Hljámakletti og um leið spara útgjöld fyrir sveitarsjóð.
Sveitarstjórn er sammála um að á næstu árum er mikilvægt að taka á ofmönnum í grunnskólum Borgarbyggðar og fækka starfsmönnum í gegnum starfsmannaveltu, en þessi liður gæti sparað mikið í rekstri sveitarsjóðs á næstu árum.
Eftir að hafa komið rekstri sveitarsjóðs á réttan farveg, þá er mikilvægt skoða hvernig hægt er að lækka lóðagjöld og aðrar gjaldskrár, meðal annars til að laða fleirri íbúa til sveitarfélagsins.
Það eru fá sveitarfélög sem bjóða upp á jafn góða þjónustu fyrir íbúa eins og gert er í Borgarbyggð.
Virðingarfyllst Ragnar Frank Kristjánsson, sveitarstjórnarfulltrúar í Borgarbyggð.“

 

Geirlaug Jóhannsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar.
„Ljóst er að staða sveitarsjóðs hefur vænkast umtalsvert á undanförnum árum og uppfyllir Borgarbyggð nú ríflega lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um skuldaviðmið og rekstrarjöfnuð. Uppsöfnuð þörf fyrir viðhald og endurbætur á húsnæði sveitarfélagsins er mikil enda var nauðsynlegum viðhaldsverkefnum slegið á frest þegar rekstrarstaða sveitarfélagsins var í járnum. Brýnust er þörfin á endurbótum fyrir leikskólann Hnoðraból sem í dag starfar við óásættanlegar aðstæður. Unnið er að því í samvinnu við arkitekt og skólastjórnendur að koma leikskólanum fyrir með góðu móti á Kleppjárnsreykjum og er stefnt að því að niðurstaða liggi fyrir fyrir árslok.
Mikilvægt er að minnast einnig þeirra viðhaldsverkefna sem ráðist hefur verið í á undanförnum misserum eins og húsnæði Öldunnar ber einna helst vott um. Á árinu hefur í smáum skrefum verið farið í viðhaldsverkefni á gangstígum eins og endurnýjun á gangstétta við Kveldúlfsvöll og meðfram sjávarsíðunni í neðribænum. Bílastæði við íþróttamiðstöðina fyrir fatlað fólk hefur verið endurnýjað og áfram verður unnið að síkum úrbótum á næsta ári.Áskorunin sem við sveitarstjórnarmenn stöndum frammi fyrir núna er nú annars eðlis en oft áður þegar nauðsynlegt hefur verð að fara í erfiðar hagræðingaraðgerðir í rekstri. Nú skiptir meginmáli að við forgangsröðum skynsamlega þegar kemur að framkvæmdum og áherslum í að bæta þjónustu og búsetuskilyrði svæðsins. Mikilvægt er að við gætum áfram aðhalds í rekstri sveitarfélagsins svo okkur beri ekki af leið. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 er margt sem ber þess merki að þjónusta sveitarfélagsins við íbúa verði aukin. Eftirtalin atriði mætti nefna því til rökstuðnings:
Frístundakort verður tekið upp í Borgarbyggð á árinu 2017 í fyrsta sinn. Framlag fyrir hvert barn á aldrinum 6-18 ára verður samtals 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja til þess að öll börn og ungmenni taki þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð, óháð efnahag.
Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi sem inniheldur fjölnota matsal. Stefnt er að því að vinna hefjist á vormánuðum 2017. Heildarkostnaður við viðbyggingu er áætlaður um 300 milljónir og kostnaður við viðhald á eldra skólahúsnæði er áætlaður um 200 milljónir sem myndu dreifast á 3 ár.
Flutningur leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreyki er fyrirhugaður á árinu 2017. Áætlaður kostnaður við standsetningu húsnæðis er 80 milljónir. Til stendur að selja núverandi húsnæði leikskólans og parhús á Kleppjárnsreykjum til að mæta kostnaði sveitarfélagsins við flutning leikskólans.
Borgarbyggð hefur hafið vinnu við frumhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins. Sveitarfélagið áætlar að leggja 8 milljónir kr. til verkefnisins á árinu 2017.
Borgarbyggð hefur samþykkt að verða heilsueflandi samfélag í samvinnu við Landlæknisembættið. Áhersla verður lögð á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Unnið verður að verkefninu á næstu árum í samvinnu við stýrihóp.
Samþykkt hefur verið að að innrétta tvær íbúðir í sal á efstu hæð Borgarbrautar 65a. Er það gert til að bregðast við skorti á litlum íbúðum fyrir eldri borgara.Á næsta ári verður stöðugildum í ráðhúsi fjölgað um tvö. Annars vegar er um að ræða viðbótar stöðugildi á umhverfis- og skipulagssvið og hins vegar stendur til að ráða mannauðsstjóra. Hlutverk mannauðsstjóra verður einkum að hafa yfirumsjón með mannauðsmálum sveitarfélagsins, þróa og innleiða viðverustjórnunarkerfi og annast upplýsinga- og samskiptamál gagnvart starfsfólki og íbúum.Loks er vert að minnast á afmælishátíð Borgarness sem haldin verður hátíðleg í mars á næsta ári. Undirbúningur er í höndum afmælisnefndar og nú vinnur ritnefnd og bókahöfundur að lokafrágangi Sögu Borgarness sem gefin verður út á afmælinu.
Það er því óhætt að segja að það eru mörg áhugaverð verkefni framundan hjá okkur Borgarbyggð á næsta ári og er það von okkar að sveitarstjórn muni áfram sameiginlega standa að mikilvægum framfaramálum (eins og t.d. ljósleiðaraverkefnið er).
Vinna við fjárhagsáætlun krefst mikillar og vandaðrar vinnu ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs, sveitarstjóra og öðrum sviðsstjórum og forstöðumönnum. Við viljum þakka öllu því góða starfsfólki, sem og fulltrúum í nefndum og ráðum, fyrir óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman og væntum þess að við munum öll standa saman um að framfylgja áætluninni eins vel og kostur er.“

 

Lögð var fram tillaga um að álagning fasteignaskatts í Borgarbyggð 2017 verði:
a-flokkur 0,47% af fasteignamati
b-flokkur 1,32% af fasteignamati
c-flokkur 1,65% af fasteignamati
Tillagan var samþykkt samhljóða.Lögð var fram tillaga um að lóðaleiga í Borgarbyggð 2017 verði 1,5% af fasteignamati íbúðarhúsalóða og 2,0% af fasteignamati annarra lóða.
Tillagan var samþykkt samhljóða.Lögð var fram tillaga að gjaldskrá um leyfisgjald fyrir hunda- og kattahald í þéttbýli Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir söfnun, förgun, mótttöku og flokkun sorps í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir tæmingu rotþróa í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Álftaneshrepps 2017.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfis – og þjónustugjöld skipulagsfulltrúa.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir byggingarleyfis – og þjónustugjöld byggingarfulltrúa.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Slökkvilið Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá íþróttamiðstöðva í Borgarbyggð.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir leikskóla Borgarbyggðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að reglum um greiðslu vegna dvalar barna hjá dagforeldrum..
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var tillaga að gjaldskrá fyrir skólagjöld í Tónlistarskóla Borgarfjarðar.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum Borgarbyggðar og lengdri viðveru.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að reglum um systkinaafslátt.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá félagaheimila.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá Hjálmakletts.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir ljósritun, afrit og skönnun.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Lögð var fram tillaga að gjaldskrá fyrir gámasvæði að Sólbakka 29
Tillagan var samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlunin í heild var samþykkt með 6 atkvæðum, 3 sátu hjá (GE, HHH, FL)

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35