147-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 147

  1. fundur haldinn í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 10. nóvember 2016 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra – 1503036
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.

sveitarstjornarfundur-10-november-2016

2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 145 – 1610004F
Fundagerðin framlögð
3.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 146 – 1610010F
Fundargerðin framlögð
4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 392 – 1610006F
Fundargerð 392. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
4.1 1606055 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.2 1610035 – Hækkun mótframlags launagreiðenda í A deild
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.3 1610017 – Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2016
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.4 1610078 – Verðmat á Orkuveitu Reykjavíkur
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.5 1610043 – Tillaga að endurskoðun á ábyrgðargjaldi OR til eigenda – drög
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.6 1609085 – Rekstrarkostnaður á nemanda eftir stærð grunnskóla 2015
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.7 1606109 – Námsferð GB – umsókn um ferðastyrk
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.8 1610056 – Klettaborg – stækkun og lóð, minnisblað
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.9 1610027 – Snorraverkefnið 2017, beiðni um stuðning
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.10 1610028 – Stafholtskirkjugarður, girðing
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.11 1509024 – NPA samningar
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.12 1610034 – Lækkun á hraða við Atlantsolíu í Borgarnesi – umsögn
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.13 1610049 – Sumarhús fnr. 233-5492 – umsókn um ljósastaura
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.14 1610053 – Ástand mála varðandi tækjabúnað slökkviliðs Borgarbyggðar í Laugargerði.
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.15 1610055 – Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.16 1610015 – Húsnæðismál – Almennar íbúðir
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.17 1610039 – Gerð stjórnunar – og verndaráætlunar fyrir friðlandið Andakíl.
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.18 1610059 – Borgarbraut 65 – heilsugæsla – endurbætur á lóð
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.19 1609092 – Listaverk á stöpul vegagerðarinnar við Borgarfjarðarbrú
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.20 1610038 – Beiðni, dags 9.10.2016 um útskrift úr skjalaskrá Borgarbyggðar.
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.21 1610074 – Ljósleiðari, lögn í vegstæði
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.22 1610021 – Fundargerðir Eigendanefndar Faxaflóahafna nr. 1 – 3.
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.23 1610030 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands Fundargerð 138. fundar f. 3. okt ´16
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.24 1610044 – Fundargerð Eigendanefndar Faxaflóahafna nr. 4 dags. 29.09.2016
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.25 1606069 – 150 ára afmæli Borgarness
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
4.26 1610077 – Fundargerð 126 fundar stjórnar SSV dags. 4.10.16
Afgreiðsla 392. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 393 – 1610008F
Fundargerð 393. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.1 1604088 – Samanburður við fjárhagsáætlun 2016
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.2 1606055 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.3 1610094 – Ósk um langtímaleigusamning á langspildu
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.4 1610052 – Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.5 1509075 – Sorphirðuútboð 2016
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.6 1610105 – Krafa um afturköllun byggingarleyfis að Borgarbraut 59.
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.7 1610022 – Eigendastefna – frumdrög 7.9.2016
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.8 1610097 – Umsókn um stækkun lóðar/nýja lóð
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.9 1609029 – Runkás á Mýrum – Ósk um tengingu við vatnslögn.
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.10 1610083 – Sauna við sundlaugina í Borgarnesi
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.11 1610086 – Erindi til sveitarstjóra dags. 9.10.2016
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.12 1610098 – Stígamót, fjárbeiðni fyrir árið 2017
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.13 1610122 – Nýr rammasamningur um þjónustu hjúkrunarheimila
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.14 1610137 – Heilsueflandi samfélag
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.15 1610135 – Aðalfundur Reiðhallarinnar Vindás ehf. 2016
Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku JEA, GE, HHS.
5.16 1610026 – Kóðinn 1.0 og smátölvan Micro:bit
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
5.17 1610095 – 175. fundur í Safnahúsi – fundargerð
Afgreiðsla 393. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 394 – 1610017F
Fundargerð 394. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6.1 1606055 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.2 1606052 – Tryggingar sveitarfélagsins
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.3 1610153 – Plan-B listahátíð – Fyrirspurn varðandi Sláturhús
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.4 1610234 – Erindi frá Bsv. Brák og Hollvinasamtökum Borgarness
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.5 1509075 – Sorphirðuútboð 2016
Opnun tilboða sameiginlegs útboðs Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar Sorphirða og rekstur móttökustöðva á Akranesi og í Borgarbyggð 2016 – 2021 fór fram 11. október sl.
Eftirfarandi tilboð bárust: Íslenska gámafélagið ehf.: kr. 779.971.800
Gámaþjónusta Vesturlands.: kr. 794.552.780
Sveitarstjórn Borgarbyggðar staðfestir ákvörðun Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar frá 2. nóvember 2016, um að hafna fyrirliggjandi tilboðum þar sem þau eru verulega hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Undirbúa þarf nýtt innkaupaferli.
Samþykkt samhljóðaTil máls tóku JEA,
6.6 1610253 – Arnbjörg – umsókn um ljósastaura
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.7 1610255 – Tækjakaup í íþróttamiðstöð
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.8 1610256 – Ráðningarnefnd
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.9 1611001 – 3. fundur afmælisnefndar Borgarness
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.10 1610137 – Heilsueflandi samfélag
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að hefja undirbúning að því að öðlast viðurkenningu sem heilsueflandi sveitarfélag í samvinnu við Landlæknisembættið. Stýrihópur taki til starfa í janúar 2017 og verði skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum, Menntaskóla Borgarfjarðar, heilsugæslu, lögreglu, UMSB, eldri borgurum, atvinnulífinu, forvarnarfulltrúa, fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs, sveitarstjórn og sveitarstjóra ásamt verkefnastjóra.
Sveitarstjórn óskar eftir að unnið verði að erindisbréfi fyrir stýrihópinn
Samþykkt samhljóða
Til máls tóku JEA, GJ,
6.11 1611002 – Sumarlist 2016 – skýrsla
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.12 1610055 – Samgönguáætlun Vesturlands 2017-2029
1.Hjáleið á þjóðvegi 1 um Borgarnes.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á þjóðvegi 1 um Borgarnes (hjáleið).
Óskað er eftir viðræðum við Vegagerðina um breyttar áherslur sveitarstjórnar varðandi aðalskipulag Borgarbyggðar. Í stað hjáleiðar um Borgarnes verði lögð áhersla á eftirfarandi atriði í samgöngumálum innan Borgarbyggðar:
a.Að bæta umferðaröryggi á þjóðvegi 1 þar sem hann liggur í gegnum Borgarnes.
b.Að fjármunir sem áætlaðir eru í hjáleiðina í Samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2023-2026 verði nýttir til uppbyggingar á vegakerfi í Borgarbyggð.
Tillagan fari til úrvinnslu í umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku JEA, GJ, RFK, GE, BBÞ.
6.13 1610254 – Umsögn um erindi er varða lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málaflokki fatlaðs fólks
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
6.14 1610252 – Fundargerðir stjórnar OR – dags. 26.9 og 3.10.2016
Afgreiðsla 394. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.
7.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 147 – 1610005F
Fundargerð 147. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
7.1 1606055 – Fjárhagsáætlun 2017
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tóku GE, MSS,
7.2 1610063 – Starfsreglur um stuðning í skólum Borgarbyggðar
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tók GE,
7.3 1610052 – Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
7.4 1609077 – Sumarlokun leikskóla 2017, 2018 og 2019
Sveitarstjórn samþykkti að vísa þessum lið til byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku BBÞ, GE, MSS,
7.5 1610060 – Umsókn um námsleyfi á launum
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
7.6 1608125 – Frístundakort
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tók BBÞ,
7.7 1609020 – Tómstundaakstur – útboð 2017
Afgreiðsla 147. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.
Til máls tók FL, MSS, HHS,
8.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 41 – 1610014F
Fundargerð 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Jónína Erna Arnardóttir formaður umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
8.1 1509075 – Sorphirðuútboð 2016
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.2 1610239 – Hvítárskógur 12 – deiliskipulag, breyting
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 21. október 2016. Breytingin felur ma í sér breytingu á byggingarreit lóðarinnar Hvítárskógum 12 lnr. 195328 ásamt breytingu á byggingarskilmálum er varðar leyfilega hámarksstærð frístundahúss og geymsluhúss. Mænis og vegghæðir breytast ekki. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða
8.3 1610241 – Ljósleiðari í Bæjarsveit – framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í Bæjarsveit með fyrirvara um að samþykki Vegagerðarinnar, Minjavarðar Vesturlands og landeiganda liggi fyrir.
Samþykkt samhljóða
8.4 1610025 – Urðarfellsvirkjun – vegabætur, framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegbætur vegna Urðarfellsvirkjunar með efnistöku úr þurrum farvegi Hringgils, efnistöku í námum E51 og E56 þegar leyfi Fiskistofu liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða
8.5 1411002 – Víðines – Aðalskipulagsbreyting, lýsing
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.6 1610243 – Niðurskógur, Húsafelli – breyting á deiliskipulagsáætlun
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinagerð dags. 27. október 2016. Breytingin tekur til 3,1 ha spildu austast á skipulagssvæðinu og felur í sér fjölgun byggingarreita um tvo við Brekkuskóg og tilfærslu byggingarreita við Norðurskóga. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. Skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða
8.7 1611009 – Syðri Hraundalur 2 – Umsókn um deiliskipulag, lýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir lýsingu á deiliskipulagi fyrir Syðri Hraundal 2 lnr. 223296 til auglýsingar. Deiliskipulagið tekur til 11,9 ha svæðis, syðst á jörðinni. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 28. september 2016 og felur meðal annars í sér skilgreiningu á einni lóð fyrir íbúðahús, eina fyrir vinnustofu og aðra fyrir heshús. Tillagan verði auglýst í samræmi við 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða
8.8 1610250 – Eftirlit 2016 – Urðun að Bjarnhólum
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.9 1611004 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir 2017
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
8.10 1610097 – Kaupfélag Borgfirðinga sækir um stækkun lóðarinnar að Egilsholti 1 eða að gerð verði ný lóð Egilsholt 1a.
Afgreiðsla 41. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 66 – 1610016F
Fundargerð 66. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
9.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.2 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.3 1607129 – Þjónusta við aldraða
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.4 1607130 – Stuðningur í húsnæðismálum
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.5 1610248 – Gráu svæðin í velferðarþjónustunni
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
9.6 1610098 – Stígamót, fjárbeiðni fyrir árið 2017
Afgreiðsla 66. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.
10.   Afréttarnefnd Álftaneshrepps – 25 – 1610009F
Fundargerð 25. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
10.1 1610198 – Fjárhagsáætlun afréttarnefndar Álftaneshrepps 2017
Afgreiðsla 25. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps samþykkt samhljóða.
10.2 1512021 – Önnur mál afréttarnefndar Álftaneshrepps
Afgreiðsla 25. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps samþykkt samhljóða.
11.   Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals – 37 – 1610013F
Fundargerð 37. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða
11.1 1610240 – Fjárhagsáætlun BSN 2017
Afgreiðsla 37. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár samþykkt samhljóða.
11.2 1510094 – Önnur mál BSN
Sveitarstjórn samþykkti að vísa síðustu málsgrein bókunarinnar til fjallskilanefndar Borgarbyggðar.

Afgreiðsla 37. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár samþykkt samhljóða að öðru leiti.
Til máls tók BBÞ.

Helgi Haukur Hauksson mætir til fundar kl. 17:20
12.   Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða – 1611093
Fjárhagsáætlun 2017 – 2020, fyrri umræða.
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að fjárhagsáætlun Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árin 2017 – 2020.
Til máls tóku BBÞ, GE, BBÞ, GJ, RFK, HHH, GE, MSS, HHH.
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun f.h. fulltrúa Framsóknarflokks.
„Ljóst er að vinna við hagræðingu í rekstri síðla árs 2014 og á árinu 2015, átak í sölu eigna og auknar skatttekjur hafa skilað þeim árangri að sjóðsstaða sveitarfélagsins er mjög góð. En eins og kunnugt er náðist mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins á árinu 2015 og veltufé frá rekstri tvöfaldaðist milli ára.
Með Brúnni til framtíðar voru sett þau markmið að rekstur sveitarfélagsins stæði undir 200 milljón króna fjárfestingu að jafnaði árlega. Í þeirri áætlun sem hér er sett fram er gert ráð fyrir 295 milljón króna fjárfestingu sem kann að skýrast af því að lítið sem ekkert hefur verið framkvæmt á yfirstandandi ári. Það þýðir þó að gengið verður á handbært fé sem nemur 135 milljón krónum í A hluta. Ef vilji er fyrir því hjá meirihluta sveitarstjórnar að halda sig við þau markmið sem samþykkt voru með Brúnni til framtíðar um að sala eigna væri m.a nýtt til að greiða niður skuldir umfram afborganir lána og að rekstur sveitarfélagsins standi undir fjárfestingum til framtíðar er nauðsynlegt að upplýsingar liggi fyrir um áætlanir þar að lútandi.
Greinilegt er að gert hefur verið hlé á þessu ári á áframhaldandi vinnu við hagræðingu í rekstri og lítill slagkraftur hefur verið í að framfylgja þeim framkvæmdum og verkefnum sem búið var að gera ráð fyrir á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Á framkvæmdaráætlun er ljóst að verið er að ýta mjög brýnum fjárfestingum fram í tímann.
Í þeim forsendum sem lágu til grundvallar að Brúnni til framtíðar var rætt um að nýta fyrirliggjandi gögn um lýðfræðilega þróun. Það hefur m.a. komið í ljós að fyrir liggur að sveitarfélagið á mikinn fermetrafjölda af ónýttu skólahúsnæði þegar litið er til framtíðar. Á næstu þremur árum er gert ráð fyrir að fjárfesting í skólahúsnæði verði tæpar 600 milljónir. Það skal tekið fram að það er sérstakt fagnaðarefni að hafist verði handa við löngu tímabært verkefni sem snýr að endurbótum á Grunnskólanum í Borgarnesi, það er eina skólastofnunin okkar sem t.d. hefur ekki mötuneyti fyrir nemendur. Það er ljóst að hluti af þeim fjárfestingartillögum sem hér eru lagðar fram eru byggðar á væntingum en ekki fyrirliggjandi gögnum. Hvenær er kominn tími til að huga að innra starfi skólanna frekar en að auka við fjárfestingar sem munu kalla fram aukinn rekstrarkostnað? Í því samhengi bendi ég annarsvegar á rannsókn Vífils Karlssonar og Sveins Agnarssonar sem finna má úrdrátt úr á eftirfarandi vefslóð. http://www.frettatiminn.is/grunnskolarnir-ordnir-dyrari-en-namsarangur-verri/
Og skýrslu Vífils Karlssonar um lýðfræðilega þróun undanfarinna ára og framtíðarspár þar að lútandi.
Fulltrúar Framsóknarflokksins vekja athygli á því að samkvæmt mannfjöldaspá er eðlilegt að næsta stóra verkefni á eftir Grunnskólanum í Borgarnesi verði að ráðast verði í verulegar endurbætur og viðbyggingu á íþróttahúsinu í Borgarnesi. Húsið er löngu sprungið vegna mikillar aðsóknar. Mikilla endurbóta er þörf og fyrir liggur að ekki hefur náðst að ljúka við framkvæmdir sem þó þegar hefur verið hafist handa við. Þá er ljóst að eldri borgurum mun fjölga næstu árin og mikilvægt er að leggja grunn að því að aðstaða fyrir alla aldurshópa til heilsueflingar og félagsstarfs sé eins góð og kostur er, enda verður það eðlileg krafa til framtíðar. Mannfjöldaspár gefa það einnig til kynna að það sé forgangsverkefni að ráðast í viðbyggingu og framkvæmdir við leikskólann Klettaborg. Í framkvæmdaráætlun til næstu ára þarf að huga að því að skapa fjölskylduvænt samfélag með leikvöllum og sparkvöllum fyrir börn og unglinga. Þessum framkvæmdum hefur hinsvegar verið frestað til komandi ára. Það er von mín að áfram verði hugað að því að treysta rekstur sveitarfélagsins til framtíðar í samræmi við Brúnna til framtíðar þar sem lagður var grunnur að því að ákvarðanataka sveitarfélagsins væri vel rökstudd og byggð á traustum greiningum og gögnum og langtímasjónarmiðum. Kyrrstaða er ekki góð og þegar vel árar þá er mikilvægt að nýta tækifærið og halda áfram að hagræða, breyta, takast á við áskoranir og byggja upp til framtíðar.“ 

Geirlaug Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihluta sveitarstjórnar
„Í framlagðri fjarhagsáætlun er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 130.729 m.kr. fyrir A og B hluta sveitarsjóðs. Veltufé frá rekstri er áætlað að verði 386.621 m.kr. Ekki er gert ráð fyrir lántöku á næsta ári og þess má geta að heimild í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs til lántöku var ekki nýtt frekar en árið 2015. Skuldir hafa því farið lækkandi og er áætlað að skuldahlutfall verði 125,8% árið 2017. Staða sveitarsjóðs hefur vænkast verulega á undanförnum árum og uppfyllir Borgarbyggð nú ríflega lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um skuldaviðmið og rekstrarjöfnuð.
Lykilatriði fjárhagsáætlunar 2017
Rekstarafkoma A og B hluta samkvæmt fyrirliggjandi áætlun er jákvæð um 130 millj. kr.
Skatttekjur hækka um 213 millj. kr. á milli áranna 2016 og 2017 og nema 2.993 millj. kr. sem er 7% hækkun miðað við útkomuspá fyrir árið 2016.
Útsvarstekjur nema 1.592 millj. kr. og hækka um 7,6% miðað við útkomuspá fyrir árið 2016.
Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 450 millj. kr. sem er 2% hækkun frá 2016. Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði munu lækka frá fyrra ári því álagningarprósenta verður lækkuð úr 0,49 í 0,47.
Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs nemi 891 millj. kr. sem er 10% hækkun frá áætlaðri útkomu 2016.

Engar lántökur eru áætlaðar á árinu 2017 og skuldahlutfall er áætlað 125,8% og hefur það lækkað ár hvert á undanförnum árum.

Áætlunin gerir ráð fyrir 3,9% verðbólgu.

Á árinu 2017 er ráðgert að framkvæma fyrir 275 m.kr. Stærsta einstaka framkvæmdin er viðbygging á fjölnota matsal við Grunnskóla Borgarness en áætlaður kostnaður við bygginguna er um 300 mkr. sem dreifist á tvö ár. Næst stærsta framkvæmdin sem ráðist verður í á næsta ári er flutningur leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreyki og gerir framkvæmdaáætlun ráð fyrir um 80 milljónum króna í þá framkvæmd en sala eigna mun að hluta til dekka þann kostnað. Malbikun Kveldúlfsgötu og endurnýjun gangstétta verður framkvæmd á vormánuðum 2017 og kostar sú framkvæmd um 60 milljónir.

Áhersluverkefni 2017
Frístundakort verður tekið upp í Borgarbyggð á árinu 2017 í fyrsta sinn. Framlag fyrir hvert barn á aldrinum 6-18 ára verður samtals 20.000 á ári. Markmið framlagsins er að hvetja til þess að öll börn og ungmenni taki þátt í frístundastarfi í Borgarbyggð, óháð efnahag.

Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi sem inniheldur fjölnota matsal. Stefnt er að því að vinna hefjist á vormánuðum 2017. Heildarkostnaður við viðbyggingu er áætlaður um 300 milljónir og kostnaður við viðhald á eldra skólahúsnæði er áætlaður um 200 milljónir sem myndu dreifast á 3 ár.

Flutningur leikskólans Hnoðrabóls á Kleppjárnsreyki er fyrirhugaður á árinu 2017. Áætlaður kostnaður við standsetningu húsnæðis er 80 milljónir. Til stendur að selja núverandi húsnæði leikskólans og parhús á Kleppjárnsreykjum til að mæta kostnaði sveitarfélagsins við flutning leikskólans.

Borgarbyggð hefur hafið vinnu við frumhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu ljósleiðara um dreifbýli sveitarfélagsins. Sveitarfélagið áætlar að leggja 8 milljónir kr. til verkefnisins á árinu 2017.

Borgarbyggð stefnir að því að verða heilsueflandi samfélag í samvinnu við Landlæknisembættið. Áhersla verður lögð á að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum. Unnið verður að verkefninu á næstu árum í samvinnu við stýrihóp.“

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að álagning útsvars í Borgarbyggð á árinu 2017 verði 14,52% af tekjum“
Samþykkt samhljóða

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna hjá sveitarfélaginu taki ekki mið af hækkunum samkvæmt nýföllnum úrskurði Kjararáðs. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð þegar Alþingi hefur tekið til umfjöllunar úrskurð Kjararáðs.“
Samþykkt samhljóða

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2017 til 2020 til síðari umræðu.“
Samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05