147-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 147

  1. fundur haldinn í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14

í Borgarnesi, 25. október 2016 og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Magnús Smári Snorrason formaður, Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður og Sigurður Guðmundsson aðalmaður.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi kennara og Skorradalshrepps, Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Halldóra Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, Dóra E. Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara Tónlistarskólans og Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra Tónlistarskólanemenda.

Dagskrá:

 

1.   Fjárhagsáætlun 2017 – 1606055
Fjárhagsáætlun skóla, tómstunda og íþróttamála
Farið yfir fjárhagsáætlun fyrir fræðslumál, íþrótta- og tómstundamál og samanburð á síðustu fjórum árum.
Rætt um að gjaldskrár hækki um 3% v. verðlagshækkana. Einnig lagt til að verð á einstaka miða í sund hækki í 900 krónur.
2.   Starfsreglur um stuðning í skólum Borgarbyggðar – 1610063
Sameiginlegar starfsreglur vegna stuðnings í skólum Borgarbyggðar lagðar fram til samþykktar
Drög að sameiginlegum starfsreglum vegna stuðnings í skólum Borgarbyggðar lögð fram. Starfsreglurnar samþykktar með framkomnum breytingum.

sameiginlegar-starfsreglur-um-studning-i-skolum-borgarbyggdar-okt-2016-loka

3.   Rekstrarkostnaður á hvert heilsdagsígildi eftir stærð leikskóla – 1610052
Samanburður á kostnaði við rekstur leikskóla á Íslandi
Samanburður á rekstrarkostnaði leikskóla á Íslandi lagður fram. Rætt um þær forsendur sem liggja að baki. Formaður ítrekar mikilvægi þess að gæta aðhalds og vera vakandi fyrir rekstri skólanna.
4.   Sumarlokun leikskóla 2017, 2018 og 2019 – 1609077
Tillaga að fyrirkomulagi sumarlokunar leikskóla 2017, 2018 og 2019
Farið yfir umsagnir foreldraráða og stjórnenda leikskóla um tillögu að sumarlokun. Tillaga að fyrirkomulagi sumarlokunar leikskóla næstu þrjú árin samþykkt.

tillaga-ad-sumarlokun-leikskola

5.   Umsókn um námsleyfi á launum – 1610060
Umsókn aðstoðarleikskólastjóra Klettaborgar um námsleyfi á launum
Lögð fram umsókn um námsleyfi á launum í fjóra og hálfan mánuð. Umsóknin samræmist ekki Reglum Borgarbyggðar um styrk til starfsmanna í skólum. Umsækjanda er bent á að sækja um styrk til náms samkvæmt reglum Borgarbyggðar.
6.   Frístundakort – 1608125
Fyrirkomulag frístundakorts
Verið er að skoða útfærslu á rafrænni afgreiðslu frístundastyrks í gegnum Nóra kerfið. Íþróttafélögin eru að taka upp skráningu námskeiða og mun Borgarbyggð taka upp Hvata kerfið sem er rafræn umsýsla frístundastyrks. Unnið er að málinu og ákveðið að afgreiða reglur um frístundastyrk á næsta fundi nefndarinnar.
7.   Tómstundaakstur – útboð 2017 – 1609020
Leiðir sem í boði verða
Lögð fram tillaga um að í útboði á tómstundaakstri verði gengið út frá sama fyrirkomulag á akstri og nú er. Því til viðbótar verði boðið í eina ferð í viku í félagsmiðstöðina Óðal fram og til baka með unglinga frá Baulu, Kleppjárnsreykjum og Hvanneyri. Lögð verði áhersla á að hægt verði að endurskoða akstursleiðir á útboðstímanum með tilliti til þarfa barna og ungmenna. Nefndin undirstrikar mikilvægi þess að íþróttafélögin skipuleggi æfingar með tilliti til tómstundaaksturs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:11