146-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 146

  1. fundur

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 28. október 2016 og hófst hann kl. 09:15

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Ragnar Frank Kristjánsson aðalmaður, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:

 

1.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 40 – 1610007F
Fundargerð 40. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
1.1 1610025 – Urðarfellsvirkjun – vegabætur, framkvæmdaleyfi
Afgreiðsla umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.
1.2 1609111 – Miðsvæði Borgarnes – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar
Sveitarstjórn samþykkir lýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – Nýtingarhlutfall götureits á miðsvæði Borgarness, Borgarbraut 55,57 og 59 til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 24. október 2016 og felur í sér breytingu fyrir götureit innan miðsvæðis Borgarness M. Innan miðsvæðis verður skilgreindur götureitur þannig að úr verði tveir miðsvæðisreitir M1 og M2. Tillagan verði auglýst í samræmi við fyrstu málsgrein 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20