146-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 146. fundur  

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 4. október 2016

og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Haraldur Már Stefánsson varamaður og Einar G. Örnólfsson varamaður.

Einnig sátu fundinn Sjöfn Vilhjálmsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét H.Gísladóttir fulltrúi leikskólakennara, Aldís Arna Tryggvadóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskólans, Hrafnhildur Tryggvadóttir fulltrúi foreldra tónlistarskólabarna, Dóra E. Ásbjörnsdóttir fulltrúi kennara í tónlistarskólanum, Júlía Guðjónsdóttir fulltrúi skólastjóra.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Dagskrá:

 

1.   Sumarlokun leikskóla 2017 – 1609077
Tillaga að fyrirkomulagi sumarlokunar leikskóla árið 2017
Lögð fram tillaga fræðslustjóra um að sumarlokun leikskóla í Borgarnesi skarist um tvær vikur.
Fulltrúi foreldra leikskólabarna lagði fram hugmynd um að einn leikskóli í Borgarnesi yrði opinn allt sumarið og að börn á öllum leikskólum hafi aðgang að honum.
Leikskólastjórar leggja til að í fyrsta lagi verði lokað í fjórar vikur í júlí eins og verið hefur. Í öðru lagi að þrjár vikur í júlí verði báðir leikskólarnir lokaðir,en skipta á milli sín einni viku fyrir lokun og einni viku eftir.
Varaformaður leggur til að tvær tillögur verði lagðar fyrir foreldraráð leikskólanna, annars vegar tveggja vikna sameiginleg lokun og hins vegar þriggja vikna sameiginleg sumarlokun. Leitað verði eftir áliti foreldraráða um hvort börn úr sveitunum hafi aðgang að leikskóla í Borgarnesi þegar leikskólinn er lokaður í sveitunum. Einnig að leitað verði umsagnar fulltrúa atvinnurekenda og leikskólastjóra. Lagt er til að niðurstaða liggi fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.
 
2.   Fjárhagsáætlun 2017 – 1606055
Helstu áherslur í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017
Farið yfir tímaáætlun og helstu forsendur fjárhagsáætlunar. Varaformaður undirstrikar mikilvægi símenntunar og að starfsmenn sem sækja sér menntun meðfram starfi haldi launum í námi. Einnig fór varaformaður yfir helstu framkvæmdir á næsta ári, eins og viðbyggingu við Grunnskólann í Borgarnesi, viðgerðir við Tónlistarskólann, viðhald á Óðali, breytingar á skólahúsnæðinu á Kleppjárnsreykjum og skólahald á Hvanneyri. Fram kom mikilvægi þess að efla verk-, raun-og listgreinar og að íslenska og stærðfræði séu ávallt í forgrunni. Mikið fé er lagt í skólahald í Borgarbyggð eins og samanburður við önnur sveitarfélög sýnir. Mörg verkefni eru í gangi í skólunum og starfsfólk að sækja sér fræðslu á ýmsum stöðum. Rætt var um Heilsueflandi leikskóla og verkefnið Forritarar framtíðar sem dæmi um áhugaverð verkefni sem unnin eru í skólunum. Einnig rætt um að skólarnir eru allir umhverfisvænir og eru að gera mjög vel í þeim efnum. Endurnýja þarf heimasíður leikskóla á næstunni. Ákveðið að ræða fjárhagsáætlun 2017 á næsta fundi.
 
3.   Starfsáætlanir skóla og tómstundamála 2016-2017 – 1609076
Starfsáætlanir lagðar fram
Starfsáætlanir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttamannvirkja og íþrótta- og tómstundamála lagðar fram.
Starfsáætlanirnar sýna vel það öfluga starf sem fram fer í skólum og frístundastarfi í Borgarbyggð. Starfsáætlanirnar verða aðgengilegar á heimasíðum skólanna.
 
4.   Skólastefna Borgarbyggðar – 1505019
Íbúafundur um skólastefnu Borgarbyggðar
Íbúafundur um Skólastefnu Borgarbyggðar verður haldinn fimmtudaginn 6. október kl.20.00.
Á dagskrá er kynning formanns fræðslunefndar á helstu áherslum í stefnunni. Einnig erindi frá Jóni Torfa Jónssyni um skóla framtíðarinnar og Nönnu Christiansen um stuðning foreldra við nám og skólastarf. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti.
 
5.   Kosningavakning ungs fólks – 1609008
Hvatning til eflingar lýðræðisvitundar barna og ungmenna
Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Innanríkisráðuneytinu lagt fram þar sem vakin er athygli á verkefninu Kosningavakning og vefsvæðinu egkys.is. Hvetur nefndin grunnskóla í Borgarbyggð að taka þátt í kosningavakningunni og nýta þetta tækifæri til að efla lýðræðismenntun í skólum.
 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00