144-Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 12. desember 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 144

 

1.   Litli-Lækur – byggingarleyfi, íbúðarhús – 1711114
Landnr: 226299
Umsækjandi: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569, sækir um fyrir þau, Jóakim Pál Pálsson, kt: 240392-2249 og Láru Maríu Karlsdóttur, kt. 110891-2379.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir byggingu einbýlishúss með innbyggðum bílskúr á lóðinni Litli Lækur sem nýbúið er að stofna úr landi Hrafnkelsstaða í Hraunhreppi, samkv. uppdráttum frá Ómari Péturssyni, kt: 050571-5569, dags: 02.11.2017.
Stærðir: 236,8 m2 og 585,432 m3
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
2.   Langárfoss lnr. 135938 – byggingarleyfi, viðbygging – 1710067
Bókun frá 142 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 20. október 2017.
Landnr:135938
Umsækjandi: B2B ehf. kt: 430709-0540.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við einbýlishús á lóðinni Langárfoss, samkv. uppdráttum frá Davíði Kr. Pitt, kt: 101069-5249, dags: 05.10.2017.
Stærðir fyrir beytingu: 225,9 m2 og
Eftir breytingu: 460,3 m2 og 1401,3 m3
Hönnuður: Davíð Kr. Pitt, kt: 050571-5569.Erindinu er hafnað á þeim forsendum að gera þarf betur grein fyrir flóttaleiðum á efri hæð eldra húss og einnig á viðbyggingu þar sem flóttaleið er gerð út um þakglugga. Ekkert kemur fram um stærðir björgunaropa og einnig þarf að gera grein í byggingarlýsingu hvernig fólk bjargar sér til jarðar og sýna það á teikningu.
Erindið er samþykkt þar sem ný hönnunargögn hafa borist er varða björgunarop. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3.   Geitland v. Langjökul lnr. 172945 – Stöðuleyfi, bogahýsi – 1705059
Bókun frá 133 afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 18. maí 2017.
Landnr: 172945
Umsækjandi: Haukur Herbertsson, kt:150481-5549 sækir um fyrir hönd Skálpa ehf. kt: 550206-1290.
Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir bogahýsi, 5 metra breitt og 30 metra langt. Bogahýsið yrði færanlegt og fjarlægjanlegt með lítilli fyrirhöfn. Ekkert jarðrask verður við komu hýsisins. Gildistími stöðuleyfis er frá 01.07.2017-01.07.2018. Bogahýsið yrði staðsett austan megin á lóðinni, nálægt lóðarmörkum.
Stærðir: 150 m2.Erindinu er frestað og óskað eftir nánari upplýsingum varðandi grundun, byggingarefni, upplýsingum varðandi útlit og fyrirhugaða notkun hússins.
Erindið er samþykkt þar sem ný hönnunargögn hafa borist er varða grundun, byggingarefni, útlit og fyrihugaða notkun. Byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi frá 1. janúar 2018 til 1. janúar 2019 að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4.   Stóri-Árás vestan 3 lnr. 135328 – byggingarleyfi, frístundahús – 1711055
Landnr: 135328
Umsækjandi: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569, sækir um fyrir Sævar Brynjólfsson, kt: 150242-3209.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Stóri-Árás vestan 3, samkv. uppdráttum frá Ómari Péturssyni, kt: 050571-5569, dags: 06.11.2017.
Stærðir: 41,1 m2 og 111,708 m3
Hönnuður: Ómar Pétursson, kt: 050571-5569.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:45