143-Fræðslunefnd Borgarbyggðar

Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 143

  1. fundur Fræðslunefndar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, þriðjudaginn 21. júní 2016 og hófst hann kl. 13:30

Fundinn sátu:

Lilja Björg Ágústsdóttir varaformaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður og Heiða Dís Fjeldsted varamaður.

Fundargerð ritaði:  Anna Magnea Hreinsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Einnig sátu fundinn Arna Einarsdóttir, fulltrúi grunnskólakennara, Bára Sif Sigurjónsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Steinunn Baldursdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sæunn Kjartansdóttir fulltrúi starfsfólks leikskóla og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Dagskrá: 

1. 1310061 – Samningur um „Leiðtoginn í mér“
Tillaga að samningi um verkefnið „Leiðtoginn í mér“ lögð fram. Steinunn Baldursdóttir og Kristín Gísladóttir leikskólastjórar munu halda nýliðanámskeið í haust fyrir starfsfólk leikskólanna og GBF sem ekki hefur sótt námskeið. Steinunn ræddi hvernig hún telur verkefnið hafa nýst starfsfólki og nemendum skólanna. Áhugavert hefur verið fyrir alla að tileinka sér venjurnar sjö. Sæunn Ósk bætti við að verkefninu hafi fylgt nýr lífsstíll fyrir marga. Rætt um mikilvægi þess að námsgögn séu á íslensku og að skólarnir hafi aðgang að íslensku námsefni.
Fylgiskjal:Samningur um Leader in me
2. 1605042 – Endurskoðaðar starfsreglur um stuðning í leikskólum Borgarbyggðar
Endurskoðaðar starfsreglur um stuðning í leikskólum lagðar fram. Umræða varð um hvort um fullgildar greiningar verði að ræða hjá greiningarteymi sem fyrirhugað er að verði starfrækt hér í samstarfi við heilsugæsluna. Talið er að svo verði. Varaformaður lagði til að gerðar verði sameiginlegar verklagsreglur fyrir leikskóla og grunnskóla. Lagði varaformaður til að aukinn áhersla yrði lögð á ráðgjöf um kennslu og starfshætti í skólum og að kennarar vinni saman í teymum. Einnig verði sameiginlegar verklagsreglur til að auka samfellu milli skólastiga. Samþykkt að fresta málinu fram í september og vinna að gerð sameiginlegra reglna.
3. 1603063 – Fræðsluáætlun 2016-2017
Fræðsluáætlun fyrir veturinn 2016-2017 lögð fram. Fengist hafa styrkir til að vinna að nýsköpun í skólastarfi kr. 1.500.000 frá Sprotasjóði, í teymiskennslu kr. 504.000 frá Endurmenntunarsjóði grunnskólakennara og til jafnréttiskennslu kr. 1.000.000 frá Jafnréttissjóði Íslands. Nýtast styrkirnir til að móta fræðslu og kennslu fyrir kennara og annað starfsfólk. Námskeiðin verða opin fyrir allt starfsfólk Borgarbyggðar.
Fylgiskjal:Fræðsluáætlun
4. 1505019 – Skólastefna Borgarbyggðar
Skólastefnan lögð fram til samþykktar. Almenn ánægja er með að endurskoðun skólastefnu skuli vera lokið. Leggur varaformaður til að haldinn verði íbúafundur í haust þar sem skólastefnan verður kynnt og það fjölbreytta skólastarf sem unnið er í Borgarbyggð. Einnig að hver skóli móti innleiðingaráætlun til þriggja ára og leggi fyrir fræðslunefnd næsta vetur. Skólastefnan samþykkt.
Fylgiskjal:Skólastefna Borgarbyggðar
5. 1606034 – Verklagsreglur vegna áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd Borgarbyggðar
Farið yfir tillögu að verklagsreglum vegna áheyrnarfulltrúa í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Reglurnar samþykktar.
Fylgiskjal:Verklagsreglur

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15