143-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

  1. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa

haldinn  á skrifstofu byggingarfulltrúa, 14. nóvember 2017

og hófst hann kl. 13:00

 

Fundinn sátu:

Guðrún S. Hilmisdóttir verkefnisstjóri, Gunnar S. Ragnarsson skipulags- og byggingfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði:  Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

 

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 143

 

1.   Steindórsstaðir lnr. 134469 – byggingarleyfi, dæluskúr. – 1711023
Landnr:134469
Umsækjandi: Stefán Örn Stefánsson, kt: 140147-4519, sækir um fyrir hönd Veitur ohf., kt: 501213-1870.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir dæluskúr kaldavatnsborholu í landi Steindórsstaða í Reykholtsdal, samkv. uppdráttum frá Argos ehf., dags: 1.10.2017.
Stærðir: 20,5 m2 og 49,572 m3
Hönnuður: Stefán Örn Stefánsson, kt: 140147-4519.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
2.   Tröð lnr. 136087 – byggingarleyfi, niðurrif – 1711024
Landnr: 136087
Umsækjandi: Haukur Gunnlaugsson, kt: 190962-2109.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir niðurrifi á matshlutum, 04 0101 fjárhús, 06 0101 hlaða og 13 0101 votheysturn, að bænum Tröð í Kolbeinsstaðarhreppi.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að nánari upplýsingar berist er varða förgun á niðurrifsúrgangnum, samanber grein 15.2.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi eftir að nánari upplýsingar berist er varða förgun niðurrifsúrgangs, að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
3.   Laxeyri lnr. 134519 – stöðuhýsi, stöðuleyfi. – 1711029
Landnr: 134519
Umsækjandi: Kristrún Snorradóttir, kt: 161076-5709, sækir um fyrir hönd Hraunfossar-Barnafoss ehf., kt: 6810160580.
Erindi: Sótt er stöðuleyfi frá 15 nóvember 2017 til 15 nóvember 2018, fyrir stöðuhýsi sem er 38 m2 að stærð og verður staðsett við íbúðarhúsið að Laxeyri.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að upplýsingar er sýna útlit og fyrirhugaða staðsetningu stöðuhýsis á afstöðu eða loftmynd sem sýnir fjarlægð að næstu byggingum. Byggingarfulltrúa falið að gefa út stöðuleyfi eftir að nánari upplýsingar berist er varða staðsetningu og útlit stöðuhýsis, að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.6.1. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
4.   Böðvarsgata 13 lnr. 135584 – byggingarleyfi, klæðning – 1710101
Landnr:135584
Umsækjandi: Einar Kristján Magnússon, kt: 211262-5679 og Zsuzsanna Budai, kt: 101264-2119.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir að klæða Böðvarsgötu 13 að utan með báruálklæðningu.
Erindið er samþykkt. Framkvæmdin þarfnast ekki útgáfu byggingarleyfis þar sem fyrirhuguð framkvæmd flokkast undir grein, sbr.gr. 2.3.5., liður c, í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
5.   Deildartunga 3 lnr. 222999 – byggingarleyfi, útiklefar – 1711045
Landnr:222999
Umsækjandi: Dark Studio ehf., kt: 410611-1200, sækir um fyrir hönd Krauma náttúrulaugar., kt: 671113-1280.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir útiklefum, um er að ræða óeingraða byggingu sem tengist núverandi aðalbyggingu og starfsemi Kraumu náttúrulauga í Reykholtsdal, samkv. uppdráttum frá Dark Studio ehf., kt: 410611-1200,dags: 1.11.2017.
Stærðir: 131,5 m2 og 430,287 m3
Hönnuður: Brynhildur Sólveigardóttir, kt: 061180-5599.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.
6.   Gvendarás 1 lnr. 135039 – byggingarleyfi, niðurrif – 1711049
Landnr: 135039
Umsækjandi: Ólafur Ingi Ólafsson, kt: 200558-3759 sækir um fyrir hönd Elínu Hrefnu Ólafsdóttur, kt. 140832-3919.
Erindi: Sótt er byggingarleyfi fyrir niðurrifi á matshlutum, 01 0101 sumarbústaður og 02 0101 geymsla, að bænum Galtarholtslandi-Gvendar.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að nánari upplýsingar berist er varða förgun á niðurrifsúrgangnum, samanber grein 15.2.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi eftir að nánari upplýsingar berist er varða förgun niðurrifsúrgangs og förgun asbests, að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00