140-Afgreiðslur byggingarfulltrúa

140. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa
haldinn á skrifstofu byggingarfulltrúa, 12. september 2017
og hófst hann kl. 14:00

Fundinn sátu:
Gunnar S. Ragnarsson byggingarfulltrúi og Bjarni Kr Þorsteinsson slökkviliðsstjóri.

Fundargerð ritaði: Gunnar S. Ragnarsson Byggingarfulltrúi

Dagskrá:Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 140

1. Borgarbraut 1 – 3, lnr. 135457 – byggingarleyfi, breyting – 1709017
Landno: 135457
Umsækjandi: Ágúst Þórðarson, kt. 040151-4509, sækir um fyrir hönd Þ. Rúnar Jónasson ehf. kt. 640402-2530.
Erindi: Sótt er um að breyta notkun verslunarhúsnæðis að Borgarbraut 1-3 í íbúð, var áður skráð sem íbúð, samkv. uppdráttum frá Ágústi Þórðarsyni, kt. 040151-4509, dags 01.09.2017.
Hönnuður: Ágúst Þórðarson, kt. 040151-4509.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að húsnæðið sé samkvæmt reyndarteikningu.

2. Brennubyggð 7, lnr. 197342 – tilkynningarskyld framkvæmd, gestahús – 1709028
Landno: 197342
Umsækjandi: Steingrímur Gröndal, kt. 091046-4079.
Erindi: Tilkynnt er inn fyrirhuguð framkvæmd á byggingu gestahúss og geymslu að Brennubyggð 7, samkv. uppdráttum frá Bjarna Snæbjörnssyni, kt. 020753-4989, dags 21.08.2017.
Stærðir: 30,6 m2 og 39,576 m3
Hönnuður: Bjarni Snæbjörnsson, kt. 020753-4989.
Erindið er móttekið og samþykkt.

3. Miðháls 13 lnr. 187555 – byggingarleyfi, frístundahús – 1709030
Landno: 187555
Umsækjandi: Sigurður Hallgrímsson, kt. 170753-3139 sækir um fyrir hönd Einars Sigurðar Björnssonar, kt. 170460-3249 og Guðrúnu Gunnarsdóttur, kt. 220063-7379.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Miðhálsi 13, samkv. uppdráttum frá Sigurði Hallgrímssyni, kt. 170753-3139, dags 01.09.2017.
Stærðir: 125,0 m2 og 417,310 m3
Hönnuður: Sigurður Hallgrímsson, kt. 170753-3139.
Erindið er samþykkt með fyrirvara um að frekari upplýsingar berist varðandi við hvaða Vatnsveitu fyrirhuguð framkvæmd tengist. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

4. Helluskógur II no 2 – byggingarleyfi, frístundahús – 1709051
Landno: 177520
Umsækjandi: Magnús Ólafsson, kt. 150550-4759 sækir um fyrir hönd Hjördísi Ólöfu Jóhannesdóttur, kt. 190167-4539.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á einni hæð að Helluskógum 2, samkv. uppdráttum frá Magnúsi Ólafssyni, kt. 150550-4759, dags 01.09.2017.
Stærðir: 125,0 m2 og 417,310 m3
Hönnuður: Magnús Ólafsson, kt. 150550-4579.
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúa falið að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr.gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

5. Húsafell 1 – byggingarleyfi, frístundahús – 1607014
Bókun frá 133 fundi afgreiðslna byggingarfulltrúa.

Landnr: 176081
Umsækjandi: Ásgeir Sæmundsson, kt:071070-5579.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 12.03.2016.
Stærðir: 112,5 m2 og 350,238 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.

Tekið er vel í erindið. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu verða fyrirhuguð byggingaráform grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.

Einnig var grenndarkynnt síðar fyrir ábúendum að Húsafelli þeim Þorsteini Sigurðssyni og Sigríði Snorradóttur, Jóni Kristleifssyni, Þorsteini Kristleifssyni og Húsafelli Resort.
Athugasemdarfrestur vegna fyrri grenndarkynningarinnar lauk 12. júlí og 22. júlí seinni grenndarkynningin.
Alls bárust 10 innsendar athugasemdir þar sem fram kom hjá viðkomandi aðilum að þeir væru á móti útgáfu byggingarleyfis fyrir byggingu sumarhúss.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.

6. Húsafell 1 – byggingarleyfi, stækkun – 1607015
Bókun frá 133 fundi afgreiðslna byggingarfulltrúa.

Landnr: 176081
Umsækjandi: Sæmundur Ásgeirsson, kt:120250-6719.
Erindi: Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús á lóðinni Húsafell 1, samkv. uppdráttum frá VHÁ verkfræðistofan ehf. kt:560600-3050, dags: 00.01.2016.
Stærðir: 52,0 m2 og 235,0 m3.
Hönnuður: Haukur Ásgeirsson, kt:301255-4629.
Tekið er vel í erindið. Þar sem ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu verða fyrirhuguð byggingaráform grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum. Skal grenndarkynningin ná til aðliggjandi lóða: Húsafellskirkju, Bæjargil, Húsafell 2, Húsafell 3, Húsafell 4 og Húsafellsland.
Einnig var grenndarkynnt síðar fyrir ábúendum að Húsafelli þeim Þorsteini Sigurðssyni og Sigríði Snorradóttur, Jóni Kristleifssyni, Þorsteini Kristleifssyni og Húsafell Resort.
Athugasemdarfrestur vegna fyrri grenndarkynningarinnar lauk 12. júlí og 22. júlí seinni grenndarkynningin.
Alls bárust 10 innsendar athugasemdir þar sem fram kom hjá viðkomandi aðilum að þeir væru á móti útgáfu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu við sumarhúsið.
Erindinu vísað til Umhverfis- skipulags-og landbúnaðarnefndar til afgreiðslu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30